fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Draumar

Djí!
Í fyrri nótt dreymdi mig að Nonni hefði lent í bílslysi eða árás geimvera og að Hrefna væri í spurningakeppni í sjónvarpinu með fullt af frægu fólki.
Í nótt dreymdi mig að ég hefði verið að hitta organistann sem ég er að fara að spila í brúðkaupi með og var svona að sýna honum hvað ég ætlaði að spila, nema hvað, að ég fann ekki réttu nóturnar! Var með heila ferðatösku af nótum en af einhverri ástæðu hafði ég leyft e-m öðrum að pakka í hana svo það var ekkert skipulag. Svo var gamli lúðrasveitarkennarinn minn (sem hélt alltaf að ég væri með fullkomið skipulag á nótunum mínum og strákanna líka! Það var sko alltaf strákunum að kenna ef e-ð týndist...) mættur og var mjög hneykslaður á eþssu óskipulagi. organistinn rukkaði mig sko fyrir hverja sekúndu sem ég eyddi af hans tíma! úff, hvað ég ætla að passa vel upp á þessar nótur!
Smá tilkynning í lokinn: Símin minn er batteríslaus og hleðslutækið á Íslandi svo bannað að senda mér krassandi sms!

miðvikudagur, ágúst 30, 2006

Bókasafnsraunir

Æi, ætlaði a skrifa mjög hnittinn og skemmtilegan pistil um bókasafnsferðir mínar en kem mér bara beint að efninu: Bækurnar sem ég vil lesa eru aldrei inni! Ef þær eru skráðar inni tekur við ratleikur um bókasafnið sem endar með því að ég neyðist til að spyrja þar til gerðar konur sem eru ekki mjög glaðlyndar og finna bókina ekkert frekar en ég (samt vita þær hvernig eru raðað inn í þetta bókasafn!). Það þýðir að þær pína mig til að panta bókina sem kostar heila 10 sænskar krónur!
Þetta er önnur versjónin, hin er eins nema ég tala ekkert við bókasafnskonurnar, fer bara tómhent, sveitt og pirruð út.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Osló og fleira

Það var eins gott að ég hlýfði ykkur við þunglyndispistlinum um ömurlega Svíþjóð o.s.frv. fyrir helgi. ég gerði mér nefninlega lítið fyrir og náði stærðfræðiprófinu!! það var reyndar ætlunin allan tímann, en þegar ég kom út úr prófinu með svörin (fengum þau afhent þegar við skiluðum prófinu) og sá að e´g hafði ekki eitt einasta rétt svar, var ég nú nokkuð viss um að ég ætti engan séns. Fór svo upp í skóla í dag og sá nafnið mitt á listanum yfir þá sem náðu :) fékk að skoða prófið og sjá að ég hafði náð með 18 stigum af 35 :)
Glæsilegt eða þannig... en ég er fullkomlega sátt :)
Annars var Osló bara æðisleg. Fórum 3 héðan frá Lundi og skemmtum okkur bara konunglega, ég hef tekið ástfóstri við rebba sem er afundin brúða sem fær að vera með í sunnudagaskólanum :)
Svo skoðuðum við alla osló á einum degi :) Keyptum miða í í túristarútu sem stoppaði víðs vegar um bæinn, skoðuðum typpastyttugarð, ráðhúsið, konungshöllina, höfnina (út um bílrúðuna því það ringdi svo mikið þá), holmenkollen og borðuðum Deli de Luca ís (hann fékk fyrstu einkunn Hrefna!).
jábbs, fínasta helgi og ekki spillir fyrir að hafa náð prófinu :)

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Síðasti vinnudagurinn í dag

... og aldrei þessu vant hefði ég alveg getað hugsað mér að halda áfram, ég er s.s. EKKI komin með ógeð af sumarvinnunni minni. Ég veit sko ekki til þess að það hafi nokkurn tíman gerst áður.
Hins vegar hlakka ég mikið til að komast heim til mín þó blessað stærðfræðiprófið skyggi aðeins á þá eftirvæntingu...
Annars er ég bara alls ekkert jafnvitlaus og ég var fyrr í vikunni! Get bara reiknað heilan helling! Kannski ekki alveg allt en samt alveg heilan helling. Þá er einmitt kominn tími til að slaka á, því ekki vil ég láta bera á mér með því að fá of háa einkunn eða hvað ;) (alveg róleg Sigrún, ég er ekkert hætt að læra, búin að teikna þessi líka fínu gröf í dag og diffra svolítið. Ætla meira að segja að reyna að komast í gegnum eins og 1 próf í dag!).
Svo á ég svo ótrúlega sæta litla frænku! Fór og heimsótti þær mæðgur aftur í gær (og ætla aftur í dag svo litla frænka gleymi mér nú ekki strax) og hélt þá heilan helling á þeirri litlu sem var sko alveg glaðvakandi og fannst ég bara alveg ágæt :) Reigði aftur á sér höfuðið til að skoða mig vel og vandlega með stóru augunum sínum, hallaði svo höfðinu að mér og sofnaði.

sunnudagur, ágúst 20, 2006

Ég er orðin móðursystir :)

Það er svosem ekki svo merkilegt, mamma og pabbi eru hins vegar orðin amma og afi! Það er merkilegra!
Alla vega, þá eignaðist stóra systir mín litla stelpu klukkan 10 í morgun 14,5 merkur og 53 cm.
Ég hélt upp á það með því að fá mér kaffi og croisant í vinnunni :)

laugardagur, ágúst 19, 2006

Held ég sé komin úr fríi

Enda allt annað en frí framundan... og þó.
Næstu vikuna verð ég í 3 löndum, það finnst mér að sjálfsögðu töff. Næsta miðvikudag yfirgef ég skerið, flýg heim til Svíþjóðar til þess að taka stærðfræðipróf. Þaðan flýg ég svo til Oslóar á kirkjuskólafund/námskeið með öðrum leiðbeinendum á Norðurlöndunum. Þar ætlum við að vera frá laugardegi til sunnudags að spóka okkur og tjah, læra e-ð býst ég við.
Það eru nú síst rólegheit fram að brottför. Ég er að vinna alla daga frá 9-17 og þar að auki að læra fyrir stærðfræðiprófið sem er á fimmtudagsmorguninn klukkan 6 að íslenskum tíma! Það er heldur snemmt þykir mér. Að sjálfsögðu kann ég ekki neitt, veit ekki neitt og skil ekki neitt :( ég er búin að vera nokkuð dugleg og byrjaði að læra um miðjan júlí. Þa hefur svosem ekkert gengið svo illa þökk sé Sigrúnu en nú er ég hins vegar í fyrsta lagi búin að fá nóg og í öðru lagi komin að því sem ég kann minnst í... verst að það er öruglega tæplega helmingur prófsins byggður á þeim hluta :( aumingja ég.
Svo fer skólinn bara að byrja! Byrjar 1. sept á frumulíffræðikúrsi.
Haustið er að verða ansi þétt og líst mér vel á það. Er í aðeins fleiri einingum en ætlast er til (sem þýðir ansi mikið fleiri en ég tók síðasta vetur). Ætla mér að komast inn í snobbkórinn sem vildi mig ekki á síðustu önn, verð væntanlega í Íslendingakórnum, verð í kirkjuskólanum, ætla til Egyptalands, fæ e-n slatta af heimsóknum (þó alltaf hægt að taka við nýjum pöntunum), hafði hugsað mér að kíkja til Íslands (lofa samt engu) og er að verða 25 ára með tilheyrandi hátíðarhöldum. Mér getur nú bara ekki leiðst þessa önn!
Þið verðið að fyrirgefa að ég verð víst ekkert dugleg að kveðja áður en ég fer... má bara ekki vera að því sökum stærðfræðihausverkjar. Sigrún nýtur hins vegar góðs af því. Ef þið eruð sleip í markgildum, diffrun og öðru sem við kemur gröfum getið þið kannski lokkað míg í heimsókn í klukkutíma eða svo. Annars segi ég bara bless og hlakka til þegar ég kem næst til Íslands hvenær sem það verður.

Guðrún