fimmtudagur, september 27, 2007

Hey!

Loksins þegar ég er komi í blogggírinn og finnst ég vera búin að skrifa sniðug og hnittin blogg þá fæ ég engin komment á hvað ég er sniðug og skemmtileg!
Ég sem er að fara í munnlegt próf með óþolandi Hollendingum og 3 í viðbót í fyrramálið og kann ekkert og skil ekkert og finn enga einbeitingu
til að setjast niður, klára að fara í gegnum efnið og byrja að rifja upp!
10,5 tími í prófið :/

miðvikudagur, september 26, 2007

Símsölufólk

Hringir hingað í tíma og ótíma að bjóða okkur allt milli himins og jarðar! Reyndar hefur það sjaldnast áhuga á að tala við mig, yfirleitt vill það tala við þann sem sér um rafmagnsreikninginn (Jonas), þann sem borgar í lífeyrissjóð (Jonas), herra eða frú Haraldsson (Jonas eða... alla vega ekki ég!) en í dag vildu þau ekki tala við Jonas og ekki mig heldur mömmu mína eða pabba! Það þótti mér best ;)
Það sem er reyndar allra best er að það er í 90% tilvika hringt um miðjan dag. Trúiði mér, ég hef bent þeim á að flest venjulegt vinnandi fólk er einmitt ekki heima hjá sér þá...

þriðjudagur, september 25, 2007

umræður í tíma

Óþolandi Hollendingurinn: Þú ruglar greinilega oft saman "figure" og "table", þú ert tvisvar í þessum tíma búin að fletta upp á "figure xx" þegar það var í raun "table xx" sem við vorum að tala um og.
Ég: (sagt með röddu u.þ.b. við frostmark): Já, þetta er nú alveg hræðilegt, best að ég taki mig nú á, þakka þér kærlega fyrir að taka þetta líka mikilvæga málefni upp (lokn líklegast undir frostmarki).

svo kom e-ð muml um kaldhæðni... kemur mér reyndar töluvert á óvart að hann fattaði það blessaður...

sunnudagur, september 23, 2007

ein smá stafsetningardílemma

Orðið leiti/leyti finnst mér mjög pirrandi! ég veit að Gróa á le*ti er ekki eins skrifað og um 6-le*tið en get ómögulega munað hvort var hvað!!
Gróa þú getur kannski hjálpað mér ;)

En ekki hvað!

Haldiði að ég og Jonas höfum ekki bæði fengið verðlaun í keppninni á útimarkaðnum í dag! Ég var með 23 af 24 rétt og Jonas 22 af 24. Jonas fékk sín stig með heiðarlegri vinnu á meðan ég náði mínum stigum með því að herma eftir honum og fólkinu sem sat á móti okkur :Þ
í verðlaun fékk ég svartan stuttermabol í stærð XL merktan sementverksmiðju í næsta bæ. Jonasar verðlaun voru ekki síðri, pínulítið mosagrænt kerti sem á eiginlega að vera í glasi held ég svo það bráðni ekki út um allt.
Ég held ég ætti bara að taka þátt í lottói á næstunni, ég finn það bara á mér að ég er heppin þessa dagana. Ekki nóg með þennan glæsilega sigur (veit reyndar ekki í hvaða sætum við lentum) í dag, heldur var ég gestur númer 7766, 7788 og 7799 á síðunni minni. Það finnst mér smart.

Útimarkaðir

Í gær, laugardag, vöknuðum við Jonas kl 7:00 (eða Jonas vaknaði kl 7:00 og undirbjó allt á meðan ég neitaði að það væri kominn dagur til kl 7:30).
Ástæðan var sú, að Jonas hafði fengið svona líka hræðilega góða hugmynd að fara á Södra Esplanaden (sem er nokkurs konar flóamarkaður í Lundi) og selja gamla draslið okkar! Ég var nú ekkert yfir mig spennt, ekki bara vegna þess að ég þurfti að fara svona snemma á fætur (maður þarf að vera mættur 6:30 ef maður vill fá bestu plássin!) heldur fannst mér eiginlega alveg absúrd að e-r hefði áhuga á gamla draslinu okkar sem ég vildi helst að færi beint á haugana! Það er svosem skemmst frá því að segja að ég skemmti mér nú bara ágætlega þegar fór að líða á morgunin og fékk keppnisskapið (og peningagræðgin) að njóta sín þegar leið á. Ég var bara nokkuð sátt þegar við fórum heim um 2-leitið (þo ég hefði glöð vrið lengur og grætt meira ef einhverjir kúnnar hefðu veirð eftir) með meira en 400 sænskar krónur í hreinan gróða! Hefði Kannski ekkert spes tímakaup en ágætis skemmtun :)
Í dag er svo flóamarkaður hérna fyrir utan hjá okkur fyrir fólkið í hverfinu. Við fórum samt með afganinn af dótinu fá því í gær til góðgerðasamtaka svo ekki tökum við þátt í dag. En ætli maður kíki nú ekki út bráðum og heilsi upp á grannana og kaupi líffrænt ræktað grænmeti sem á víst að selja líka. Svo verður víst e-r keppni líka svo kannski fær keppnisskapið að njóta sín... með hinum krökkunum :/

fimmtudagur, september 20, 2007

ooog eitt í lokinn ;)

Var að laga linkalistann minn, hann er búin að vera mjög úreltur síðustu mánuði... vona að hann sé komin í lag núna, annars bara að kvarta ;)

Lunds Kammarkör

Loksins er ég komin í alvöru kór (þið afsakið íslendingakórsmeðlimir...)!
Sótti um í 2 kórum í haust og komst inn í báða sem er góð tilbreyting frá síðustu 2 árum ;)
svo nú syng ég 1. sópran í Lunds Kammarkör... ég hef ekki sungið 1. sópran í 8 ár eða svo og síðustu 2 ár hef ég bara sungið alt!
Ég er búin að mæta á 2 æfingar og líst bara ágætlega á. Ég er samt varla byrjuð að syngja, finnst ég mest bara "raula" kannski sérstaklega þar sem allir hinir sópranarnir (eða svona þeir sem sitja í kringum mig) hafa væntanlega lært söng aðeins lengur en hálft ár :/ Svo kunna þau allt efnið nokkuð vel enda að fara að taka það upp núna um helgina. Ég slepp sem betur fer við það enda á ég ekkert erindi þangað enda ekki einu sinni búin að syngja allt í gegn. Ég er hins vegar að fara að syngja á tónleikum með þeim næsta miðvikudag takk fyrir! Við erum að fara að syngja Sestina eftir Monteverdi. Sungum það í gegn í síðustu viku og ég man að ég gat ekki beðið eftir að við værum búin, s.s. eina verkið sem mér hefur fundiðst leiðinlegt hingað til ;)
Ég komst að því á síðustu æfingu að þau syngja yfirleitt í blandaðri uppsetningu og mikið óskaplega líst mé vel á það :)

Hvað skal segja?

Hef verið með tölvuofnæmi síðustu vikur, það virðist í rénum því ég er búin að útrétta helling í gegnum tölvuna í dag.
Annars ætla ég bara að láta eins og ekkert hafi í skorist og að ég hefði bloggað síðast í gær.