miðvikudagur, maí 10, 2006

I'm on fire!

Þriðja bloggið á háftíma! Aðeins að vinna upp leti...
Var bara að velta mér uppúr smá hégóma...
Eins og flestir, er ég með teljara. Ég er alltaf mjög forvitin hverjir skoða síðuna mína og hversu margir o.s.frv. Ég er nú engin mega tölvuhakker en ég get þó alla vega séð hversu margir koma í raun og veru inn á síðuna mína á dag og frá hvaða landi. Listinn yfir löndin er orðin ansi langur. Að sjálfsögðu flestir frá ÍSlandi, næstflestir (og þokkalega margir að mér finnst þar sem ég hef sko ekkert "auglýst" síðuna mína hérna úti) frá Svíþjóð, svo Danmörk. Þar á eftir Bandaríkin (held ég þekki eitt par þar), Þýskaland, Bretland (og ég sem man ekki eftir að ég þekki nokkurn sem býr í Bretlandi!), svo spánn (þekki engan) Holland, Finnland og loks löng runa með einni heimsókn frá hverju landi: Kanada, Frakkland, Ástralía, Egyptaland, Indland, Noregur, Braselía, Tyrkland, Lúxemborg, Belgía og Japan!
Mér finnst þetta nokkuð langur listi og ég verð að viðurkenna að ég efast um að ég þekki/kannist við íslenskumælandi fólk sem dvelur í helmingnum af þessum löndum. Þetta er mystería.
Annars er ég sjálf algjör leyniblogglesari og les (kannski ekki á hverjum degi) miklu fleiri blogg en eru í tenglalistanum mínum hjá fólki sem ég þekki lítið sem ekkert... eða bara akkúrat ekki neitt! Er að spá í að fara í herferð og gefa mig fram á þessum síðum, það er nefninlega bara skemmtilegt/fyndið að sjá að það er e-ð fólk sem maður þekkir ekki neitt nenir að lesa buillið í manni... hvet því hér með mína leynilesara til að gefa sig fram ;)

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ :) Ég er ekki leynilesari, ákvað bara að skrifa af því að ég nenni ekki að læra... Mig langar agalega að sjá svona lista fyrir mína síðu, en mér tekst einhvern veginn ekki að láta hann virka :/ Þarf að halda áfram að reyna þegar prófin ljótu verða búin.

10 maí, 2006 16:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ Guðrún.
Þetta er eins og talað út úr mínu hjarta, ég er þvílíkur leynilesari *roðn*! En ég gef mig hér með fram og kvitta fyrir mig. Kíktu á bloggið mitt, eyrunva.blogspot.com.
Kær kveðja,
Eyrún MH-ingur

10 maí, 2006 17:12  
Blogger Þóra said...

Er ég leynilesari ef ég er með link á þig? Ég allavega les á hverjum degi.... Veistu hver les frá Japan? Ég er líka með einhvern frá Japan sem að les bloggið mitt og vissi ekki að ég þekkti neinn þar

10 maí, 2006 17:42  
Blogger Guðrún said...

Haha, ég les líka þitt blogg Eyrún... stundum... þú skrifar svo sjaldan kona! Og Þóra, þú ert engin leynilesari (og þar með er ég ekki leynilesari af þínu bloggi)... hef ekki hugmynd um hver gæti verið að lesa frá Japan en er ansi forvitin...

10 maí, 2006 18:37  
Blogger Tinnuli said...

Hvar fær maður svona sniðugan teljara??? minn er asnalegur.

11 maí, 2006 16:51  
Blogger Guðrún said...

Tinna, smelltu bara á teljarann! Þá ferðu inn á teljaraheimasíðuna og getur bara skráð þig!
Ps:ég gerði það alveg sjálf... sem þýðir að það er mjög einfalt ;)

12 maí, 2006 12:49  

Skrifa ummæli

<< Home