föstudagur, júní 29, 2007

Góð hugmynd Guðrún!

Af einhverri ástæðu þótti mér góð hugmynd að kaupa eldrauðan hárlit í Tékklandi.
Fékk svo þessar snilldar hugmynd að það væri nú upplagt að nota hann núna um helgina!?! Svo núna er ég með appelsínugult hár á leið að heimsækja Gróu í Orkester Norden, góð hugmynd Guðrún!
Hlakka annars til að fara í útilegu :) Við Hrefna gistum eina nótt þegar hún var hér og það var alveg meiriháttar! Ekki spillti veðrið og hvað þá frönsku pulsubrauðin og kjaftasögurnar ;)
Það er allt útlit fyrir rigningu í þessari ferð og maturinn er mun civiliseraðri. Enég er þó með gulrótarlitað hár!!

fimmtudagur, júní 28, 2007

Ég elska kúrsinn sem ég er í!

Distanskúrs um mat í Evrópu, gæti ekki veirð betra. Er að ræða um mat við fólk aðalega frá Frakklandi og Tékklandi sýnist mér um mat... eini gallinn er að maður verður víst líka að lesa e-r bækur en prófin virðast nú vera frekar einföld og byggjast mest á að maður getur sagt hvað manni finnst (og stutt sig við það sem maður hefur lesið í kúrsinum). Líst mjög vel á þetta.
Ósjitt! Setti víst í þvottavél um eittleytið og klukkan er 16. Kannski komin tími til að ná í þvottinn!

þriðjudagur, júní 26, 2007

Næsta

Pabbi stóð undir væntingum... eins og við mátti búast ;)
Nú eru foreldrarnir hins vegar farnir og maður myndi halda að allt væri að komast í eðlilegt horf. Óþarfi samt að halda að mér leiðist nokkuð hér! Hef verið að hjálpa Bryndísi og Sigurjóni að koma dótinu sínu í gám og þrífa (þau eru að flytja heim) síðustu tvo daga eða síðan mamma og pabbi fóru. Svo er ég líka byrjuð að setja okkar dót í kassa því það styttist í að við fáum okkar íbúð afhenta :)
Svo hef ég keypt flugmiða fyrir mig heim í ágúst. ég kem 5. ágúst og fer til baka 20.
Öllum velkomið að skemmta mér á þessum 2 vikum :)
Svo er það annað: er nokkur ástæða fyrir mig að taka básúnuna með mér heim fyrir þessar 2 vikur? Þurfið ekkert að segja mér ða ég geti nú alveg sleppt því að æfa mig þessar 2 vikur (ég veit
sjálf að það færi sko ekkert með "formið" sem ég er í ;)) en spurningin er eiginelga meira; eruð þið með gigg fyrir mig á þessum 2 vikum??
Bara að spá...
Við Jonas erum að fara að hitta Gróu um helgina! Ætlum að keyra til Arvika og hlusta á Gróu spila með Orkester Norden. Það verður gaman.
Annars er ég öll lurkum lamin eftir flutningana (hjá Br. og Si.) langt síðan ég hef unnið e-a líkamlega vinnu :Þ
Farin að sofa

þriðjudagur, júní 19, 2007

Alein heima

Það hefur nú bar ekki gerst í háa herrans tíð... finnst mér alla vega.
Hrefna farin heim, mamma í pössun hjá Birnu frænku, pabbi enn á fundum í Danmörku og Jonas í vinnunni. Það mætti mér reyndar köttur þegar ég kom upp á mína hæð. Hann á heima hérna beint á móti og ég gerði þau mistök að tala vinarlega við hann. Hann tók ekkert annað í mál en að koma í heimókn til mín svo það tók mig dágóða stund að koma honum út.
Uppgvötvaði svo að ég gleymdi lyklunum í skránni og hef enn ekki sótt þá því ég nenni ekki að berjast aftur við köttinn :Þ
Verð reyndar að fara að leggja til atlögu því ég á pantaðan þvottatíma fyrir korteri...
Ef ég er heppin eru eigendurnir komnir heim...
Annars hefði kannski verið fallegt af mér að skrifa e-ð merkilegt þegar það er svona langt síðan ég hef skrifað...
Þýskaland var alla vega stuð, Tékkland stuð, Hrefna stuð, mamma stuð, býst við að Pabbi verði stuð og vona innilega að pakk verði stuð og veggfóðursniðurrif sömuleiðis...
ef ekki þá verður alveg örugglega Íslandsferð í ágúst stuð. Endilega komið með tillögur að hvenær ég á að vera á Íslandi í ágúst!