föstudagur, júlí 28, 2006

smá helgarúttekt... önnur tilraun

Fyrst ég var með þessar yfirlýsingar um skemmtani helgarinnar er eins gott að gefa skýrslu... alla vega fyrir Önnu Siggu ;)Jebbs, á föstudgaskvöldið hitaði ég upp með a fara í 12 ára afmæli til frænku minnar. Var komin úr vinnunni klukkan 17:30 og lagði af stað um 18:30, þá búin að fara í sturtu, blása hárið á mér skvísulega slétt og fá lánuð skvísuföt af mömmu minni (!?!). Ég náði nú ekki að setja upp andlitið almennilega en kláraði það á áfangastað (með aðstoð skvísufrænkna sem lánuðu maskara...). Það er greinilegt að ég hef verið spennt fyrir kvöldinu því flestir í fjölskyldunni trúðu því nú ekki að ég væri svona fín bara fyrir fjölskylduboð... sem var líka rétt... klukkan 22 tókst mér að slíta mig úr boðinu (það var mikið stuð!) og stóra systir skutlaði á Ölver. þar vorum við fjórar, 3 sænskar (að mér meðtaldri... hinar eru jafnsænskar og ég) og ein vinkona afmælisbarnsins. Hún er fastagestur á staðnum og fékk sörveraðan drykk á borðið, þurfti ekki einu sinni að panta! Við hinar urðum nú bara að fara á barinn og panta... nema hvað, fáir á öÖlveri aðrir en nokkrir eldri karlar 8sem æltuðu sko ekkert að syngja í karókí!) og ég varð bara stressaðri og stressaðri með hverri mínútunni! Skemmst er frá því að segja að ég tók nú 3 lög en var ekki að fíla mig nógu vel... komst líka að því að e´g kann engin lög, maður verður nú bara að undirbúa sig fyrir næsta skipti! Svo þegar karókíið hætti kl 2 fóru allir heim nema ég sem fór niður í bæ að hitta Gróu... hún var alveg að koma... ég beið í dágóða stund. Að sjálfsögðu gat ég ekki staðið niðri í bæ eins og illa gerður hlutur svo ég gekk svona hálf fram og til baka og reyndi að líat út fyrir að vera á leiðinni einhvert og á sama tíma horfði ég í kringum mig og reyndi að þekkja e-n... ég þekkti akkúrat engan. Í þessari desperat göngu minni komst ég hins vegar á sjens með lögræðingi sem hafði verið með matarboð um kvöldið og gerði mér góðan díl. Við færum saman heim í leigurbíl, hann átti fullt af áfengi og nautalundir og æðislega sósu. Svo væri haldið alvöru Vesturbæjarpartí og hann myndi meira að segja borga leigubílinn fyrir vinkonu mína, enda lögfræðingur! Þrátt fyrir gott tilboð gat ég ekki gengið að því að þessu sinni. Ég hitti svo Gróu og við skemmtum okkur ágætlega og svo svaf ég nokkra klukkutíma hjá Sigrúnu. Stal mér svo bounty í morgunmat hjá henni og skónnum hennar og tók strætó heim. Laugardagurinn fór í afslöppun (þynku... eftir 3 drykki!!) en það átti sko heldur betur að taka hressilega á því á laugardagskvöldinu með gróu! Hún hafði hins vegar sofið enn minna um nóttina en ég svo það varð nú bara kaffihúsaferð í Alþjóðahúsið (mjög notalegt) og spjall. Þannig ég var nokkuð hressari á sunnudagsmorgninum og bakaði fullt af bollum með múttu sem slógu svo rækilega í gegn upp í sumó seinni partinn. Jábbs, þannig var helgin, sú næstsíðasta sem ég er í fríi þetta sumarið. S.s. ein helgi eftir... og í augnablikinu lítur út fyrir að hún fari í stærðfræðilærdóm :(Næsta helgi sem nálgast sem óð er líka þétt. Vinna báða dagana (stofutónleikar á Gljúfrasteini, Jón Sigurðsson, fínasti píanisti spilar Bach og Mozart og Strauss ef ég man rétt, sunnudag kl 16 500 kr inn), brúðkaupsspilamennska og tvö afmæli. Hlakka til.

föstudagur, júlí 21, 2006

Ég vil líkjast Daníel og...

þá er ég búin að læra þriðja hljómin :) Get s.s. spilað nánast hvað sem er! Reyndar verður allt að vera í A dúr en hverjum er ekki sama um það :)
Auglýsing síðasta bloggs hefur heldur betur skilað árangri!
Er að fara á Ölver með sænsku vinunum í kvöld og svo ætlum við Gróa líka út á laugardag. Ennþá er samt hægt að skrá sig sérstaklega í seinni ferðina ;)

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Gleymdi!

Eins og ég sagði áðan þá leiðist mér og eins og ég sagði í póstinum á undan á ég miklar áfengisbyrgðir. Það sem ég hef hins vegar ekki sagt er, að ég horfði á Beverly hills í gær (eða Melrose place, veit ekkert hvort er hvað) og þau voru í kareokí. Ég er s.s. búin að álveða að fara í kareokí næstu helgi og allir eru velkomnir með (og fá að hjálpa mér að grynnka á áfengisbyrgðunum!
Skráning fer fram í kommentakerfi og í síma 6913872.
Yfir og út!

Mér leiðist!

Og ég sem hélt að Ísland yrði eitt stórt partý!
Það er þó ekki með öllu slæmt að mér leiðist, það veldur því að ég hef gert ýmislegt, og ætla að gera ýmislegt sem ég hefði aldre gert annars.
Ég fer í sund og syndi so gott sem á hverjum degi.
Ég er byrjuð að æfa mig á gítar (!?!!?) fyrir sunnudagaskólann í vetur! Enn sem komið er, er tikkítikkítaaaa... eina lagið sem ég hef spilað (með pásu í hljómaskiptunum).
Ég er að bíða eftir stærðfræðibókunum mínum svo ég geti lesið upp það sem ég trassaði í vetur og náð prófinu með stæl í haust :)
Ég er búin að vera að vesenast fram og til baka í skólamálunum mínum og næsti vetur fer alveg að komast á hreint. Ég er komin inn í einn "heilsukúrs" (bara lítill kúrs) og einn frumulíffræðikúrs. Var svo að sækja um líftæknikúrs og "mikrobiologikúrs" í tækniháskólanum og er búin að senda fyrirspurn um hvort ég geti komist í kórstjórn eða kammer í tónlistarháskólanum. Ég á hins vegar eftir að sækja um einn frumuefnafræðikúrs. Ef ég kemst inn í allt þetta verð ég í tvöföldu námi eða svo gott sem næsta vetur... það er kannski fullmikið (skoh, maður er farinn að læra af reynslunni ;)) en þá get ég bara valið úr það sem mér finnst mest spennandi (og passar í stundatöfluna).
Draumurinn er: Stærðfræðipróf í haust (góður draumur ha!), Frumulíffræði sept-okt/nóv, Heilsukúrs sep-jan, Líftækni sept-des. Svo væri gaman að fara í lítinn kórstjórnar eða kammermúsíkkúrs með... þá klára ég 32 einingar á haustönninni (20 er venjulegt... en ég er nátla að taka upp 10 e. stærðfræði sem ég trassaði...) plús mögulega smá músík sem ég lít nú bara á sem hobbý. Úff, gott að plana smá aksjón þegar maður er að drepast úr leiðindum. Ég er líka með smá samviskubit yfir leti síðasta árs... kannski ekkert gífurleg leti þannig séð, meira óheppni... en nú verður meiri harka! Það er reyndar alls ekkert víst að ég komist inn í tónlistarkúrsa eða tækniháskólakúrsa en þá tek ég bara e-n efnafræðikúrs (er ekki svo mikið má að skrá sig í bara í haust). Og ef í harðbakka slær er víst aldrei vandamál að komast inn í stærðfræðina, bara að mæta í fyrsta tíma svo þetta reddast.
Jábbs, þá er ég búin að hugsa upphátt.

mánudagur, júlí 10, 2006

Er nú eiginlega í bloggfríi...

Jújú, ég hef það bara fínt. Finnst bara lítil ástæða til ða vera að blogga þegar ég er á Íslandi... er líka með nett tölvuóþol...
ég myndi alla vega ekki búast við miklu af mér í sumar...
En samt smá hælæts:
Svíþjóð- Barcelona-Frakkland-Svíþjóð-reisan var frábært! Skruppum líka til Sviss og Ítalíu en höfðum það umfram allt bara kósý í Ölpunum.
Svíþjóð-Íslandsferðin var frekar þreytt... enda morguninn eftir flugið frá Frakklandi... sem var nb. seinkað um 2 tíma.
Akureyrarferðin síðustu helgi var ekki svo slæm! Alltaf gaman að spila fótbolta og ekki spillti að við unnum meira að segja síðasta leikinn! Þetta verður pottþétt endurtekið að ári liðnu.
Annars er það bara vinna og hitta fólk næstu 2 mánuðina. Ég á fáránlega stórar áfengisbirgðir hér á landi og ekki margir sem eru til í að drekka þær með mér...
Svo er ég í fríi á miðvikudögum og fimmtudögum og rúmlega aðra hverja helgi, auglýsis hér með eftir fólki til að skemmta mér þá.