þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Þessir Svíar!

Bólur og fólk frá Finnlandi er nákvæmlega sama orð á sænsku!
Ekki skrýtið að Finnum sé illa við Svía!

mánudagur, febrúar 18, 2008

Er verið að reyna að segja mér e-ð?

Þegar ég flutti til Svíþjóðar lenti ég í vandræðum með að komast inn í háskólann. Mér var sagt að til þess að geta lært nokkurn skapaðan hlut í raunvísindadeild yrði ég að bæta við mig eðlisfræði. Mér fannst það að sjálfsögðu út í hött þar sem ég er stúdent af náttúrufræðibraut og ætti því væntanlega að geta lagt stund á náttúrufræðigreinar eller hur?
Mér tóskt að liðka námsráðgjafan í efnafræðdeildinni svo hún hleypit mér í fyrsta efnafræðiáfangan en sagði að ég fengi ekki að taka fleiri fyrr en ég hefði reddað eðlisfræðinni. Ég er hins vegar ansi þrjósk og þver og fór til námsráðgjafann í eðlisfræðideildinni og fékk hann til að meta þá eðlisfræði sem ég hefði tekið í menntaskóla og samþykkti hann að ég væri alveg nógu vel undirbúin í eðlisfræði. Þetta samþykkti efnafræðideildin þegjandi og hljóðalaust og ég gat haldið áfram að læra efnafræði. Mig var hins vegar farið að langa að læra líftækni í tækniháskólanum og sótti um þar. é þurfti líka að sækja um undanþágu (út af eðlisfræðinni) og útskýrði að ég hefði verið samþykkt í háskólanum og þar sem báðir staðir hafa sömu inntökuskilyrði bjóst ég ekki við vandræðum hah! Svona er ég nú einföld! Í stuttu máli sagt komt ég ekki inn í lífefnatæknina.
Þá datt mér í hug að það væri kannski bara góð hugmynd að taka nokkur spennandi námskeið sem tækniháskólinn býður upp á, ég vissi að það ætti ekki að vera neitt mál að fá að taka námskeið svona á milli skóla. Ekkert mál ha? Til að mega taka þessi námskeið sem mig langaði í þarf maður undanfara sem oftast eru grunnáfangar sem kenndir eru á fyrsta ári í líftækninni, ekkert mál, ég gat nú alveg tekið e-a grunnáfanga fyrst. Ekki séns! Það er nefninlega ekki hægt að taka grunnáfanga ef maður er ekki í sjálfu prógramminu sjáðu til. Og hvernig í ósköpunum á maður þá að geta tekið einstaka kúrsa í tæknihákólanum eins og þið auglýsið? Spurði ég þá. Nú, það er bara fyrir þegar útskrifað fólk... úr tækniháskólanum að sjálfsögðu. Þá var ég nú eiginlega bara búin að fá nóg í bili svona.
En núna þgar liðin eru tæplega 2 ár frá síðustu tilraun minni til að komast inn í tækniháskólann ætlaði ég að gera aðra tilraun. Ég ætlaði að sækja um mastersnám í matvælafræði. Þetta er alþjóðlegt mastersnám sem kennt er á ensku og mér virtist á heimasíðunni að aðalatriðið væri að vera með bachelorpróf í raunvísindum og svo voru nokkur atriði talin upp sem maður varð að kunna. Þar sem ég var að þessu í haust og hvaði þ.a.l. nógan tíma til að bæta við mig því sem mig vantaði uppá til að komast inn í prógrammið hef ég samband við námsráðgjafa þar sem sedir mig áfram til næsta ráðgjafa sem sendir mig áfram til deildarstjórans. Sá tók sér hins vegar 2 mánuði í að svara mér (eftir ítrekanir) og var svo vinarlegur að svara mér degi eftir að umsóknarfrestur í námskeið fyrir vorönnina rann út. Í stuttu máli skrifaði hann að hann vild ekki sjá mig í skólanum sínum. Í ögn legra máli sagði hann að ég hefði nú eiginlega ekki nógu teknískan bakgrunn og ég ætti að reyna að taka e-a kúrsa í líftækninni (haha góður þessi!). Þar sem ég kannaðist við stelpu sem var matvælafræðiprógramminu og hafði komist inn þó hún væri með bachelorpróf í líffræði ákvað ég að gefa meira eða minna skít í þennan gaur og sækja samt um.
nema hvað, í gærkvöldi er ég svo að skoða þetta á netinu og kemst að því að umsóknarfresturinn fyrir prógrammið far 1. febrúar. Glæsilegt!

Ps: ég er búin að meila þeim og væla og þau sögðu mér að mér væri velkomið að sækja um fyrir haustið 2009 :)

sunnudagur, febrúar 17, 2008

Hver segir að aðalatriðið sé að vera með?!?

Í dag var ruslaskemmtun í húsfélaginu mínu. Það er s.s. verið að vígja nýja ruslakompu og að sjálfsögðu eru puslur í boði og keppnir af ýmsu tagi ;)
Sem fyrirmyndargrannar mættum við Jonas á þessa líka fínu skemmtun og "gæddum" okkur á pylsu (af e-m ástæðum hafði ég búist við pylsum sem minntu á SS og varð því fyrir miiiklum vonbrigðum) og tókum þátt í öllum getraunum sem hægt var nefna barnaþrautinni, pökkuðum mjólkurfernum ofan í kassa af miklum móð (ég náði að jafna metið), reyndum að leysa orðaþraut en gekk nú ekkert of vel og tókum þátt í happdrætti þar sem Jonas fékk vinning! bíðum í ofvæni eftir vinningnum sem er að vænta í næstu viku og krossum fingur fyrir að vinna í mjólkurfernupökkuninni og orðaþrautinni. Síðast þegar við tókum þátt í keppni á vegum félagsins unnum við einmitt stuttermabol merktan steypuhræristöð í XL og 3 cm hátt, mosagrænt kerti. Það verður erfitt að toppa þessa vinninga.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Jahá

Ætli það sé ekki bara best að ég hætti að koma með yfirlýsingar um hvernig gengur með tilraunirnar, dagurinn í dag var nefninlega bara ljómandi skemmtilegur :)
En ef ég ætla ekki að tala um tilraunirnar hef ég svosem ekkert að segja... ég geri nákvæmlega ekkert annað þessa dagana... á morgun er ætlunin að gera sér dagamun og skella sér í bíó að sjá Svíní Todd :) Ég er meira að segja búin að panta miða (já, Svíþjóð!)
Og svo fer nú að styttast í skíðaferðina :)

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

What goes up

Úff!
Eftir svona líka ótrúlega skemmtilega byrjun á kúrsi hefur síðasta ein og hálfa vika líka verið alveg óendanlega leiðinleg!
Tilraunin hljómaði mjög spennandi, fengum sýni með 3 mismunandi próteinum sem við áttum að greina hver væru með mismunandi tegundum af "krómatógrafíu".
Tjah, eins vel og það hljómar finnst mér allur tíminn hafa farið í að bíða, bíða eftir að þetta og hitt gelið sé tilbúið, bíða eftir að fá að vita hvort þetta og hitt gelið sé í lagi, byrja svo aftur á sama gelinu því maður fékk vitlausar upplýsingar og svo framvegis. Fyrir utan þessa endalausu bið er ekki eins og allt hafi gengið smurt fyrir sig... endalaust vesen bara! Get ekki beðið þangað til þessi vika er búin! Þá eigum við reyndar eftir að skrifa eins og eina skýslu um herlegheitin og hrista eina litla kynningu fram úr erminni en svo er þessi yndislega krómatógrafía úr sögunni og bara ein tilraun eftir! 29. febrúar er svo kennslan búin og bafra eitt smáverkefni fram að prófi sem er 27. mars. S.s. næstum mánuður í "fríi".
Ég er farin að telja niður dagana :)

mánudagur, febrúar 04, 2008

Bollabolla!

Ég og Jonas föttuðum í gær um tvöleytið þegar við vorum að labba til mömmu Jonasar til að vökva blómin að það væri líklegast bolludagur í dag. Þá fannst mér lífsnauðsynlegt að bjóða í bollukaffi og áður en ég vissi af var ég búin að bjóða 10 manns í bollukaffi. Þá rifjaðist upp fyrir mér að ég hef aldrei bakað vatnsdeigsbollur, aðeins verið áhorfandi einu sinni... við komum svo heim kl halffjögr og klukkutíma síðar voru þessar líka fínu bolludagsbollur tilbúnar!
Gestirnir urðu nú bara 3 en þið vitið hvað það þýðir: "meira fyrir okkur" ;)
Í kvöld er bara ein bolla eftir. Hún er með 2 hindberjum, marsípani, rjóma með bræddu 72% súkkulaði (frá Equador ;)) og svo sænsku "suðusúkkulaði" ofaná. Endilega komið í bollukaffi og borðið hana, ég er alla vega búin að fá nóg!