sunnudagur, maí 07, 2006

Sumarsumarsumar

úúújjeeee!
Það er komið sumar! Mér reiknast svo til að hér sé þá 5 mánaða sumar!
Ég er hætt að kvarta undan snjóhörkunni síðasta vetur, eins og maður geti ekki lifað af í þennan stutta tíma!
Pabbi er búin að vera í heimsókn síðan í fimmtudag (fór í dag) og við erum búin að lifa eins og kóngar ;)
Búin að fara út ða borða á Líbanskan stað, borða sushi, borða sænskan mat, borða bollur með loftþurrkaðri skinku, mozzarella, tómat og piparrótarsósu :), búin að borða... jah, þið fattið, fullt af góðum mat :)
Ég og pabbi fórum svo í hjólreiðatúr á föstudag í yndislegu veðri í "Fuglasöngsdalinn". Það var gott og svo erum við búin að vera að túristast bæði í Lundi og Malmö.
Í dag skiluðum við pabba svo í lestina, fórum á tónleika hjá litlu frænku (sem var voða flink að spila fjórhent með 5 ára jafnaldra sínum en þau voru hiins vegar minna flink í að hlusta á hina krakkana og ég var mjög fegin að eiga þau ekki og þurfa ekki að skammast mín neitt ;)) og erum svo bara búin að liggja úti í sólinni að dorma.
Ljúfa líf!
Kvöldmatur úti á svölum eins og allar máltíðir hafa verið um helgina, smá lærdómur og afslappelsi :)
Kvarta bara ekki neitt :)

Ps: skrifaði e-i konu hjá menntamálaráðuneytinu og sagði henni að segja vondu köllunum í Svíþjóð að þeir hefðu rangt fyrir sér, ég þarf ekkert að gera fysik B próf... lét það alveg vera að segja henni að ég væri nú þegar búin að falla í einu slíku... og hyú lofaði að athuga málið svo ég ætla bara að "tjilla" í bili

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ertu búin að kaupa nýtt teppi til að tjilla á eða ætlarðu bara að halda áfram með þetta gula býflugnasækna??

Ég er búin að læra þýsku með litla brósa í allan dag;( Já það má vorkenna mér! Geggjað sumarveður hérna líka annars.

Ps. ertu hætt að skrifa e-mail?

07 maí, 2006 20:02  
Blogger Guðrún said...

Jábbs, alveg hætt ap skrifa e-mail ;)
Er svo sjúklega löt og þar að auki búin aðv era upptekin síðan á fimmtudag í að skemmta pabba okkar!

07 maí, 2006 23:51  

Skrifa ummæli

<< Home