föstudagur, mars 31, 2006

Yndislegur föstudagur!

Loksins er vikan búin!! Var í skólanum til klukkan fimm í dag vð gera enn eina tilraunina! Þrjár tilraunir á einni viku, það er sko feikimeira en nóg :Þ Það er "bara" ein tilraun tilraun í næstu viku, veit bara ekki hvað ég af mér að gera þá... eða jú svosem. Gæti reynt að klambra samn nokkrum skýrslum.
Ekki misskilja samt, ég er ekki að kvarta, þetta er sko alveg ótrúlega skemmtilegt!! Loksins hef ég e-ð að gera hérna í Svíþjóð, nú þarf ég bara að komast í kór og eins og eina hljómsveit og þá fer þetta að vera eins og heima ;)

Vildi bara ítreka þetta með föstudaginn ehh...

Ég kann s.s. ekkert að eyða heilum pósti... svo í staðinn ætla ég bara að bæta því við að annar af leiðbeinundunum í tilraun föstudagsins var finnskur. Það fannst mér að sjálfsögðu bráðskemmtilegt. Auk þess sem hann talaði þessa líka skemmtilegu sænsku (sem margir vilja líkja við íslensku sænskuna... og ég lít sko á það sem móðgun þegar það er sagt við mig!!) þá er ég jú (næstum) altalandi á finnsku. Sökum gífulegs svefngalsa þarna á föstudaginn og almennra skemmtillegheita ákvað ég að það væri mitt hlutverk að halda uppi stuðinu í tilrauninni. Ég vissi t.d. ekki hvar klósettið var og spurði því þann finnska:"Aanteksi, missa on vessa?" ("afsakið hvar er klósettið". Setning sem ég man alla vega ennþá frá kórferðinni til finnlands af spólunum sem við sáum í rútunni). Sagði að sjálfsögðu "kiitos" nokkrum sinnum og "ollä hyvää" (gjörðu svo vel) þegar ég lét hann fá e-ð. Ég þurfti virkilega að halda afur af mér til að fara ekki með nokkur vel valin ljóð á finnsku fyrir hann... held samt að ég hafi gert rétt með að sleppa því. Held hann hafi ekki haft mikinn húmor blessaður (enda finnskur ;))... svo fannst mér líka sjúklega fyndið þegar þau voru að fara yfir hvernig skýrslan ætti að vera að hún átti að vera skrifuð í 3. persónu þátíð...
Alla vega held ég að Katrínu og megatöffurunum (sem eru bæ ðe vei ótrúlega skotnir í okkur) á næsta borði hafi fundist ég sniðug stundum... og mér fannst ég sniðug allan tímann!

miðvikudagur, mars 29, 2006

Allir á tónleika á morgun

Mjög spennandi sinfótónleikar á morgun. vildi óska að ég kæmist :( Allir að mæta og hana nú!

Þá er maður búinn að syngja fyrir sendiherrann

Var að koma koma úr ráðhúsinu í Malmö þar sem hin kyngimagnaði 10 manna Lundakór tróð upp í kokteilboði í því tilefnið að nýr sendiherra Íslands í Svíþjóð var í heimsókn á Skáni. Af því tilefni var öllum fínu Íslendingunum á Skáni boðið í snittur og vín... annað hvort er voðalega lítið af fínum Íslendingum á Skáni eða þeir eru einfaldlega svo fínir að þeir létu ekki sjá sig því við í kórnum vorum u.þ.b. þriðjungur gestanna!
Sendiherrann var fyndinn :) greynilega nýfluttur hingað því hann talaði nú bara e-a samsuðuð af dönsku og sænsku :)
Annars var í "labbinu" í skólanum í allan dag. Búin að vera að títra með fallega fjólublárri KMnO4- lausn til að athuga járninnihald Mohrs-saltsins míns sem ég bjó til á mánudaginn. Þetta var bara nokkuð hreint hjá mér get ég sagt ykkur! Það sem ekki er hreint eru hins vegar fingurinr á mér... það er ekki nokkur leið að koma þessari fallega fjólubláu lausn ofan í þessa örmjóu býrettu án vandræða! ég hef líklegast stofnað dýralífi Atlantshafsins í stórhættu í dag þar sem þessi lausn er víst stórhættuleg sjávarlífinu... þess má einnig geta að þegar KMnO4-lausn kemst í snertingu við húð og þornar verður hún brún... og það er ekkert svo létt að þvo hana af sér :Þ Svo tókst mér líka að sulla með saltsýruna en það var nú bara inni í "dragskáp" og aðalatriðið var nú að það sá það engin ;)
Brandari sem pabbi sagði mér fyrir nokkrum árum: hver er munurinn á efnafræðingi og lyfjafræðingi
? Lyfjafræðingur getur helt úr fötu í tilraunaglas en efnafræðingurinn úr tilraunaglasi í fötu... hann hafði víst rétt fyrir sér...

Guðrún
Ps: eftir langan dag í eiturgufum í skólanum þarf ekki meira en eitt hvítvísnglas og háa hæla til að það líti út fyrir að maður sé haugadrukkinn!

mánudagur, mars 27, 2006

Skattmann

Ég þoli ekki þetta ekki þetta árlega stress í kringum skattinn!! Ég get aldrei drulsasttil að hafa pappírana á hreinu! Það sem verra var í ár að rsk.is gat ekki einu sinni verið með mín skattamál á hreinu og ég varð að handskrá næstum því allt :Þ
Þegar ég verð rík ætla ég ekki að koma nálægt mínu skattframtali, ætla meira að segja að láta senda pappírana e-t annað en heim til mín!

sunnudagur, mars 26, 2006

Tapaði einum tíma í nótt og tveimur í dag.

Í nótt var klukkan færð fram um einn tíma, það er sem sagt kominn sumartími!
Honum var fagnað með enn einni !#%&$ sjókomunni :( held samt að snjórinn hafi samt ekkert fests neitt sérstaklega en það er samt ennþá snjór úti.
Af okkur er það helst að frétta að við erum þunn :Þ
Ég er byrjuð í nýjum áfanga, ólífrænni efnafræði. Það er mjög gaman enn sem komið er og það er skemmtilegast við þennan kúrs að það er önnur íslensk stelpa í honum :D að sjálfsögðu erum við eins og samlokur og ég er búin að skipta um hóð svo við getum nú örugglega verið saman í öllu. Og ég sem hélt að mér væri fyrirmunað að eignast vini hérna í Svíþjóð!
Svo lítur mðaur útlendinga hornauga á Íslandi. Umgangast bara fólk frá sínu heimalandi og tala bara sitt eigið tungumál... verð að viðukenna að það minnir örlítið á Íslendinagkommúnuna hérna í Lundi...
Ég var að koma á fætur eftir að hafa "lagt mig aðeins" í u.þ.b. tvo tíma, held það sé slæm hugmynd að blogga þá... er bara búin að vera bullandi samviskubit yfir að hafa ekki bloggað í háa herrans tíð og þetta ætti nú aðeins að lækna samviskubitið... er hins vegar hrædd um að það sé ekki mjög skemmtilegt að lesa það sem vellur út úr mér svona hálfsofandi, vonandi hef ég bara ekki uppljóstrað neitt leyndarmál í svefnmókinu.

Guðrún

mánudagur, mars 20, 2006

Bara búið

Þ.e.a.s. prófið mikla... úff, það var ekkert svo gaman... Voru bara 4 sem mættu og allir miklu stærri og klárari en ég...
Þess vegna var ég alls ekkert svekkt yfir því að komast ekki áfram en samt pínu svekkt yfir að hafa ekki gert mitt besta. Held ég verði nú bara að fara að sætta mig við það besta í performans verið aldrei nema u.þ.b. 60% af því besta í æfingarherberginu...
En ég er alla vega ánægð að hafa gert þetta, dustað rykið af básúnunni og komið í þetta stutta stopp hingað, alltaf gaman að koma til Íslands :)
Samt heldur súrt að hafa misst af lokaprófinu í stærðfræðinni og þurfa að reyna að böglast í gegnum það með næsta kúrsi... en þetta reddast, í versta falli tek ég það í haust ;)

laugardagur, mars 18, 2006

Og hvað er ég nú búin að koma mér í?

Ekki fyrr lent en og ég er búin að lofa upp í ermina á mér...
Ætla að spila með SÁ á tónleikum á morgun. Bara einn lítinn Rossini-forleik... mætti á æfingu áðan og var rétt 1. básúnua... þetta er alveg ógeðslega hátt! Svo núna er ég búin að vera að æfa og slíta mér út á Rossini-forleik fyrir tónleikana á morgun í staðn fyrir það sem ég ætti að vera að æfa... ég er snillingur!

föstudagur, mars 17, 2006

Róleg á því...

enda laaangt þangað til ég legg af stað, einn og hálfur tími eða svo... SJITT og ég er ekki byrjuð að pakka og ætlaði eiginelga að æfa mig meira!! Átti aðv ea svona kúl afslappað blogg en vá, ég fattaði ekki ða það væri SVONA stutt þangað til!

Farin!!

Ísland!

Ég er alveg að koma :)
Á bara eftir að pakka og æfa mig svolítið.
Ótrúlega erfitt að ákveða hvað e´g ætla að taka með, alngar helst bara að taka með pæjuföt, flottu stígvélin mín og þunna stutta leðurjakkann, háa hæla o.s.frv. Kannski vegna þess að svoleiðis príla hef ég nú ekkert notað undan farið þar sem mér er lífsins ómögulegt að skilja hvernig maður getur verið pæja í snjó og frosti! Held það sé auðveldara á Íslandi þar sem maður fer nú yfirleitt í bíl á milli staða, ég held ég taki alla vega sénsinn og taki t.d. ekki boardbabes úlpuna mína með (ég veit, bord BABES... en maður er nú samt meira beib í kápunni heldur en úlpunni verð ég að viðurkenna). Kápan verður bara að duga. Kannski ég taki ekki sénsinn og sleppi gönguskónum en ég ætla samt í stígvélunum út á völl (skvíhísa!). Svo þarf maður að taka með sér skvísuföt fyrir "árshátíðina" og smekklega skvísulegföt fyrir prófið mikla og ekki verð ég alsber í fjölskylduboðinu... ég nenni ekkert að pakka skynsamlega í eþtta skipti, ég má vera með 20 kg og ætla baar að nota mér það! Verð kannski að hafa samt smá pláss fyrir öll herlegheitin sem ég ætla að kaupa á Íslandi ;)
Farin að pakka!

Guðrún, á Íslandi eftir 14 tíma!

miðvikudagur, mars 15, 2006

Lyfjaauglýsingar

Í Svíþjóð eru lyfjaauglýsingar leyfðar. Tvær þeirra sitja ansi fast í mér. Önnur er fyrir verkjalyf (heitir Iprimdem eað e-ð í þá áttina) og í henni er asnalegur kall með asnalega rödd í búning þannig að hann líti út fyrir að vera ein slík tafla. Hann syngur síðan lög úr Sound of music með texta um hverju þessi verkjalyf eru hjálpleg ... mjög smekklegt (eða ekki!).
Versta auglýsingin er hins vegar fyrir... æi man ekki hvað það heitir, Laptazid eða e-ð í þá áttina. Auglýsingin er alla vega þannig að hallærisleg, miðaldra kvenlæknir (á ekkert sérstaklega að vera hallærisleg, er það bara) spyr hvort maður eigi við vandamál að stríða út af vondri lykt frá leggöngum eftir böð, blæðingar eða kynlíf!?! Það getur s.s. stafað af ... jah hvað það nú var og þetta lyf er ekki lyfseðilsskylt svo nú getur maður bara farið og keypt það já. Ekki reyna að segja mér annað en að þetta er bara pínlegt og ætti ekki að vera sýnt í sjónvarpi, maður þarf nú ekki að vera tepra til að finnast það og hana nú!

Instalati professori...

Ég spilaði með sinfóníuhljómsveit háskólans síðasta föstudag. Gaman að spila þó það hafi svosem ekkert verið neitt merkileg tónlist og 3. básúna af 4 einstaklega óinteresant rödd :Þ
Þetta var svokölluð "professorinstalation" þar sem prófesorar sem byrjuðu þessa önn eru kynntir og boðnr velkomnir.
Nema hvað, Lundarháskóli er gamall og virðulegur háskóli með hefðir og virðuleg salarkynni... þetta var s.s. frekar formlegt allt saman... og langt (þurftum ða spila fyrst og síðast... að sjálfsögðu!) en þó alveg hægt að hafa gama af þessu. Prófessorarnir voru allir í svörtum skósíðum "skikkjum" og rektorinn í dumbrauðri flauelisskykkju með sróra gullkeðju um hásin ein sog kóngurinn. Þetta fór allt fram í Aulan sem er... hvað skal segja... Háskólabíó háskólans?? Líkist húsinu ekki á nein hátt en þarna fara flestar athafnir skólans fram. Þetta er stórt og virðulegt hús í gotneskum stíl myndi ég skjóta á. Sjálfur salurinn minnir nokkuð á kirkju finnst mér. Nenni ekki ða lýsa þessu húsi frekar en þetta er alla vega eitt af þessum húsum sem maður sér bara í útlöndum... Allt þetta minnt ískyggilega mikið á Harry Potter!
Herlegheitin hófust svo á lúðrablæstri og inngöngu prófessora ásamt fríðu föruneyti. Fremstir í flokki fóru fánaberar með stúdentshúfur og strákar með sem héldu á priki með stjörnu á! (minnti mig óþarflega mikið á Lúsíuna (stjärngossar/stjörnustákar)).
Leyninúmerið var svo að ég var með opna buxnaklauf mestallan tímann...

mánudagur, mars 13, 2006

stærðfræði og súkkulaði

Ég afgreiddi skólann á hálftíma í dag. Það var leiðinlegt, hávaði, ég kunni ekki neitt, vissi ekki neitt og skildi ekki neitt svo það var best að fara bara heim í fýlu :( hér er ég búin að vera heima í fýlu í einn og hálfan tíma, horfa á King of Queens, lesa Metro, borða epli og súkkulaði (Edelschokolade aus original arriba Ecuador edelcacao 70%, mjög gott). Nú fer að styttast í að það komi tími til að hætta í fýlu og byrja að gera e-ð gáfulegt... súkkulaðið er hvort sem er búið...
Undur og stórmerki gerðust í gær! ég ákvað að taka Jonas mér til fyrirmyndar sem hefur byrjað á þeim óskiljanlega sið að vakna klukkan sex á mrgnana og er þá komin í vinnu um öleytið! Samstafsfólkið fékk sjokk fyrsta daginn: "bíddu nú við, klukkan er ekki orðin tíu, hvað ert þú að gera hér??" (n.b. þá var hann alls ekkert fyrstur, það er fullt af fólki sem mætir svona snemma!!). en alla vega, þá vaknaði ÉG vaknaði klukkan sex í gær og fór á fætur og borðaði morgunmat... skilaði honum svo stuttu seinna... þetta sannar bara það sem ég vissi nú alltaf, mér er ekki ætlað að vakna svona snemma! Enda stillti ég vekjaraklukkuna á sjög í morgun og "snúsaði" til 7:40 þó Jonas færi á fætur klukkan sex.
Á sunnudaginn Skoðaði ég lítið barn :) Mjög sæt lítil stelpa og bara mjög stillt og góð. Mamman líka algjör hetja að nenna að fá okkur í heimsókn, stelpan ekki nema 6 daga gömul!
Ég var nú ekkert að máta stelpuna enda eru þau allt of brothætt svona lítil, hausinn gæti einfaltlega dottið af! Mér finnst miklu skemmtilegra þegar þau eru orðin aðeins stærri og maður má kreisat þau og knúsa, tala nú ekki um þegar þau eru farin að hlæja af mér þegar ég reyni að vera sniðug :)
Oh, ég hlakka svo til að koma heim! Hlakka miklu meira til heldur en um jólin þó ég varla stoppi í þetta skiptið og hvað þá hafi tíma til að gera okkurn skapaðan hlut! Svo hlakka ég líka til að klára þennan terror kúrs :/ fékk það staðfest um daginn að þetta sé einn af leiðinlegri kúrsum á jarðríki og var ég fegin að heyra það því ég nenni ómögulega að taka marga svona kúrsa í viðbót, var meira að segja farin að hugleiða inntökupróf í kennaradeildina í tónlistarháskólanum andstætt öllu sem ég hef fullyrt hingað til...
En á föstudag fer ég í síðasta stærðfræðitímann í bili. Svo þarf ég bara að "rifja aðeins upp" um páskana (s.s. frumlesa helminginn og reyna að reikna e-ð. Fá panikk kast og setja Jonas í fulla vinnu við að reyna að skilja e-ð í þessu og troða svo inn í hausinn á mér).
Best að fara að æfa sig á básúnuna, finnst það miklu mikilvægara en stærðfræði í augnablikinu.

sunnudagur, mars 12, 2006

aftur sunnudagsmorgun

og enn ligg ég uppi í rúmi með tölvuna. Það skal þó tekið fram að ég hef farið á fætur síðan síðasta sunnudag.
Á eftir er ég að fara að skoða litla stelpu :) hún er ekki einu sinni orðin vikugömul, fæddist síðasta sunnudag. Elín vinkona mín hér í Svíþjóð (maður er svo frumlegur, flytur til útlanda og vandar sig samt að kynnast bara Íslendingum) og Luca maðurinn hennar voru að eignast hana. Þu eru búin að nefna hana og allt, man reyndar ekki hvað en það voru alla vega 3 nöfn, fyrst eitt íslenskt svo Tosca (Luca er ítalskur) og svo annað íslenskt. Elín og Lucca giftu sig einmitt síðasta sumar nákvæmlega sama dag og við Jonas. Það var svolítið fyndið að geta sagt t.d. "já og manstu eftir rigningunni!"... örugglega ekki margir sem geta sagt að þeir muni að það hafi rignt eins og helt væri úr fötu fyrri part 25. júní árið 2005 og það hafi síðan stytt upp fjögurleytið...
og ég hef bara nákvæmlega ekkert að segja! Og ég sem er vön að geta blaðrað útí eitt!
glatað!

föstudagur, mars 10, 2006

þegar ég kem heim ætla ég að...

... fara í sund (get ekki beðið eftir því að komast í almennilegan heitan pott sem maður þarf ekki að standa í biðröð til að komast í og n.b. fara upp úr eftir 15 mín!)
...fá mér vélarís með heitri súkkulaði sósu mmmm... (hér fyrirfinnst hann varla... og er ekkert spe... skásti vélarísinn er á McDonalds sem er nátla bara rugl! Svo eru meira að segja sumar ísbúðir lokaðar yfir vetrartímann... eins fatta þeir ekki að það er líka hægt að borða ís á kvöldin...)
... borða flatbrauð og taka með birgðir til Svíþjóðar (ég fer sko í Kolaportið, þar fæst besta flatbrauð í heimi!)
...kaupa tröllahafra, sykurlausa sultu og annað "heilsujukk" sem fyrirfinnst sko ekki í Svíþjóð...
... kaupa mér rándýra cyntamani flíspeysu (helv. kuldi sko og svo eru bara til hallærislegar flíspeysur í Svíþjóð... kæmi mér samt lítið á óvart að þegar ég kem aftur til Svíþjoðar verði flíspeysan óþörf því þá verður vonandi komið VOR!)
...kaupa páskaegg...mörg... (við verðum með 2 boð um páskana, eitt með Íslendigum og þá er nú gaman að geta boðið upp á páskaegg og málshátt og eitt með Svíum og þá er nú um að gera að leyfa þeim að smakka e-ð ekta íslenskt eða hvað ;))
... fara á Árshátíð ;)
... fara í fjölskylduboð
... og já, var það e-ð fleira... kannski spila smá :Þ

Svíþjóð er nú ekkert alslæm samt sko... þar er t.d. til Kalles kaviar sem verður að teljast stór kostur að mati sumra alla vega ;) nýjasta nýtt er svo kalles randiga með eggjum! Hvur veit nema maður taki með sér eina túpu af honum heim ;)


eftir viku...

og hvað eru margir punktar í því ehh...

þriðjudagur, mars 07, 2006

Hvenær kemur vor??

Rétt áður áður en ég sofnaði í gærkvöldi heyrði ég rigningarhljóð og varð yfir mig ánægð að loksins skildi nú vera farin að hlýna og að kannski væri hægt að draga fram hjólið aftur. Við þessar gleðifréttir vaknaði ég næginelga mikið til þess að fatta að þetta var bara uppþvottavélin okkar... bömmer... ég hélt samt í vonina þar til ég kíkti útum gluggann í morgun... ennþá allt skjannahvítt.
Kóræfing í kvöld og ég á að stjórna. Það er gaman að stjórna, þá ræð ég :)
Vissuð þið að Heyr himnasmiður er ekki í neinni takttegund? Aldrei hafði ég pælt í því fyrr en núna þegar ðég þykist ætla að stjórna :/ ég baða bara út örmunum, nokkurn vegin rytmískt, og vona það besta ;) ekki það að það lagið sé í reglulegum takti geri alltaf gæfuminunn... ég gleymi mér alltaf þegar ég er að stjórna og enda yfirleitt úr takti (meira að segja á kórstjórnarprófinu mínu)... ekki það að það skipti heldur öllu máli því það er sjaldnast nokkur ða horfa á mig... allir fastir í nótunum sínum :Þ
Ætla að fara að "elda". Það verður bara salat í kvöldmatinn og haldið ykkru nú, salat með gúrku ,tómötum
, salati, avokado, mozzarella, hnetum og... MANGÓ! Jonas er skeptískur en ég smakkaði svona um daginn og það var mjög gott.

sunnudagur, mars 05, 2006

Vetrarský...

Reyndar ekki eitt einasta! Sólin er búin að skína í heiði í allan dag :)
Fengum lánaðan bíl hjá mömmu Jonasar og keyrðum út í sveit og fengum okkur göngutúr í Kirsuberjadalnum :) Tókum með Swiss miss og samlokur. Æðislegt veður og þykkt lag asf njó yfir öllu og rennandi lækur og tré og dalur og... ég var alla vega ágætlega sátt við snjóinn í dag, mjög fallegt veður og gott skíðafæri fyrir þá asem vilja það ;)
Skruppum svo í kaffi til pabba Jonasar í Dalby og nú er kominn tími til að gera e-ð að viti... eða bar slaka á, það kemur nú dagur eftir þennan ;)

miðvikudagur, mars 01, 2006

Þó maður sleppi bolludeginum þá þarf það ekki að þýða að maður sleppi semludeginum ;)

sem var s.s. í gær. Jonas, þessi elska, kom heim með 2 semlur som voru borðaðar í eftirrétt um kvöldið, mikill rjómi mmmm.....
Annars keypti ég mér glænýtt , svart, gíralaust crecenthjól í gær :)
ég er mjög ánægð með það... minna ánægð með hversu mikið snjóaði í nótt svo ég nennti ómögulega að hjóla í skólann. Sem betur fer vorum við með bíl í láni og keyrðum bara. Það var gott... fyrir utan það að Jonas gleymdi að skutla mér og þurfti að taka stóran hring. Það var slæmt og ég kom allt of seint sem var bara allt í lagi því mér finnst hvort sem er svo leiðinlegt í tímum ;)
Farin að læra

Guðrún