laugardagur, maí 20, 2006

Everybody dance now!

Haldiði ekki að við höfum bara skellt okkur á djammið í kvöld... eða það sem kallast getur djamm hjá miðaldara fólki eins og okkur...
Ég fór í gelluleðurjakkann minn og plataði Jonas út í göngutúr. Við röltum niður í bæ og þar sem þetta er karnivalhelgin var allt á fullu, eins og gott geim niðri í bæ um nótt að sumri til. Við f´órm inn á Glorias sem er einhvers konar fótboltapöbb og fengum okkur eitt glas. Við erum ekki fyrr sest niður en mér er farið að líða einkennilega mikið eins og á balli í Hlégarði í 12 ára bekk, tónlistin var sú sama! Hver smellurinn á fætur öðrum sem ég kann nú ekkert að nefna en get sko alveg sungið fyrir ykkur. Ég skemmti me´r alla vega alveg konungleg og Jonas líka, sátum þarna og ég var í sitjandi hallærisdansakeppni við sjálfa mig. Hittum svo íslendingagengið úti og röltum með þeim að einhverri diskóteksröð en ákváðum þá að koma okkur heim, enda langur dagur á morgun. Við erum að fara að spila í skrúðgöngu klukkan 13 og svo er ég búin að lofa afð djamma og vera almennt skemmtilega þar sem Anna Sigga á afmæli :)

Góða nótt

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þú getur huggað þig við það að ég verð í prófum seinustu vikuna í júní :(

22 maí, 2006 14:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»

13 ágúst, 2006 06:59  

Skrifa ummæli

<< Home