fimmtudagur, apríl 23, 2009

Ferðadagur, 2. apríl

Fórum á fætur örlítið fyrr en venjulega eða um 4:30 leytið og drifum okkur út á völl. Heldur svefnlítil nótt og örlitlar áhyggjuraf því hvort allt væri með. Pökkunin fór nefninlega fram kvöldinu áður. 2 klst flug til Parísar, smá hlaup á Charles de Gaulle að redda ýmsum smáhlutum eins og moskítóvör, mat og drykk. Þá tók við 9 tíma flug til Jóhannesarborgar. Ég ætlaði nú heldr betur að nota tímann í lærdóm en sofnaði eftir að hafa lesið einn fyrirlestrur. Flugferðin gekk bar ljómmandi vel! risastór flugvél með ágætum sætum (þó það hafi verið viss svekkur að þurfa að labba gegnum 1. farrýmið) og fullt af bíómyndum og öðru skemmtiefni í boði. Þannig að í staðinn fyrir lærdóm horfði ég á tvær bíómyndir og fór í fullt af tölvuleikjum!
Á flugvellinum í J'burg biðum ið í vegabréfseftirliti í meira en klukkutíma. Þegar því var lokið tók mjög vinarlegur maður á móti okkur og fylgdi okkur að bílaleigunni og sendi vin sinn að kaupa vatn fyrir okkur. Fyrir þetta tóku þeir félagar inungis 100 rönd hvor eða um 1000 ísk hvor (en þeir heppnir að hitta á svona heimska túrista!)! Strákunum á bílaleigunni fannst við nú ekkert sérlega gæfuleg og sögðu okkur í framtíðinni að treysta engum nema lögreglunni og bensínafgreiðslufólki.
Þessi hálftíma bílferð frá flugvellinum og á svefnstað var nú ævintýri út f fyrir sig þar sem það er hægri umferð í Suður-Afríku...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home