föstudagur, maí 12, 2006

Matur!

var að elda svo ógó góðan mat núna í hádeginu!
'tlaði að elda þetta í gærkvöldi en við vorum niðri í bæ og það var svo gott veður...
en alla vega, ég neyddist til að elda í dag því ég hafði erið svon fyrirhyggjusöm og tekið nánast hálft kíló af kjúklingabaunum út úr frystinum! Bjó til karrýmauk úr lauk hvítlauk chilli (nóg af chilii maður! ég set alltaf of lítið en tók 3 núna í satðin fyrir einn ;)) engiferrót og svo ýmis krydd (allt úr sollubók sko). En ég átti ekkert það grænmeti sem átti að vera í uppskrtiftinni svo ég skellt bara í e-u wokkgrænmeti og ferskum tómötum og svo leyinitrikkið: tómatþykkti! Held það hafi gert gæfumunin og svo nóg af chilli og þetta varð þúsund sinnum betra en venjulega! eini gallinn er að Jonas er farinn til Danmerkur á kóramót og ég er að fara að passa 6 ára frænku mína sem borðar bara pasta með tómatsósu... ég neyðist víst til að frysta herlegheitin...
en nú er ég farin að sækja frænku í leikskólann. Svo erum við að fara í píanótíma og að leika hér fyrir utan og svo inn klukkan 18:00 því þá byrjar barnatíminn...

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ! Stuð á spáni, við verðum í andalúsíu yfir miðjan júlí... hlakka til að sjá ykkur í sumar!

12 maí, 2006 16:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ, fékkst þú s.s. ekki að fara með á kóramótið;)??
Geturðu ekki sett smá chilli kjúklingabaunasósu útá hjá Emblu... tekur hún nokkuð eftir því:)

Bið að heilsa frænku og frænda ef þú sérð hann eitthvað!!

Ps. hvernig gekk á básúnuæfingu? Ertu að fara til Ítalíu í byrjun júní?

12 maí, 2006 17:11  
Blogger Guðrún said...

hæ Hugi! Aldrei að vita nema maður hittist í sumar! Ætlum reyndar að vera mest í Frakklandi...
HM: ég gaf litlu frænku okkar eina kjúlingabaun og hún gatekki einu sinni komið henni niður þessi elska... yhún fékk bara makkarónur og tómatsósu!

12 maí, 2006 18:13  
Blogger Guðrún said...

og já, veit ekki enn hvort ég er á leið til Ítalíu, þau fljúga klukkan hálfsex um kvöldið svo ég næ því tímanelga séð en ég sagðist bara ekki ætla að borga neitt svo ég sé hvað þau gera í því...
ef ég fer verð ég v´sit að æfa mig "aðeins". Þessi Nielsen er sko ekkert grín maður!

12 maí, 2006 18:15  

Skrifa ummæli

<< Home