þriðjudagur, maí 30, 2006

Það er nefninlega það

var að "zappa" á milli sjónvarpsstöðva og lenti á e-m þætti með "amazing videos" s.s. e-ð svakalegt sem hefur verið fest áfilmu, allt mjög dramatískt, þulurinn og tónlistinn. Nema hvað, af einhverri undarlegri tilviljun "zappaði" ég ekki strax áfram og hvað haldið þið, næsta myndband from Heimaey, Iceland. Þar var sagt frá Vestmannaeyjargosinu í heild sinni á 2-3 mínútum á einstaklega dramatíksan hátt, talað við mr Smari Hardarson sem ásamt fjölskyldu sinni varð að berjast fyrir lífi sínu! Allt mjög dramatískt en alveg hárrétt í þessum æsifréttastíl. Flottasta var samthvernig því var lýst þegar Vestmannaeyingar börðust við eldfjallið og unnu í baráttunni við að bjarga lífsæð eyjunnar, höfninni. "Þau gátu ekki bjargað húsununm, höfnin, lífsæð bæjarins... í frysta skipti sem mennirnir berjast við náttúruöflin og vinna!" oh, ég fylltist sko sönnu þjóðarstolti get ég sagt ykkur! Þetta var bara mjög satt og rétt allt saman. Mér fannst bara vanta inn í frásögnina þá örlagaþrung
nu tilviljun að allir bátar voru í höfninni þessa nótt, það hefði passað flott inn, ég er viss um að það hefur verið með en orðið að klippa það út svo þetta yrði ekki of langt.
varð bara að deila þessu með ykkur.
ein að rifna úr stolti.

ps: titillinn er úr ákveðnu ljóði sem er búið að vera að ásækja mig... eða réttara sagt er ég búin að vera að ásækja Jonas með því undanfarnar vikur. Ég hélt að ljóðið væri úr Sjálfstæði fólki og til vara úr Heimsljósi. Ég er búin að fletta í gegnum báðar bækur og fann ekkert. Fann reyndar ekki heldur Haldiðún Gróa en ég VEIT að það er í heimsljósi... er það ekki annars??

próf...

mér finnst ég búin að vera alveg rosa dugleg í þessum próflestri! Hef voðalega lítið hangið í tölvunni og bara horft á sjónvarp í "pásunum". Ég er búin að læra helling og þó prófið sé ekki fyrr en eftir 2 daga þá er ég búin að læra nóg til að ná bara sæmilega! Nú er ég að reyna að safna orku í smámetnað...
Málið er að þetta eru 8 spurniningar og 10 stig fyrir hverja. Ég þarf bara 35 stig til að ná (því ég náði prófinu sem var í miðjum kúrsinum) en 60 stig til að fá VG. Það eru s.s. tvær einkunnir í boði, godkänt og
välgodkänt. Þegar ég byrjaði í skólanum var ég búin að ákveða að vera metnaðarfyllst af öllum og fá alltaf 10. Þegar ég sá að það voru bara 2 einkunnir í boði hvarf metnaðurinn. Ég meina, ef ég læri eins og brjálæðingur og fæ allt rétt þá fæ ég sömu einkunn og e-r annar sem lærði miklu minna og var bara með 75% rétt! Það er akkúrat ENGIN skynsemi í því og þá er eins gott að nota bara lágmarksorku í þennan lærdóm!... er e-r skynsemi í því? Ég er að reyna að sannfæra sjálfa mig um það að það sé miklu meira kikk að fá alla vega 60 stig heldur en að fá akkúrat 35 stig...
Annars er ég snillingur í að læra akkúrat mátulega mikið til ða ná, er t.d. búin að greyna prófið: Fyrstu 2 spurningarnar eru "kjaftaspurningar". Til að vera viss um að fá fullt hús fyrir þær verð ég að lesa alla bókina og læra utanað fullt af ferlum. Glætan spætan að ég nenni því!! Er að klára að læra allar þær spurningar sem ég hef úr gömlum prófum og svo krossa ég bara fingur, ekkert mál!
Hinar spurningarnar eru svo allar "reiknispurningar" og það hentar mér sko mun betur!
Það er samt alveg slatti sem ég er ekkert mjög góð í, en það eru samt aldrei meira en 2 spurningar sem eru af þeirri erfiðleikagráðu. Það þýðir að með allri þeirri óheppni sem yfir mig getur hellst, fæ ég 0 fyrir fyrstu 2 spunringarnar, fullt fyrir næstu fjórar og núll fyrir tvær síðustu. Það gerir 40 stig sem gefur mér 5 stiga útrými fyrir klaufavillur ;)
Með smá heppni (þar alls ekkert að vera mikil heppni!) fæ ég alla vega 10 stig fyrir fyrstu 2 spurningarnar og það verður bara ein erfið spurning, gæti meira að segja klórað e-ð í hana og fengið nokkur stig þar... en þá er ég alla vega með u.þ.b. 60 stig.
Svo, ef ég færi í prófið í dag gæti ég fengið 60 stig með heppni... það hlýtur að þýða að með smá samviskusemi get ég bætt við örfáum stigum fremst og aftast og þá ætti ég að fá VG hvort sem ég er heppin eða óheppin?!? Annars vona ég að ég fái bara akkúrat 60 stig, ferlega súrt að vera með 95 stig og fá sömu einkunn og lúðinn með 60 stig, frekar vil ég vera lúðinn!!

sunnudagur, maí 28, 2006

ég var að kaupa mér ótrúlega fallegan sumar kjól! Appelsínugulur, rauður, gulur og blár og grænn og fjólublár með gulli í :)

föstudagur, maí 26, 2006

Ég þekkti einu sinni stelpu...

... sem kunni sér ekki magamál, eins og mamma mín myndi orða það. Hún var eiginlega svolítill óviti. Hafði þó vit á því að finnast sælgæti, kökur og annað góðmeti ansi gott og þegar hún komt í það þá hætti hún ekkert svo auðveldlega. Nei, það voru töggur í henni, hún bara át og át þar til hún stóð alveg á gati í boðum. Vandamálið er bara að heilinn fattar ekki að líkaminn stendur á gati fyrr en örlitlu eftir að líkaminn stendur á gati...
Líkaminn bregst við með að skila því sem var innbyrðt.
Þessi stelpa var það gallhörð að í staðinn fyrir að leggja upp laupana eftir þessi mótmæli líkamans
gladdist hún yfir því að með þessu hafði myndast meira pláss til að inbyrða meira...
Sem betur fer er stelpan komin örlítið til vits og ára... en þó ekki meira en svo að það getur verið ansi erfitt hætta á réttum tíma í sælgætisátinu. Svo þegar hún er rétt að jafna sig er alltaf hægt að troða niður einum mola í viðbót.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Hvað er leiðinlegra en að þvo þvott?

að þurfa að fara niður í kjallara á næsta húsi til að þvo!
Ætli það sé nokkuð leiðinlegra en það?
Jú, að það skuli vera rigning og rok akkúrat þegar ég ætla að þvo!
Það getur nú ekkert verið verra en það?
Jú, að ég skuli vera búin að ná mér í smá hita og kvef!
Það hlýtur nú toppnum að vera náð!
Ónei! Jonas kemur ekki heim fyrr en þvottatíminn er búinn sem þýðir að ég þarf að gera þetta ALEIN!
Allir að vorkenna mér núna...
vaknaði rúmlega 10 í morgun við það að Jonas hringdi ú rvinnunni... þá var ég búin að vera að berjast við ill öfl ("fighting evil dueds" eins og Grettir ;)) í nokkrar klukkustundir með botninum á hraðsuðukatlinum okkar... vaknaði svo með kvef.
Spurning hvort nornin hafi lagt álög á mig...

mánudagur, maí 22, 2006

Ég er komin í gamla formið...

töff tilvitnun í lag sem væri upplagt í hallærisdansakeppni, eða hvað Sigrún??
Er alla vega komin á skrið í lærdóminum, sem betur fer!!
Helgin var bara ansi góð. Karnival, rigning, afmæli, kökur, sælgæti áfengi... endaði svo á sunnudagskvöldið með myndinni"How to lose a guy in 10 days" í sjónvarpinu, gott mál ;).
Mín kenning er sú, að ef maður hefur mikið að gera í félagslífinu þá er maður mun duglegri við allt annað. Þá er ég ekki að tla um þessa klassísku deadline-pressu. Síðustu vikur hafa t.d. verið frekar rólegar hjá mér í skólanum og félagslífinu og öllu, hef varla hitt neinn fyrir utan skólann nema Jonas. Ég hef s.s. haft nógan tíma til að læra, vaska upp, taka til, þvo þvott, elda mat o.s.frv. Og hef ég gert það? Auðvitað ekki! Hef eytt þeim mun meiri tíma í tölvunni og fyrir framan sjónvarpið, húsið í rúst og næstum engin hrein föt til, ekki opnað skólabók og varla haft fyrir því að mæta í þessa örfáu tíma sem ég átti þó að mæta í. Svo núna, í kring um eþsas helgi hefur verið nóg að gera, og viti menn, ég er búin að taka í gegn útifataskápinn (?!?!) og andyrtið, elda almennioelgan mat á hverju kvöldi og líka fyrir Jonas í vinnuna, ganga frá í eldhúsinu strax eftir matinn ogsíðast en ekki síst, búin að skipuileggja prófalestur og byrjuð að læra á fullu! Hætt að hafa samviskubit á þessum bæ takk fyrir!

laugardagur, maí 20, 2006

Everybody dance now!

Haldiði ekki að við höfum bara skellt okkur á djammið í kvöld... eða það sem kallast getur djamm hjá miðaldara fólki eins og okkur...
Ég fór í gelluleðurjakkann minn og plataði Jonas út í göngutúr. Við röltum niður í bæ og þar sem þetta er karnivalhelgin var allt á fullu, eins og gott geim niðri í bæ um nótt að sumri til. Við f´órm inn á Glorias sem er einhvers konar fótboltapöbb og fengum okkur eitt glas. Við erum ekki fyrr sest niður en mér er farið að líða einkennilega mikið eins og á balli í Hlégarði í 12 ára bekk, tónlistin var sú sama! Hver smellurinn á fætur öðrum sem ég kann nú ekkert að nefna en get sko alveg sungið fyrir ykkur. Ég skemmti me´r alla vega alveg konungleg og Jonas líka, sátum þarna og ég var í sitjandi hallærisdansakeppni við sjálfa mig. Hittum svo íslendingagengið úti og röltum með þeim að einhverri diskóteksröð en ákváðum þá að koma okkur heim, enda langur dagur á morgun. Við erum að fara að spila í skrúðgöngu klukkan 13 og svo er ég búin að lofa afð djamma og vera almennt skemmtilega þar sem Anna Sigga á afmæli :)

Góða nótt

föstudagur, maí 19, 2006

læri læri...

... tækifæri?
Uppgvötaði það í gær eftir endalaust hangs, tjah, síðan um páska held ég bara, að ég kann ekki neitt og veit ekki neitt! Prófið er ekki fyrr en 1. júní en það er samt alls ekkert mikill tími til ða læra, endalausar skemmtanir (karnival núna um helgina) og brúðkaup og ferðalög...
var voða dugleg í gær og fór á bókasafnið í gær til að læra svolítið (þurfti fjarlægð við tölvuna og sjónvarpið...) og þá komst ég einmitt að þessu... glímdi við fyrstu spuringu gamals prófs í kannski svona 2 tíma eða svo... úff!! Ég sem hélt ég hefði allt undir kontról...
Svo eru allir að verað búnir í prófum bæði hér og heima, það er alveg ferlega erfitt að vera í prófgírnum!

þriðjudagur, maí 16, 2006

loksins

hægt að elda almennilegan mat hérna! Vorum að fá örbylgjuofn...

mánudagur, maí 15, 2006

Djí

Samfylkingin vill endilega að ég kjósi í kosningunum... það sem meira er þeir eru búnir að senda mér 2 meil á meiladressu sem ég er ekki einu sinni búin að hafa neitt mjög lengi og ég veit ekkert hvernig þeir fengu hana... svo er það annað, ég hef ekkert kosningarrétt ef ég er með lögheimili erlendis??
Nú er ég búin að "lesa" reglurnar tvisvar (þeir sendu mér eil tvisvar) og ég skil eiginlega hvorki upp né niður í þeim:
Þeir sem mega kjósa (eru á kjörskrá):
1. Þeir sem uppfylla eftirfarandi 3 kosningaréttarskilyrði: eru 18 ára þegar kosning fer fram (f. 27. maí 1988 eða fyrr); og eru íslenskir ríkisborgarar; og voru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 6. maí 2006.
2. Þeir sem dveljast á Norðurlöndunum og eiga að hafa hér kosningarétt (námsmenn og þeir sem eru erlendis vegna veikinda, auk starfsmanna ríkisins erlendis/alþjóðastofnana sem Ísland á aðild að + fjölskyldur þeirra sem búa hjá þeim úti -> geta áfram átt lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu lögheimili er þeir fóru af landi brott enda séu þeir ekki skráðir með fasta búsetu erlendis. Verða að uppfylla kosningaréttarskilyrði að öðru leyti. Sjá 9. gr. lögheimilislaga 21/1990)
3. Útlendingar – Norðurlönd -> 3 ár: Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem uppfylla kosningaréttarskilyrðin tvö um (aldur og lögheimili), enda hafi þeir átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Einnig danskir ríkisborgarar sem búsettir voru á Íslandi 6. mars 1946 eða fyrr þurfa ekki að uppfylla skilyrðið um lögheimili.
4. Útlendingar utan Norðurlanda -> 5 ár: þeir erlendu ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

... ég skil þetta alla vega þannig að ég hafi ekkert kosningarrétt þar sem ég flutti lögheimilið mitt...
annars er mér svosem nokk sama, nenni nu varla að vera að standa í því að kjósa, finna sendiráðið og svona :Þ ekki sama stemmningin og heima... svona er ég nú rammpólitísk eins og þið heyrið....

sunnudagur, maí 14, 2006

Vesen

emil (með brotnu tánna) hringdi í mig áðan og sagði að þau hefðu ákveðið að hann færi með til Ítalíu þrátt fyrir brotna tá, þau yrðu bara að bera hann!
Mér var nú eiginlega bara létt. Þrátt fyrir að það hefði örugglega orðið mjög gaman í þessari ferð hefði það líka verið algjört vesen. Ég var einmitt búin að vera að hugsa heilmikið um það í dag hvernig þetta myndi allt reddast. Í fyrsta lagi yrði ég líklega að taka með ferðatöskuna í prófið (vesen). Svo fór ég að hugsa að þegar heil sinfóníuhl´jomsveit fer í sömu flugvélina er örugglega svolítið þröngt í handfarangrinum svo að það yrði líklegast reynt að þvinga mig til ða setja básúnuna í farangursrýmið og kassinn minn þolir það bara ekki (vesen). Svo þyrfti ég einhver vegin að koma mér frá Bologna til Barcelona (vesen) í lok ferðar þar sem þau ætla að fljúga heim sama dag og við Jonas ætlum að fljúga til Barcelona (vesen). Ég var búin að reyna að finna flug (vesen) frá Bologna til Barcelona en það var bara eitt flug sem var beint og kostaði u.þ.b. 60.000 ísk (vesen). Ég var líka búin að vera að skoða flug til London, hitta þá Jonas þar og nota seinni hluta farmiðans míns þá (vesen). Það hefði gengið að fá það á ca 10.000 ísk en þá hefði ég þurft að koma mér á milli Gatwick og Stansted (vesen). Svo ór ég að spá í básúnuna... það er gjörsamlega vonlaust að ætla í 20 daga ferðalag með bíl og lest með stórt og þungt hljóðfæri sem þú ætlar ekki einu sinni að nota (vesen). Ég hefði þurft að pína e-n til að taka básúnuna heim fyrir mig (vesen) og nálgast hana svo sama dag og ivð komum heim úr ferðalaginu því ég fer til Íslands daginn eftir(vesen). Ég var meira að segja farin að spá í að selja bara básúnuna í Bologna! Þar að auki ætlaði ég mér ekki að borga þessa ferð þar sem ég hef hreinlega ekkert efni á því á leiðinni í hina ferðina og svona (vesen). Svo í samanburði við eina brotna tá er ég líklegast meira vesen eða hvað?
Svo er það næsta vesen. Sænsk básúnuvinkona mín er með útskriftartónleikana sína 26. maí! Vesenið er það að það er í Arvika. Það tekur 8 klst að komast þangað með lest og ég held enn lengri tíma með bíl (vesen). 5 dögum seinna er ég að fara í lokapróf í efnafræðinni og með þessu áfrahaldi á ég eftir að hafa nóg að gera í að frumlesa o.s.frv. (vesen). Daginn eftir er ég að fara í brúðkaup í Jönköping (vesen). Mér hefur ekki enn tekist að finna lestarferð frá Arvika eftir að tónleikarnir eru búnir (ca 21) og áður en brúðkaupið byrjar (15:00 daginn eftir) (vesen). þannig, endalaust vesen!

laugardagur, maí 13, 2006

Fitandi...

að vera einn heima... og passa...
... og vera einn heima hjá frænku að passa!
Er búin að vera að passa 6 ára frænku mína síðan á föstudag. Mamma hennar og Jonas eru á kóramóti í Danmörku. Ég er búin að inbyrða fáránlega mikið af sælgæti síðan á föstudag sem náði svo hámarki í kvöld. Fórum heim til frænku og borðuðum kvöldmat þar. Strax fyrir kvöldmat var ég búin að skanna sælgætisskápinn og aðeins að smakka. Eftir kvöldmat héldu mér sko engin bönd ena er sælgætisskápurinn alltaf fullur af sælgæti og ólíkt heima hjá mömmu og pabba þá er hann ólæstur (ekki að að ég hafi ekki alltaf geta fundið lykil hjá mömmu og pabba... eða notað bréfaklemmu... eða bara losað botninn úr skápnum...). Svo bauðst frændi minn til að taka við (barnapössuninni, ekki sælgætisátinu!) og ég hélt ég væri laus úr viðjum sykursins... en nei, þurfti ekki búðin við lestarstöðina að vera opin og ég neyddist náttúrilega til að kaupa enn meira sælgæti og kók! Óþolandi! Það verður sko skokkað á morgun og helst lengur en í korter.

föstudagur, maí 12, 2006

Matur!

var að elda svo ógó góðan mat núna í hádeginu!
'tlaði að elda þetta í gærkvöldi en við vorum niðri í bæ og það var svo gott veður...
en alla vega, ég neyddist til að elda í dag því ég hafði erið svon fyrirhyggjusöm og tekið nánast hálft kíló af kjúklingabaunum út úr frystinum! Bjó til karrýmauk úr lauk hvítlauk chilli (nóg af chilii maður! ég set alltaf of lítið en tók 3 núna í satðin fyrir einn ;)) engiferrót og svo ýmis krydd (allt úr sollubók sko). En ég átti ekkert það grænmeti sem átti að vera í uppskrtiftinni svo ég skellt bara í e-u wokkgrænmeti og ferskum tómötum og svo leyinitrikkið: tómatþykkti! Held það hafi gert gæfumunin og svo nóg af chilli og þetta varð þúsund sinnum betra en venjulega! eini gallinn er að Jonas er farinn til Danmerkur á kóramót og ég er að fara að passa 6 ára frænku mína sem borðar bara pasta með tómatsósu... ég neyðist víst til að frysta herlegheitin...
en nú er ég farin að sækja frænku í leikskólann. Svo erum við að fara í píanótíma og að leika hér fyrir utan og svo inn klukkan 18:00 því þá byrjar barnatíminn...

fimmtudagur, maí 11, 2006

Brotin tá

alls ekki mín þó heldur hjá Emil. Emil spilar 1. básúnu hjá Akademiska kapellet (háskólasinfóníuhljómsveitin í Lundi) og var að hringja og biðja mig um að leysa af eftir 2 klukkutíma á æfingu. Nielsen 3. sinfónía... kannast rosalega við nafnið, hlýtur bara að vera eitt af þessum inntökuprófapörtum og ég man ekkert hvernig hann er og ég hef ekki snert básúnuna síðan í mars (ég þurfit sko heldur betur að dusta þykkt ryklag af básúnukssanum áðan). en ég veit að þetta reddast.
og svo nefndi hann það líka að hljómsveitin væri á leið til Ítalíu í byrjun júní(1.-6. hélt hann) og að þá vantaði e-n að leysa hann af þar. ég er í prófi til kl 13:00 þan fyrsta svo ef þau fara um kvöldið... og geta reddað mér til barcelona þann 6. því ég og Jonas erum víst á leið þangað þá...
...ég er ekkert rosalega leið yfir því að Emil sé tábrotinn ;Þ

Skokketískokk!

Búin að fara út að skokka 3 daga í röð!!
Alltaf þegar ég er að skokka (og þá meina ég ekki bara í þessi 3 skipti því ég hef í alvörunni skokkað áður!) þarf ég að syngja e-ð lag í huganum til að halda tempóinu. Í þessi 3 síðustu skipti hefur það verið lagið "það er leikur að læra". Hef ekki hugmynd um hvaðan það koma! Syng alltaf fyrstu hendinguna, og endurtek svo hálftóni hærra þar til ég er komin upp ca 5und og byrja þá aftur á byrjun. Í gær varð ég "meðvituð" um hvað ég var að gera og fór þá að búa til varíasjónir við stefið. Mér leið eins og Mozart!... og svo leið tíminn líka hraðar...
En talandi um skokk, Sigrún kom með frábæra hugmynd í kommenti hérna fyri neðan: taka strætó út í rassgat og skokka heim!
Þetta minnir mig á þegar ég og Sigrún tókum þátt í hlaupi fyrir hönd skólans okkar: Íþróttakennararnir voru e-ð að reyna að fá frjálsíþróttastelpurnar til að taka þátt í þessu skðólamóti en þær voru e-ð tregar, svo hálfitarnir við Sigrún buðum okkur fram!! Nema hvað að þetta var í byrjun október að e´g held, ivð búnar að vera í ca mánaðar frí frá fótbotlanum sem þýðir engin hreyfing í mánuð! Þar að auki höfðum við aldrei á æfinni tekið þátt í svona hlaup áður! Við mætum á svæðið og það er keppt í hverjum árgangi fyrir sig, stelpur og strákar sér. Við vorum í 8. eða 9. bekk held ég. Svo kemur að okkur og við hlaupum af stað og ég er fyrst og Sigrún síðust! Sigrún ákveður að lulla þetta bara á þgilegum hraða enda þekkt fyrir að svindla á öllum æfingum! ég hins vegar ákveð að byrja bara fyrst því þa´þarf ég jú ekki að taka fram úr neinum!
Það þarf nú varla að taka það fram að e´g endaði ekki fyrst... ég dróst allrtaf meira og meira afturúr þar til bara Sigrún var fyrir aftan mig. Þá fattaði Sigrún að það væru nú ekki nema svona 50 metrar eftir og hún var ekki einu sinni þreytt!! Svo hún sprettir af stað og ég reyni eins og ég get að hreyfa mig hraðar með litlum árangri en næsamt að koma örlítið á undan Sigrúnu í mark. Munuerinn er hins vegar sá að Sigrún er blæs varla úr nös á meðan ég lá á gólfinu í svona 5 mínútur. Ég ætla alla vega aldrei að keppa í hlaupi aftur!

miðvikudagur, maí 10, 2006

I'm on fire!

Þriðja bloggið á háftíma! Aðeins að vinna upp leti...
Var bara að velta mér uppúr smá hégóma...
Eins og flestir, er ég með teljara. Ég er alltaf mjög forvitin hverjir skoða síðuna mína og hversu margir o.s.frv. Ég er nú engin mega tölvuhakker en ég get þó alla vega séð hversu margir koma í raun og veru inn á síðuna mína á dag og frá hvaða landi. Listinn yfir löndin er orðin ansi langur. Að sjálfsögðu flestir frá ÍSlandi, næstflestir (og þokkalega margir að mér finnst þar sem ég hef sko ekkert "auglýst" síðuna mína hérna úti) frá Svíþjóð, svo Danmörk. Þar á eftir Bandaríkin (held ég þekki eitt par þar), Þýskaland, Bretland (og ég sem man ekki eftir að ég þekki nokkurn sem býr í Bretlandi!), svo spánn (þekki engan) Holland, Finnland og loks löng runa með einni heimsókn frá hverju landi: Kanada, Frakkland, Ástralía, Egyptaland, Indland, Noregur, Braselía, Tyrkland, Lúxemborg, Belgía og Japan!
Mér finnst þetta nokkuð langur listi og ég verð að viðurkenna að ég efast um að ég þekki/kannist við íslenskumælandi fólk sem dvelur í helmingnum af þessum löndum. Þetta er mystería.
Annars er ég sjálf algjör leyniblogglesari og les (kannski ekki á hverjum degi) miklu fleiri blogg en eru í tenglalistanum mínum hjá fólki sem ég þekki lítið sem ekkert... eða bara akkúrat ekki neitt! Er að spá í að fara í herferð og gefa mig fram á þessum síðum, það er nefninlega bara skemmtilegt/fyndið að sjá að það er e-ð fólk sem maður þekkir ekki neitt nenir að lesa buillið í manni... hvet því hér með mína leynilesara til að gefa sig fram ;)

Tilkynning:

Það tilkynnist hér með að ég kem til Íslands þann 27. júní og fer aftur 30. ágúst.
ég er að vinna ca 9-17 aðrahverja helgi og flesta (þó ekki alla) vikra daga (færri í júlí). Ykkur er velkomið að skemmta mér þess inn á milli... jafnvel á meðan ég er í vinnunni (Gljúfrasteinn er opinn frá 9-17 alla daga. 500 kr inn).

Sveitt og sæl

Veðurblíðan heldur áfram hér, þýðir ekkert að setgja að það sé líka gott á Íslandi því það er orðið heitara en bestu sumardagar á Íslandi! Sem bónus fylgir líka að það er allt fullt af blómguðum trjám! Alveg endalaust af hvítum, bleikum og gulum blómum. Það er ekki hægt annað en að brosa út að eyrum! Þar að auki fengum við út úr efnafræðiprófinu í dag og ég var ein af ca 15 sem náðu!!
Ég er hins vegar hætt í fótboltanum... mætti nú bara einu sinni, alltaf e-ð sem stóð í veginum... ætaði samt sko heldur betru að drífa mig í gær en svo bara gat ég ómöguelga drifið mig. Ákvaðs amt að ég myndi pína mig ef fótboltaskórnir sem systir mín sendui mér myndi passa... þeir voru of litilir! En áður en þið byrjið að skamma mig þá fór ég út að skokka í gær og aftur í dag ("sveitt" skiljið þið). Entist í korter í gær og 20 mín. í dag. Vonandi næ ég að teygja þetta upp í svona 40 mín. Annars er trikkið að hlaupa í sömu átt þangað til maður getur ekki meira. Svo er bara að snúa við (eða fara smá hring) og þá er maður alla vega jafnlengi til baka ;)
En það þýðir ekkert að hanga í tölvunni í þessu veðri, nota veðrið maður!

sunnudagur, maí 07, 2006

Sumarsumarsumar

úúújjeeee!
Það er komið sumar! Mér reiknast svo til að hér sé þá 5 mánaða sumar!
Ég er hætt að kvarta undan snjóhörkunni síðasta vetur, eins og maður geti ekki lifað af í þennan stutta tíma!
Pabbi er búin að vera í heimsókn síðan í fimmtudag (fór í dag) og við erum búin að lifa eins og kóngar ;)
Búin að fara út ða borða á Líbanskan stað, borða sushi, borða sænskan mat, borða bollur með loftþurrkaðri skinku, mozzarella, tómat og piparrótarsósu :), búin að borða... jah, þið fattið, fullt af góðum mat :)
Ég og pabbi fórum svo í hjólreiðatúr á föstudag í yndislegu veðri í "Fuglasöngsdalinn". Það var gott og svo erum við búin að vera að túristast bæði í Lundi og Malmö.
Í dag skiluðum við pabba svo í lestina, fórum á tónleika hjá litlu frænku (sem var voða flink að spila fjórhent með 5 ára jafnaldra sínum en þau voru hiins vegar minna flink í að hlusta á hina krakkana og ég var mjög fegin að eiga þau ekki og þurfa ekki að skammast mín neitt ;)) og erum svo bara búin að liggja úti í sólinni að dorma.
Ljúfa líf!
Kvöldmatur úti á svölum eins og allar máltíðir hafa verið um helgina, smá lærdómur og afslappelsi :)
Kvarta bara ekki neitt :)

Ps: skrifaði e-i konu hjá menntamálaráðuneytinu og sagði henni að segja vondu köllunum í Svíþjóð að þeir hefðu rangt fyrir sér, ég þarf ekkert að gera fysik B próf... lét það alveg vera að segja henni að ég væri nú þegar búin að falla í einu slíku... og hyú lofaði að athuga málið svo ég ætla bara að "tjilla" í bili

miðvikudagur, maí 03, 2006

Drulluféll!!

Átti sko engan vegin von á því þar sem ég skrifaði prófið orðrétt upp og tók heim og fór yfir með Jonasi! Við fórum svo í gegnum prófið og ég l´rði það nokkurn vegin utanað til að brillera í munnlegaprófinu... gleymdi svo því eina sem virtist skipta þá máli :( það lekur sko af mér fýlan!! Var að enda við að skrifa bréf í menntamálaráðuneytið og biðja þá um að endusrkoða tjah, íslenska menntakerfið eða hvernig íslenskar menntaskólaeiningar eru metnar inn í sænska kerfið...
jább, eins gott að það er svona æðislegt veður annars væri ég sko í enn verra skapi...
Efnafræðipróf á morgun og ég er sko ekki í stuði til að lesa! Bara 2 spurningar og þú þarft að hafa þær hárréttar til að ná. Ef maður nær fær maður 5 stiga bónus (af 40) fyrir lokaprófið. Munar nú um minna. en miðað við hepni mína í sænskum prófum býst ég nú ekkert við að ná...

Oj pöddur!!

Býst við að eigi eftir að segja það aftur í sumar....
ákvað a borða hádegismatinn úti og lesa svolítið í eðlisfræðinni líka. Tók með mér fína gula ullarteppið og lagðist útá gras.
Það fylltist allt af smáflugum og skordýrum á engum tíma!! Alveg ótrúlegt! En e´g lét það ekkert á mig fá, passaði bara að það færu engar flugur ofan í appelsínu/mangó smúþíinn minn. Svo lagðist ég á magann með súkkulaðið mitt og las í eðlisfræðinni. Var að sjálfsögðu alltaf að bursta maura af b´´okinni og höndunum en le´t það ekkert á mig fá. Lét það samasem ekkert á mig fá þegar ég fann pöddu í súkkulaðipakkanum mínum :/ tók bara súkkulaðið úr pakkanum og skoðaði það vandlega fyrir hvern bita :/ Svo heyrði í "þyrluhljóð" rétt fyrir ofan hausinn á mér. Var mjög kúl og afslöppuð enda bara smá hunangsfluga. Hún settist á teppið hjá mér og fór að "ulla" (hef bara aldrei séð hungangsflugu í svona miklu návígi!) í það því hún var að vonast eftir hunangi. Hún varð hins vegar fyrir einhverjum vonbrigðum með teppið og fór í göngutúr upp á bókina mína. Ég reyndi að halda kúlinu en gaf þú frá mér smátíst og hristi fluguna í burtu. En eftir það var einbeitingin alveg horfin og ég var bara í því að hrista ímynduð skordýr af líkamanu, jakk! Gula teppið fer ekkert inn í hús á næstunni. Þegar ég stóð upp var fullt fullt af hinum ýmsu skor´dyrum fast við teppið, fjölbreytnin kom mér á óvart! Ég held satt að segja ð gult ullarteppi sé eki gáfulegasta undirlagið.

Komin í betra skap

enda ekki annað hægt!
Var að enda við að tala við vinalega konu á skrifstofu MH!?! Believe it or not! Hún virkaði ung, svo hún hlýtur að vera ný. Hún sendi meira að segja símann áfram niður í vinnustofu raungreinakennara og þar fékk ég að tala við gamlan vin, Þórarinn stærðfræðikennara!! Fattaði ekki að þetta var hann fyrr en eftirá (sem var kannski bara eins gott ;)). En hann skokkaði að leita að eðlisfræðikennara sem gæti hjálpað mér og talaði við Einar Júl sem sagði að e´g mætti senda honum póst og hann lofaði meira að segja að svara mér! Þvílíkur lúksus! Svo nú bíð ég bara spennt eftir svari, ætla nú ekkert að gera mér of miklar vonir um svar fyrir klukkan hálfþjú í dag (þá á ég að fara í munnlega eðlisfræðiprófið) en ég get þó alla vega sagt að ég eigi vona á svari... ís taðin fyrir: "ég er búin að senda 2 tölvupósta á eðlisfræðikennara úr skólanum mínum og hef ekki fengið nein svör og býst ekki við að fá þau úr þessu... (restin sögð grátandi á hnánum:) geriði það, leyfiði mér að gera grútleiðinlegar eðlisfræðitilraunir hjá ykkur"
Nei, é losna við að segja þetta alla vega...
Svo er hevví skóli á morgun sem endar með prófi en svo er ég komin í helgarfrí! Pabbi er líka að koma í heimsókn á morgun og til að kóróna góða skapið þá er frábært veður úti!! :)