fimmtudagur, apríl 23, 2009

Letaba, 4. apríl.

Jæja, fyrsti dagurinn í Krügergarðinum búinn og svona líka ljómandi fínn :) Við byrjuðum á ávaxtaskál í blue cottages með jógúrti og hunangi og nýkreistum appelsínusafa, ekki slæmt það!
Við vorum að sjálfsögðu skeptísk á ávextina enda búin að fá að heyra að væru stórhættulegir ásamt fersku grænmeti. Vertinn okkar varð nú bara hneyksluð og sagði að þetta værinú einu sinni SUÐUR-afríka (það er nú suðusr-AFRÍKA í okkar eyrum).
Við vorm kominn í Krüger kl 11. Það voru ekki nema 50 km til Letaba sem var okkar fyrsti gististaður sem þýddi klukkustundarakstur þar sem hámarkshraðinn í garðinum er ýmist 40 eða 50. Okkur tókst nú samt að dreyfa akstrinum á 3,5 tíma  Á leiðinni sáum við impala sem er antilóputegund. Við sáum fullt af þeim sem er kannski ekki svo skrýtið þar sem það eru 125.000 stk í garðinum. Svo ráukumst við á stóran flokk af e.k. gömmum. Þeir voru með útbreidda vængi líklegast til að þurrka þá. Það komu tímabil þar sem við rákumst ekki á mörg dýr en allt í einu upp ár þurru spásseraði gíraffi yfir veginn beint fyrir framan okkur! Það var flott  Við sáum líka litla skjaldböku sem hafði nú e-ð illts af leið. Ég held það hafi verið ”hlébarðaskjaldbaka”.
Inni í sjálfum Letaba-búðunum voru svo bushboks sem er önnur antilóputegund. Þau höfðu vilst innog voru bara ða tjilla og forvitnast um okkur fólkið, algjör krútt ;)
Klukkan 16 fórum svið í sunset drive. Það vorum bara við og SA fjölskylda í ferðinni. Þau töluðu afrikaans. Það er sko heldur betur líkt hollesku.
Þetta var alveg frábær ferð og við sáum fullt af dýrum og fengum frábæra fræðslu. Við sáum að sjálfsögðu impala en líka waterbok og stenbok. Við sáu líka fullt af sebrahestum (þeir eru svo flottir!). Þeir eru minni en ”útlenskir hestar”, á milli hesta og asna í stærð sagði leiðsögumaðurin, kannski bara eins og sá íslenski? Þeir eru mjög ”feitir” en það er út af því að greyin eru með fullan maga af lofti :Þ
Við sáum líka flóðhesta úr fjarlægð, fílafjölskyld, nokkrar fluglategundir og héra. Það skemtilegasta var þó ljónafjölskyldan! Við sáum fjölskyldu með 4 ljónynjum, einu krlljóni og 7 litlum krúttleum ljónsungum, ca 4 mánaða. Það var mjög skemtilgt að fylgjast með hvernig þau höguðu sér og sérstaklega þar sem leiðsögumaðurinn gat útskýrt fyrir okkur hvað var að gerast. Hann var mjög spennur sjálfur nda ekki á hverjum degi sem maður sér heila ljónafjölskyldu með svon alitla unga. N’una erum við í búðunum að grilla kjöt og mismunandi tegundir af minikúrbítum 8fáránlega gott!). Svo er það bara beint í rúmið því við erum að fara í bushwalk kl 5:30 í fyrramálið takk fyrir!