miðvikudagur, janúar 31, 2007

Fallegasta frænkan farin

Hulda Magga og Guðrún Aisha systurdóttir voru í heimsókn í síðustu viku. Mjög gaman að fá þær og að öllum ólöstuðum (Hulda Magga var samt mjög skemmtileg og dugleg! Tók meira að segja til einu sinni og allt... meira en ég gerði...) þá er Guðrúnar Aishu sárast saknað hér, yndislegt barn! Við pössuðum hana meira að segja heilan dag á meðan mamma hennar skrapp til Berlínar á fund. Litla daman var alveg ómótsæðileg allan daginn...þangað til hún átti að fara að sofa um kvöldið... Þá saknaði hún mömmu brjósts mest af öllu í heiminum og grét út í eitt í alla vega einn og hálfan tíma þrátt fyrir ða verta gjörsamlega örmagna af þreytu. Ætla að láta fljóta með eins go eina mynd af nöfnu...
heyrðu, gleymum því, ektamaður minn er engan veginn að standa sig! Hann er í fyrsta lagi ekki búi9n að setja myndir inn í tölvuna síðan e-n tíman fyrir jól og er í öðru lagi með myndavélina í vinnunni! Myndir verða bara að bíða betri tíma. Þið getið hins vegar kíkt inn á heimasíðu skvísunnar: Guðrún Aisha Allansdóttir

Frekar líflaus svona...

en vonandi öll að koma til.
Úf, ég má ekki skrifa svona sjaldan, það fer bara allt í rugl, svo ótrúlega margt mismikilvægt/gáfulegt sem mig langar að segja og þá skrifa ég helst bara ekkert!
Fyrsta: við vorum að kaupa okkur bíl :) Hann er grár og heitir Toyota corolla og er 99 módel. Við fáum ann samt ekki fyrr en 9. febrúar, ég er aðr eyna að bíð a þolinmóð en mér finnst að sjálfsögðu ég engan vegin geta verið án bíls í þessa fáu daga... við sem höfum ekki átt bíl síðan við fluttum hingað út... og áttum bara bíl á Íslandi nokkra mánuði... maður er ekki legni að verða háður!
Svo erum við á fullu ða leita að íbúð/húsi/raðhúsi. Ekki það að okkur líði e-ð illa í leiguíbúðinni okkar. Peningurinn sem við fengum þegar við seldum íbúðina á íslandi er bara að losna (gerðum e-ð voða sniðugt við hann fyrir s.s. einu ári) og við verðum endilega að gera e-ð við hann ;). Við vitum eiginlega ekkert að hverju við erum að leita, hvar eða hvað það má kosta en erum nú þegar búin að missa af einu draumahúsi :Þ
En að öðru mjög mikilvægu. Þannig er mál með vexti að ég var að horfa á gamlan bráðavaktarþátt um daginn. Ég hafði séð þennan þátt áður og hugsaði einmitt um hann fyrr í vetur þar sem hann tengist svolítið því sem við vorum að læra í frumuefnafræðinni. Þátturinn fjallaði s.s. um fjölskildu sem fékk öll koloxíðeitrun (býst nú við að það hafi verið koldíoxíð en það var samt bara sagt koloxíð...). Allir í fjölskyldunni misstu meðvitund í svefni nema kasólétta mamman sem vaknaði við að hún var að fara að eiga. Ástæðan fyrir því að hún missti ekki meðvitund (og í raun líka sú að fæðingin fór af stað) var að ófædda barnið tók við koloxíðinu. Sko, í fruymuefnafræðinni lærðum við um ferrókelatas sem bindur inn og súrefni. Æi, þetta er þegar orðið langt og leiðinlegt :/ langar samt að skrifa fullt í viðbót. En það er bara eitt sem ég er að spá í. Sko, þið þarna líffræði/lækna/hjúkrúnanörð megið gjarnan kommenta eða meila. Vegna ólíkrar uppbyggingar fórrókelatas hjá fóstri og manneskju, bindur fóstrið súrefni betur en móðirin. Þ.e. fóstrið "tekur súrefni frá" móðurinni ef það er lítið af því (þess vegna verða ófrískar konur móðar af að labba upp stiga ;)) en hvernig útskýrir það að fóstrið bindur inn allt koloxíðið?? Útskýringu takk.
Jæja, leiðinlega búið. Tekur svosem ekkert skárra við, ætlaði bara að vorkenna sjálfri mér fyrir að vera í svona hundleiðinlegum kúrs í janúar. Analytisk kemi, þetta er sko engin efnafræði bara %&=//#=(%"#$ eðlisfræði! Svo bætir ekki úr skák að ég er í 4 tíma fyrirlestrum á hverjum einasta morgni frá kl 8 :Þ En það er bara að þrauka, næsti kúrs er einmitt eðlisefnafræði, jakk! Það er skyldukúrs en analytikina valdi ég alveg sjálf, tókst að sannfæra mig um að það væri hollt og gott. Held að mér takist nú að sannfæra sjálfa mig um að ég þurfi ekkert að taka tvo svona kúras í viðbót eins og ég var búin að ákveða...
Heyrðu vá, sjaldan skrifað jafnleiðinlegt blogg, þó ýmislegt hafi ég nú látið út úr mér! Reyni aftur á eftir.

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Heiladoði

Já, þvílíkur heiladoði eftir þetta próf, eins gott að ég er búin að vera í fríi þessa vikuna. Læknirinn vorkenndi mér alveg svolítið, þó að ég hafi geta gert allt sem hann sagði mér að gera án mikillar fyrirhafnar (sem þýðir s.s. að ég er nú ekkert mikið "hreyfihömluð"...) og sendi mig í sjúkraþjálfun. Þótt að þær "fréttir" hafi nú lítið komið mér á óvart var eins og þetta hafi sogast inn í undirmeðvitundina því það sem eftir lifði dags og kvölds gat ég mig hvergi hreyft, vara að farast úr verkjum og slappleika.
Getiði hvað? Sjúkraþjálfarar eru líka svona "kommúnalt" fyrirbrigði eins og heilsugæslan og að sjálfsögðu var alla vega mánaðar bið hjá þeim og mér bent á að fara á einastofu! Þetta sænska sýstem er svo sprungið! Manni er bent á hægri vinstri að "kommúnala" þjónustan geti ekki annað eftirspurn og maður eigi að fara einkastofur. Þetta er nú meira ruglið.
Eins og ég segi, heiladoði, það á líka við um bloggið, ekkert meira að segja.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Sænska velferðarkerfið...

Hvað er hægt annað en að elska það?
Þarf að fá smá útrás, ráðið því rétt mátulega hvort þið lesið eða ekki...
Ég er búin að vera svo slæm í öxlinni undanfarið og var aðeins að kvarta í sjúkraþjálfaranum í kórnum sem tókst að hræða mig til að ákveða að það væri kominn tími til að tækla sænska heilbrigðiskerfið aftur...
Það er ekki í fyrsta skipti sem ég reyni, síðast þegar ég reyndi tókst mér eftir grát og gnístan tanna að fá símatíma hjá lækni sem gaf mér munnskol við raddleysi og kvefi... ekkert sérstaklegaheppnað fannst mér.
Alla vega, hef fengið að heyra að besta leiðin til að fá tíma hjá lækni sé bara að mæta upp á heilsugæslu. Svo það var það sem ég gerði í morgun, mætti niðureftir. Æi, ætla svosem ekkert að fara að rekja þetta neitt, enda gekk þetta vel, fæ tíma á
eftir kl 11 hjá akútlækninum með þeim skilyrðum að ég sé sárkvalin... sem er vitleysa, ég er bara dofin og... ég var ekkert að leiðrétta þennan misskilning, ég fékk tíma!
Læknirinn eða hjúkrunarkonan sem ég talaði við var mjög almennilega og útskýrði þetta sístem fyrir mér:
ef þú þarft að fara til læknis, hringir þú á heilsugæsluna. Þar færðu að tala við hjúkrunarfræðing og þarf að lýsa því sem er að þér í smáatriðum í sem fæstum orðum. Eftir það ákveður hjúkrunarfræðingurinn hvort tilfellið sé "akút" eða ekki. Ef það er ekki akút, þ.e. þú ert ekki þeim mun kvalanri eða að fara að geispa golunni þennan daginn, þá færð þú sent bréf í vikunni með tíma, sem vonandi er innan 5 vikna! Ég er að segja ykkur það, það er 4-5 vikna biðlisti! Engin séns heldur að hafa nokkur áhrif á það hvenær maður fær tíma, það er bara já og amen og mæta á þeim tíma sem maður fær, engin séns að hafa áhrif á tímasetninguna (og þá er ég ekki að meina til að komast fyrr að, heldr bara að tíminn sé nú á þeim tíma sem maður kemst í yfir höfuð!).
Svo er það ef tilfellið krefst akút: þá færðu tíma samdægurs hjá þeim lækni sem er á vaktinni þann daginn og náttúrulega bara stuttur tími, enda bara neyðarþjónusta, ekki "læknisþjónusta". Jú, og ef það er búið að fylla alla tímana hjá akútlækninum þann daginn (sem gerist yðurlega) þá er ekkert annað að gera en að hringja daginn eftir og vona það besta!
Eg hélt ég yrði ekki eldri eftir þessar upplýsingar, þetta þykir mér bara engin þjónusta! Og ég sem var að kvarta á Íslandi... hún benti mér hins vegar á að það væri líklegast best að fara bara á einkarekna stofu, þar væru ekki svona langir biðlistar. Djí, ég hélt ekki að Svíþjóð, af öllum löndum, væri svona!

mánudagur, janúar 15, 2007

Saknað mín ;)

Engin smá pressa á manni. Mér finnst maður þurfi að skrifa e-ð svo yfirgengilega merkilegt þegar maður er ekki bún að skrifa í svona langan tíma. Ég tala nú ekki um að segja frá öllu sem hefur gerst í millitíðinni.
ég ætla hins vegar að láta eins og ekkert hafi í skorist :Þ
Ég var að koma úr prófi í frumuefnafræði og gekk bara allt í lagi :)
Alveg óþolandi samt að ég geti aldrei lært upp á 10, þarf alltaf að læra upp á 5. Hafði kannski ekkert of mikinn tíma núna og var sæmilega strssuð framanaf. En um leið og ég fann að ég var að ná utan um þetta fór ég að slaka á! Alveg týpískt! Allur sunnudagurinn fót t.d. í vitleysu því ég var eiginlega alveg búin að ná aðalatriðunum. Svona er þetta, veit þó alla vega hvað ég get bætt...
Það var hins vegar ekkert grín að þurfa að mæta í próf kl 8 í morgun! Skólinn hefur ekki verið að byrja fyrr en um hádegi núna eftir jól og mér hefur bara alls ekki gengið nógu vel að snúa sólarhringnum við eftir jólin! Margsinnis búin að reyna að sofna fyrir miðnætti en sofan aldrei fyrr en um 2-3 leytið og ef ég stilli ekki vekjaraklukkuna er engin séns að vakna fyrir hádegi!! Verð samt að fara að koma sólarhringnum á réttan kjöl þar sem núna næstu önn er ég í skólanum frá 8-12 alla virka daga :/
Jæja, farin að njóta þess að hanga og gera ekki neitt :)