þriðjudagur, október 31, 2006

Ósjitt!!

Var að koma af Brahmshljómsveitaræfingu, tónleikar á laugardag og ég gat ekki spilað eina einustu nótu yfir f (veit ekkert hvort það er lítið eða einstrikað eff, bara eff fyrir ofan f-lykilinn, neðst i g-lykli). Það væri svosem ekki svo slæmt nema hvað að þessi Brahms skrifaði fyrstu básúnu fyrir altbásúnu og það er ekki nema svona 10% af nótunum undir þessu tiltekna effi, ergo ég get bara spilað 10% af nótunum mínum og sé ekki fram á að hafa möguleika á að redda því! Heima get ég spilað allt (þó með herkjum) en það fer allt í köku með hljómsveitinni og ég þekki verkið ekki fyrir fimmaura. Próf á föstudaginn og engin tími til að æfa sig... myndi gefa mikið fyrir að geta farið eins og 1,5 ár aftur í tímann, þegar ég var í formi... vá hvað það er langt síðan!

mánudagur, október 30, 2006

Togstreita

ég er tímabundið hætt að borða nammi. Uppáhaldshauskúpurnar mínar voru að koma í hverfisbúðina mína, ferskar og nánast ómótsæðilegar!
Þess má þó geta að ég hef ekki keypt neinar og þar að auki er ég búin að læra samanlagt í 5 tíma í dag og klukkan er 13.00
Hahh!

sunnudagur, október 29, 2006

á síðustu stundu...

Ég á að stjórna kóræfingu á morgun og var lítið búin að pæla í hvað það myndi innibera... vorum e-ð að pæla í því ég og Jonas og snöruðum af því tilefni í eins og eina útsetningu! Svo heppilega vill til að við eigum ekkert nótnaskriftaforrit og Jonas skrifar miklu betur en ég svo ég er búin en Jonas á fullt eftir...

föstudagur, október 27, 2006

Í dag

var gefin út stormviðvörun
Það var hundleiðinlegt veður, rok og rigning og frekar kalt. Ákvað bara að læra heima í dag sem ég og gerði, merkilegt nokk!
Í dag sá ég jins vegar líka 3 manneskjur á stuttbuxum! Hvað er málið!
Fyrst ég er byrjuð að hneykslast á klæðaburði: þa er pönkarastelpa (reyndar slatti af pönkarafólki) með mér í frumulíffræðinni. þessi stelpa var líka með mér í efnafræðinni í fyrra. Hún er með asnalega klippingu og nýjan og nýjan hárlit. Hún er með göt um víð og dreif og gatta hér og þar. Allt í góðu með það. Núna í haust hef ég hana hins vegar grunaða um að hafa fitnað síðan í fyrra! Allt í lagi með það, það ehem, getur víst komið fyrir besta fólk :/
Nema hvað, hún er ennþá í sömu fötum! Núna er hún s.s. í þröngum gallabuxum... númeri of litlum, töff svona stutterma bolum minst einu númeri of litlum (hljóta að hafa hlaupið í þvotti líka!!) og það er hræðilegt! Muffeinsið, eins og hún Bryndís orðar það, flýtur yfir buxnastrenginn og bolirnir ná ekki yfir nafla! Þetta fer alveg sjúklega í taugarnar á mér og ég stari úr mér augun! Var að reyna að sætta mig við þetta um daginn og hugsaði að þetta væri kannski enn eitt pönkarasteitmentið, þíð vitið, ekkert að fela það sem maður hefur eða e-ð... tókst ekki að sannfæra sjálfa mig. Svo var með henni í hóptíma um daginn og hún var ekkert skemmtileg við mig. Ég er búin að ákveða að það er út af því að hún er öfundsjúk yfir því að ég geng í fötum sem passa á mig.

fimmtudagur, október 26, 2006

Skiptileikur

Hann Óskar vinur minn og ektamaki... ekki minn heldur Hörpu... tja, ektamaki... þau eru ógift...er hann þá óektamaki? Mér finnst hann nú ansi raunverulegur svo ég kalla hann ektamaka!
Alla vega, hann óskar hefur startað ákveðnum skiptileik. Ansi áhugaverður skiptileikur get ég sagt ykkur... djí, óskar er bara miklu betri penni og sölumaður en ég svo farið bara inn á skiptisíðuna hans og fáið upplýsingarnar frá fyrstu hendi!

Ps: ég er orðin mjög flink í hlekkjunum eins og þið sjáið! Hins vegar fyrir ykkur minna tæknivæddu en mig (ef einhverjir eru!) hef ég link á síðuna hans hér líka: einlitillyklakippa.blogspot.com

miðvikudagur, október 25, 2006

Enn eitt inntökuprófið

Eins mikið og mig langaði í kór í haust, þá nenni ég varla í þetta inntökupróf sem ég er að fara í í dag. Hundleiðinlegt að fara í inntökupróf kvefaður og svo er svo mikið að gera akkúrat núna að ég sé varla fram á að hafa tíma til að stunda þennan kór... og þar að auki í Malmö :Þ
En ég ætla nú að gera mitt besta (miðað við aðstæður... finn að ég heyri bara hálfa heyrn og myndi helst vilja sitja á meðan ég syng til að eyða ekki of mikilli orku skiljið þið...). ef ég kemst ekki inn verð ég ekkert mjög svekkt og ef ég kemst inn verð e´g bara mjög ánægð með sjálfa mig og bý til smá tíma :)

þriðjudagur, október 24, 2006

Ég er að fara til Póllands eftir 3 vikur :)

Hlutirnir gerast hratt hér í Svíþjóð (tjah, eins og á Íslandi en bjóst ekki við því hér). Í síðustu viku var ég ekki í neinu tónlistartengdu nema kór Íslendingafélagsins einu sinni í viku og mætti einstaka sinnum á lúðrasveitaræfingar til að hjálpa til. Núna, er ég í lúðrasveit, sinfóníuhljómsveit og "spexi" og á morgun fer ég í inntökupróf í kór í Malmö. Næstu helgi eru 3 sýningar á spexinu (getur samt verið að ég þurfi ekki að vera á þeim) og helgina á eftir spila ég á tónleikum með bæði lúðrasveitinni og sinfóníuhljómsveitinni. Helgina þar á eftir fer ég til Póllands með sinfóníuhljómsveitinni og þvínæst er árshátíð hljómsveitarinnar og helgina þar á eftir er komið að "fyrstadesballinu" (kórinn... allir Íslendingar á Skáni).
Mér ætti nú ekki að leiðast mikið það sem eftir er árs... verst að ég er ennþá með hita og kvef...
En mikið er ég orðin þreytt á "sænsku Guðrúnu". Sænska Guðrún er nefninlega töluvert ólík þeirri íslensku. Aðalmunurinn er hvað hún er feimin. Svo er hún líka nánast snobbuð og tekst barasta aldrei að segja neitt sniðugt, hún er nú eiginlega bara ekkert fyndin og tekst iðulega að misskilja allt... fór t.d. að þrífa básúnuna mína (!?!) í hléinu á hljómsveitaræfingu í dag því ég meikaði ekki að heilsa upp á fólkið í hljómsveitinni sem var örugglega fínasta fólk! Góðu fréttirnar eru þó þær að sleðinn á básúnunni er nokkuð fínn núna og tilbúinn í átökin!

sunnudagur, október 22, 2006

Halló vín?

Hef ekki hugmynd hvenær sú hátíð er en hún hlýtur að vera bráðum eða nýyfirstaðin því hér er allt fullt af graskerjum og öðru skrauti. Við Jonas ákváðum að gera graskerssúpu í dag. Fyrst Jonas hafði nú á annað borð keypt þetta fína grasker með "höfuðlagi" urðum við náttúrulega að láta reyna á útskurðar hæfileika okkar og þetta er útkoman:



Óhótrúlega fínt er það ekki :)
Graskerssúpan var líka mjööög góð. Það er slatti eftir og líka graskersfræin sem vi ætlum ða geyma. Hver veit nema við gerum graskerspæ úr afgöngunum ;)

Annars er ég ennþá veik og það má sko alveg vorkenna mér helling! Mætti samt í partí á föstudag (og stoppaði að sjálfsögðu stutt) og mætti á "spex"æfingu í dag. Þetta er hins vegar u.þ.b. allt sem ég gerði um helgina fyrir utan að borða og sofa... lýsir hversu orkumikil ég var. Á morgun er ég hins vegar í skólanum frá 9-17:30 (tvíbókuð milli 14.30 og 16:15 meira að segja!) og svo spexæfing frá 18- seint... held ég verði svolítið þreytt þegar ég kem heim...

föstudagur, október 20, 2006

Uppgvötun

Verð bara að deila þessu með ykkur.
Hef lengi velt fyrir mer sumu af þessu heilsukjaftaæði, af hverju maður á að velja spelti framyfir hveiti, hrásykur framyfir hvítan o.s.frv. Hef einhvern vegin aldrei beint heyrt nein góð rök nema að þetta og hitt heilsudjótið sé náttúrulegra og hollara... eða e-ð álíka djúpt...
Var í búðinni áðan og skoðaði innihaldslýsinguna á hrásykri og strásykri (rímar haha!). Orkan í 100 var annars vegar 1680 kj og hins vegar 1700 kj. Það er náttla sama sem engin munur! Svo fór ég að hugsa um það sem ég er búin að vera að skrifa í dag fyrir skólann og bingó! Hrásykur er minna unninn en strásykur, þ.e. kolvetnin hafa ekki verið einfölduð jafnmikið og brotin iður=>kolvetnin eru flóknari => þau eru hægari! Og hvað er svona gott við það? Jú, þettaer jafnmikill glúkósi sem fer út í blóðið en líkaminn er lengur að vinna úr því þess vegna fer glúkósinn mikið jafnara út í blóði yfir lengri tíma. Þetta gerir það að verkum að líkaminn vinnur mun betur úr sykrinum og minni líkur á að hann breyti honum strax i fitu og minni líkur á blóðsykurfalli :)
Mikið er ég ótrúlega gáfuð :)
Langar sko til að skrifa heilan heling í viðbót en mér vefst bara tunga um tönn við að skrifa á íslensku :/ verð víst líka að halda áfram með verkefnið...

Kyssuleg

Vaknaði mjög morkin í morgun, druslaðist á fætur og strax aftur í rúmið...
Fór svo á færut um 10, leit í spegil og var svona líka kyssuleg!
Síðasta árið mitt í LHÍ voru varirnar á mér krónískt bólgnar (mjög kyssulegt sko) og ég náttúrulega sannfærð um að það væri út af því að ég var svo duglega að æfa mig :)
Ég var víst dugleg að æfa mig síðasta árið! Held samt ekki að það hafi verið málið, því ég er líka búin að vera svon í haust og þó hef ég ekki snert básúnuna meira en í mesta lagi 1 sinni í viku... held þetta sé bara svona skemmtielgt ofnæmi eða e-ð í þá áttina sem ég virðist fá svona um það leyti sem ég er að verða veik... ákvað alla vega að vera bara skynsöm og vera heima í dag, ætla í staðin að vera dugaleg að læra (bjartsýnina ðdrepa mig svona fyrri part dags)! Er nefnihnlega a-ð fara að vera með í "spexi". það er e-r svona stúdentafíflagangur, hálfgerður söngleikur. Það eru æfingar á hverju kvöldi frá því núna á sunnudag fram að næstu helgi en þá eru sýnigar. Það er eins gott að vera orðin hress því ekki nóg með að ég ætli að spila eins og engill þá ætla ég líka að vera ótrúlega sniðug og skemmtilega og eignast fullt af vinum sem vilja leika við mig og biðja mig um að spila með sér og svona. Þrátt fyrir að ég hafi spilað að meðaltali 2 klukkutíma á mánuði síðasta árið held ég að félagslegi hlutinn verði erfiðari...
En í kvöld er kórpartí/vídjógláp.
Kannski verð ég ofuskynsöm og held mig heima, ef ekki ætla ég pottþétt að setja eldrauðan varalit á mínar kyssulegu varir...

miðvikudagur, október 18, 2006

og annað

Mig vantar gott ráð til að fá nágrannana okkar til að hætta aðm setja ruslapoka út á stigaganginn... og geyma þar í 2-3 daga!
Fer ótrúlega í taugarnar á mér! ekki það að mér þyki e-ð gamana ð fara út með ruslið en ef ég nenni ekki þá set ég alla veg ekki pokann svona á stigaganginn, annað hvort hef ég hann bara inni í ruslaskáp eða hef hann fyrir innan dyrnar hjá mér. Það er meira að segja kominn miði á tilkynningatöluna sem bannar að hafa niokkuð á stigaganginum af eldvarnarásætðum. Hef litlar áhyggjur af að pokinn sé fyrir ef maður þarf að flýja út úr húsinu vegna bruna en það er sérstaklega tekið fram með ruslapoka...
Þegar Sigrún var hérna Skildi ég minn ruslapoka eftir fyrir utan hjá þeim. Fékk smá kikk út úr því en samt ekkert svo mikið.
vantar e-r drastískari ráð!

Að sjálfsögðu

gleymdi ég að láta ykkur vita hvað Brynhildur er frábær krakki! Alveg ótrúlega vel uppalin og skemmtileg og algjör meistari í andlitssvipbrygðum!

Ég er

... með hálsríg!
Var að horfa á sjónvarpið í "gymminu" og af öllum tækjum þurfti e-r kall að skella sér á það tæki sem skyggði á sjónvarpið svo ég þurfti að hlauða á ská! Ég meina, ég var í miðu "tradin spouses" eða e-ð svoleiðis. Æsispennandi þáttur þar sem tvær fjölsk. í Bandaríkjunum skipta um mömmur, ekkert kinkí þó. Þetta eru alltaf mjög ólíkar fjölskyldur, iðulega ein lummuleg úti á landi og önnur hipp, rík og kúl inni í borg. í þessum þætti var ein rík "íturvaxin" svört kona send út á landi til "jógagúrúfjölskyldu". Það var mjög fyndið, engin húsgögn, allir sváfu í flatsæng áí einu herbergi og vaknað kl 6:30 til að spila á flautur og stunda jóga... þau gengu aldrei í skóm og fóru út í skóg að faðma tré... ég er alls ekkert að ýkja!
Konugreyið reyndi að spila með a´meðan þau reyndu að frelsa hana en svo þegar hún ætlaði að fá að ráða í einn dag, láta strákana fá skó (þeir voru u.þ.b. 18 ára og áttu ekki skó!) þá varð nú allt brjálað! vá ég gæti alveg misst mig þetta var svo fríki! Kallin hafði gjörsamlega heilaþvegið fjölskylduna! Þau gerðu aldrei neitt í sitthvoru lagi, akkúrat ekki neitt! Hæsta lagi fóru á klósettið! Konufgreyið í stórborginni reyndi líka að frelsa fjölskylduna þar með litlum árangri... en hvað er ég að blaðra um þennan sjónvarpsþátt!
Þeir sem vilja nánari útlistanir eða heyra mínar skoðanir um þetta verða bara að meila eða hringja!
Ástæðan fyrir því að ég er búin að vera svona löt undanfarið er að það er búið að vera ansi mikið að gera (á Svíþjóðarmælikvarða sem er mun minni kvarði en íslenski kvarðinn minn verð ég að viðurkenna). Fyrst áttum við Jonas afmæli og þar var bara svolítil törn, svo komu mamma og pabbi í heimsókn og þeim varð að sjálfsögðu að skemmta (og við skemmtum okkur bara ljómandi vel sömuleiðs í leiðinni :) mjög gaman að fá þau í heimsókn!) og svo beint á eftir komu Sigrún og Brynhildur í heimsókn í heila viku!
ekki þaða ð þær hafi verið mjög kröfuharðar en það er bara svo gaman að kjafta við þær að ég hafði rétt svo tíma til að mæta í tíma og ekkert meir. Svo fóru þær og þá voru örfáir dagar í próf og ég löngu búin að gleyma hvernig maður situr á rassinum og les... þar að auki var allt of mikið af freistandi íslensku sælgæti upp í skáp... svo ég fór mjög illa lesin í próf í gær sem hefði svosem reddast ef maður þyrfti ekki að fá 6 til að ná... maður má alltaf vona, ég náði nú stærðfræðiprófinu í haust! En líkurnar eru ansi litlar... þá tók við dagur í sjálfsvorkun og sjónvarpsgláp en hér er ég nú!
Hef enga afsökun fyrir leti lengur!
Fór út að skokka í gær og í ræktina í dag (á víst árskort sem gildir til loka janúar, best að dusta rykið af því). Svo er markið sett hátt á morgun, ætla ekki að kveikja á sjónvarpin fyrir kvöldmat og ekki eyða miklum tíma í tölvunni nema til að læra!+
Háleit markmið maður...
bar að var ykkur við, þetta verður langt blogg... gæti alveg skipt því í nokkur en nenni því ekki.
Maður er alveg komin með munnræðu eftir alla þessa "þögn"
Alla vega, þegar ég var úti að skokka í gær mætti ég bekkjafélaga úr kúrsinum og aþr sem e´g var alveg ein að skokka í meira en háftíma fór ég að hugsa... misgáfulegar hugsanir þó. Þessi strákur er mjög líkur stráki sem var í MH á sama tíma og ég. Þekkti þennan strák svosem ekki neitt en hann er jafngamall mér og var í nokkrum kúrsum með mér. eins og ég segi, þá þekki ég þennan strák úr MH svosem ekki neitt en var svosem alveg með það á hreinu að hann væri nörd 8s+ást nú alveg utan á honum auk þess sem vinirnir komu upp um hann) en þetta virkaði samt sem svona góðu og klár strákur. Þessi strákur úr líffræðinni er líka svona nörd (á alla vega nördavini) en svo var ég með honum í grúppu þar sem við héldum smá "fyrirlestur" fyrir hvort annað og hann útskýrði ótrúlega vel og skrifaði vel á töfluna og var í flottum bol... þá fannst mér hann ekki vera nörd lengur heldur bara mjög töff og hefði alveg getað orðið skotin í honum! Það er sko alveg rétt það sem sagt er, nördarnir eru bestu strákarnir og hana nú!
Að allt öðru og vonandi ekki alveg jafnasnalegu. ég er loksins búin að kynnast e-m í kúrsinum. Hún heitier Ahmid Mohamed (ef ég man rétt
). Hún kemur frá e-u útlandi. Hún asgði mér alveg hvaðan og ég man að ég ætlaði að kíkja á landakortið þegar ég kæmi heim. Kannaðist alveg við landið en gat ekki staðsett það. Og viti menn, ég er búin að gleyma hvaðan hún kemur1 Hún er samt búin að búa hér síðan hún var 10 ár og talar alveg fullkomna sænsku (ég hélt hún væri fædd hér). Það sama verður nú ekki sagt um alla innflytjendur hér (ég meðtalinn). Mér finnst samt svo merkilegt, hérna í hverfinu mínu búa nokkrur vandræðagemlingar (sems tálu hljólinu mínu í fyrra) sem koma "frá útlöndum". Þeir eru ekkert mjög gamlir kannski svona 10-12 ára og ég efast um að þeir séu nýfluttir hingað. Þeir tala að sjálfsögu sænsku en með sterkum hreim1 Mér finnst það ótrúlega merkilegt! Mamma hansd Jonasar segir að svonba pjökkum finnist svo töff að tala með hreim að þeir geri sér upp hreim! ég skil ekki...
Vá nú er ég heldur betur búin að vera einföld... mér er alveg sama!
Eitt í viðbót! Í heilsukúrinum mínum er stelpa sem er að æfa fótbolta og bauð mér að vera með!... æ, ég er reyndar ekki alveg viss hvort hún var að bjóða mér að vera með en hún var alla vega að bjóða annarri stelpu og ég tgróð mér kannski smá inn... Þetta er víst frekar nýtt lið. Þær unnu 5. deildina og eru því í 4. deild núna. Þær æfa bara 2 sinnum í viku núna og eru að fara að keppa í 7-mannabolta í nóvember. Ég var næstum búin að ákveð að koma á æfingu í dag en svo komum við okkur saman um að ég myndi fyrst koma mér í smáform! Þær voru að klára tímabilið sitt og eru því í toppformi! Ég nenni ómögulega að fá brjálað sjokki í fyrsta skipti sem ég mæti þannig að nú er það bara að koma sér í form! Ætla að mæta þegar þær eru búnar að keppa. Fékk reyndar smá sjokk þegar stelpan sagðist vera fædd 88! Ég vissi ekki að börn fædd 1988 mættu vera í háskóla! ég var byrjuð í skóla þegar þau fæddust!
Jæja, ætla að hætta þessu bulli! Lofa að skrifa meira regluelga, þá cverður þetta ekki svona langt og vonandi ekki alveg jafnasnalegt... trúi því varla a ég sé að fara að senda þetta svona næív og allt það ok búið bless

mánudagur, október 16, 2006

Ég skulda

fullt af bloggi!
Væri hins vegar alveg til að fá lánaða nokkra klukkutíma og orku til apð lesa :(
Frumulkíffræðipróf á morgun og ég er ekki nógu vel undirbúin :(
Held ég fari samt bara að sofa er e-ð slöpp... vil meina að ég sé að verða veik frekar en að hálfur kúlusúkkpoki afi e-ð með málið að gera...

Guðrún... sem var að koma af fyrirlestri um hæg og hröð kolvetni!

Ég skulda

fullt af bloggi!
Væri hins vegar alveg til að fá lánaða nokkra klukkutíma og orku til apð lesa :(
Frumulkíffræðipróf á morgun og ég er ekki nógu vel undirbúin :(
Held ég fari samt bara að sofa er e-ð slöpp... vil meina að ég sé að verða veik frekar en að hálfur kúlusúkkpoki afi e-ð með málið að gera...

Guðrún... sem var að koma úr fyrirlsetri um hæg og hröð kolvetni!

laugardagur, október 07, 2006

Stund milli stríða

Mamma og pabbi farin eftir stutt stopp. Hefðu gjarna mátt vera lengur... þá hefði ég kannksi munað eftir að láta pabba fá afmælisgjöfina sína sem var snyrtilega innpökkuð inni í skáp :/
Sigrún kemur svo á morgun! Er búin að reyna að era dugelga að "undirbúa"
og þá meina ég sko ekki þrífa (því er nú verr og miður) heldur meira ganga frá þannig í skólanum að ég þurfi ekkert að læra heima... tókst því miður ekki alveg. En nú er kominn tími til að fara að sofa!
er að fara að syngja tikkítikkítaaaa í fyrramálið :/

þriðjudagur, október 03, 2006

Pollýanna

Þakka þér kæra mýfluga fyrir bitin sem þú gafst mér. Án þeirra hefði mér aldrei tekist að vakna klukkan 6 í morgun og fara á fætur og byrja að læra klukkan sjö!!
Ég er mjög þakklát...
Var annars ansi dugleg fyrri part dags alla vega. Var ekki í neinum tíma í dag og tókst að halda mig frá því að kveikja á tölvunni til 14 sem þýddi að það var ekkert sem truflaði mig, eða nánast ekkert. Þar sem ein fíkn var tekin frá mér gat ég ekki haldið aftur af hinni... ég hakkaði í mig sælgæti eins og óð væri! En nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því, sælgætið er búið. Svona er maður nú praktískur!
Jebbs, farin að sofa. Ætlunin er að endurtaka leikinn, kannski sofa til 7 þó en læra þá áður en e´g á að fra í skólann kl 9:45 og þá þarf ég ekki að hafa neitt samviskubit yfir að gera ekkert nema mæta í tíma á meðan mamma og pabbi eru hér.

Góða nótt

mánudagur, október 02, 2006

Afsakið að ég svaf yfir mig, en það var ekki mér að kenna heldur mýflugunni!

Ég náði þó á réttum tíma í skólann en var ansi mygluð :(
Og hvað gerði mýflugan? Jú, var algjörlega óþolandi!
Við fórum að sofa frekar snemma í gær enda ekki vandþörf á eftir ævintýri helarinnar og raunar vikunnar. Það þýðir þó ekki að við höfum sofnað snemma... ég held ég hafi nú e-ð dottað milli 11 og 12 en vaknaði þá við þrumuveður. Svo fór mig að klæja ískyfggilega hér og þar og komst að því að á þessum klukkutíma hafði ég nælt mér í 3 bit! Svo fór ég að heyra þetta óþolandi suð við eyrað á mér reglulega og var alltaf að banda flugunni frá mér (maður sefur lítið við þá iðju). Ég passaði líka vel að fela mig vel undir sænginni svo flugan gæti ekki bitið mig (annars staðar en í andlitið þá...). Loksins gefst Jonas upp, kveikir ljósið og fer á fluguveiðar sem enduðu með einni veiddri og kramdri flugu. Þá andaði ég rólegar og reyndi að leiða hjá mér látin í þrumunum og blossana frá eldingunum. Svo byrjar þetta óþolandi suð aftur!! Sem fyrr bregður Jonas sér á fluguveiðar en verður ekki ágengt í þetta skipit. Loks gefumst við upp og reynum að sofa við suðandi flugu, þrumur og eldingar. Get ekki sagt að ég hafi sofið vel í nótt. Hef þ+o ekki enn fundið fleiri bit en þessi 3 sem verður ða teljast nokkuð gott.

sunnudagur, október 01, 2006

Úr yndislegri siðmenningunni í algera ómenningu

Úff, ætlaði nú aldrei að koma mér í að skrifa þennan pistil enda langt síðan ég hef skrifað síðast og ýmislegt gerst síðan þá!
Ætla bara að stikla á stóru enda myndi líklegast engin nenna að lesa smáatriðin.
Fyrri partur viku fór í undirbúning fyrir boð á fimmtudeginum og svo var skólinn og vinnan að þvælast fyrir okkur líka og við reyndum að sinna því eftir bestu getu. Afmælisveislan var svo frábær. Góður matur þó ég segi sjáf frá ;) melónubitar vafðir inn í loftþurrkaðaskinku, beikonvafðar döðlur, túnfisk og rækjusalat, melónu og ananasbitar, ostar pestó og vínber, súkkulaðihúðuð jarðaber og döðlur. Mmmmm.
Föstudagurinn fór mest í aumingjaskap hjá mér. Vaknaði reyndar til að færa Jonasi morgunmat í rúmið enda ekki annað hægt þar sem ég hafði fengið sömu trakteringar morguninn áður. Rétt skrapp í skólann til að ná í verkefni sem ég átti að vinna en varði restinni af deginum í algjöru kóma. Hafði gerst svo djörf að drekka 2 rauðvínsglös, ég endurtek TVÖ rauðvínsglös daginn áður... ekkert úthald maður
!
Svo var páversjoppaður alklæðnaður á manninn á hálftíma og borðað sushi í kvöldmat (og ég sem ætlaði að stikla á stóru! Er byrjuð að telja upp allt sem við borðuðum líka!).
Laugardeginum vörðum við í Köben með mömmu og pabba. Við fórum svo um kvöldið á þennan veitingastað. Sá sjónvarpsþátt þar sem fjallað var um veitingastaðinn. hann stóðst fullkomlega væntingar. Eini gallinn er sá að ég brenndi mig á matnum! Það var ekki vegna þess að hann væri of heitur heldur vegna eþss að hann var of kaldur!! Fengum möndlufrauð á milli rétta sem var kælt í fljótandi köfnunarefni (svona ein s og í barnatímanum í gamladaga, uppblásinni blöðru stungið ofan í og uppur kemur skorpnuð blaðra). Okkur var sagt að drífa okkur að borða þetta áður en það bráðnaði. Ég hlýddi og það stóð reykur út um öll vit hjá mér! Það var virkilega þess virði að prófa þennan stað! Mjög góður og skemmtilegur matur, algjör upplifun! Fengum líka alveg fáránlegan fjölda af réttum, ef ég tel allt með voru þeir örugglega yfir 20 en mjög lítið af öllu.
Þetta var hápunktur menningarinnar. Áleið heim náum við svo ómenningunni. Þvíkík vonbrigði að koma heim frá svona fínni Kaupmannahöfn og mæta svo draufullum Svíum, fyrst nokkrum í lestinni milli köben og malmö en þeir voru nú bara skemmtielgir, en liðið sem mætti okkur þegar við vorum á leið í lestina milli mamö og Lundar var mjög óskemmtilegt, draufullt og lestin var viðbjóðslegt eftir þau! Ælut út um allt og að sjálfsögðu tómar og ekki tómar bjórdósir og sull og svínarí út um allt. Glataður endir á annars frábærri "afmælisvertíð".
Nú er það bara kanínufóður í matinn næstu mánuðina til að bæta upp sukk vikunnar!
Komði nóg... fyrir löngu reyndar.