föstudagur, desember 15, 2006

Maður er nú bara orðin svolítið latur!

Mér til varnar þá hef ég verið þeim mun duglegri að læra og annað slíkt. Er nefninlega búin að komast að því að ef ég held mig burtu frá tölvunni gengur mér miklu betur að læra! Þarf náttúrulega oft að nota tölvuna í lærdómnum en þá er bara bannað að opna internetið til annarstil að geta leyst skólaverkefnin. Þannig það hefur verið óvenjulega mikið slökkt á tölvunni síðustu 2 vikur. Annars er tvennt (fyrir utan skóla) í fréttum. Hjólið er enn ófundið sem þýðir að því var alveg örugglega stolið og það fyrir utan heima hjá mér!
ég er lítið sátt en er búin að labba í skólann þessa vikuna sem er bara fínt fyrir utan að það tekur 45 mínútur sem maður hefur kannski ekki alltaf á morgnana. Næst er bara að hringja í lögregluna og tilkynna, hjóli8ð er enn í ábyrgð svo ég ætti nú alla vega að fá e-a summu upp í nýtt hjól :/
Hinar fréttirnar eru þær að við komum heim kvöldið 21. des en ekki 22. eins og ég hélt!! Ég kíkti fyrir rælni á miðana okkar til að athuga hvenær við myndum leda og sá þá dagsetninguna! Eins gott ég athugaði þetta núna! Úff, ég sé bara panikkinn fyrir mér hefði ég tjekkað á miðunum á fimmtudeginum, daginn fyrir ætlaðan flugdag og séð að ég hefði 2 klst til að redda öllu sem ætti eftir að redda, pakka og fá Jonas heim úr vinnunni!
Í fyrradag var Lúsían haldin hátíðleg í hér í Svíþjóð. Ég prísaði mig sæla að vera ekki sænsk þann daginn. Ef ég hefði verið sænsk, hefði ég þurft að vakna fyrir allar aldir til að horfa á syngjandi krakkaskara labba með kerti á hausnum. Þess í dag vaknaði ég "bara" kl 7 og lærði þar til ég fór í skólann kl 13. Þá heyrði ég óm af "seinni lúsíugöngu" í skólanum og það dugði mér bara alveg. Ef ég hefði verið sænsk, hefði ég þurft að borða saffranbollur án áleggs, já alfeg án alls! Ekkert smjör engin ostur. Þess í stað bakaði ég guðdómlega góða saffranmarsípanlengju :) ég fæ bara vatn í munninn!
Á morgun er svo jólaballið í kirkjuskólanum. Það verða nú næstum rólegheit, presturinn og jólasveinarnir sjá um skemmtiatriðin :)
eftir það verður svo haldið til Malmö þar sem fjölskylda Jonasar ætlar að halda litlujól heima hjá litla bróður hans. Það verður nú frekar fámennt þó þar sem Sara systir hans er á Spáni þessa önn og Markús, bróðir hans í Stokkhólmi er búinn að vera veikur svo sú fjölskylda er hætt við að koma niðureftir. Það verður nú samt örugglega fínt. Maður verður nú að fá smá sænsk jól þó þau séu nú samt LANGT frá því að vera ómissandi ;)

mánudagur, desember 11, 2006

Þessir mánudagar!

Ég er svo heppin að eiga aldrei að mæta í skólann fyrr en 10:15 á mánudögum. Síðustu 2 mánudaga hefur þetta hins vegar verið alveg hreint feykinógu snemmt! Ég er nefninlega svo mikið partýljón þessa dagana ;)
Nema hvað, síðustu 2 mánudaga hefur það krafist heilmikils viljastyrks að dröslast fram úr rúminuog út og hef ég verið kannski full sein. Þegfar ég kem út finn ég heins vegar ekki hjólið mitt! Í síðustu viku var það einfaldlega vegna þess að ég hafði skilið það eftir niðri við lestarstöð á föstudeginum og gleymt að ná í það á sunnudeginum eins og ég hafði lofasð sjálfri mér. Í morgun var það hins vegar líka horðið og ég er nokkurn vegin alveg viss um að hafga skilið það eftir hér fyrir utan... því hefur s.s. verið stolið :(
Mér er alveg greynilega ekki ætlað að mæta í þessa mánudagsfyrirlestra!

fimmtudagur, desember 07, 2006

Hver kjaftaði??!?!?!

Týpískt maður rétt hvíslar að það sé óeðlilega gott veður miðað við árstíma og næsta dag hefur kólnað! Best að steinþegja bara! Reyndar stóðst nýi jakinn prófið, varð ekkert blaut svo langt sem hann náði. Hann gat hins vegar ekki haldið fótleggjunum þurrum og því var mér ískalt :(

miðvikudagur, desember 06, 2006

Jakkavígslan

Smá prufukeyrsla í gærkvöldi en sjálf vígslan fór fram í dag þegar ég fór í nýja fína 66°N jakkanum mínum í skólann á hjólinu mínu :)
Jakkinn stóð fullkomlega undir væntingum :) takk stelpur :)
Bjóst ekki við að geta notað jakkan fyrr en í vor en það var bara alveg mátulega heitt í honum og þunnri flíspeysu. Ekki segja neinum, en það er alveg fáránlegt veður hérna miðað við að það er desember! Þori samt varla að nefna það ef veðurguðirnir skildu heyra og skella á eins og einum snjóstormi með frosti... ég er fullkomlega sátt við veðrið eins og það er! Fæ örugglega nógan snjó og frost á Íslandi um jólin, engin hætta á öðru.

Guðrún... ekki alveg jafnlöt og í gær en mætti nú svosem alveg sparka létt í rassinn á sjálfri mér ;)

Ps: og takk fyrir hlý orð Hugi! Þú kannski kíkir í heimsókn og ræðir aðeins við Svíana um þetta...

þriðjudagur, desember 05, 2006

Nennekkinennekkinennekki!

Það er búið að vera kreisí að gera eiginlega í heilan mánuð! Því lauk svo með stóru skralli á laugardagskvöldið og í sannleika sagt þá nenni ég bara akkúrat engu þessa dagana!Nenni ekki á fætur, nenni ekki að taka til (svosem ekkert í fyrsta skipti), nenni ekki að elda, nenni ekki í skólann og nenni ekki8 að blogga :Þ
Ég gæti svosem sagt ykkur fullt sniðugt. Það var t.d. mjög gaman á Íslandi, þar var sko ekkert setið auðum höndum. Það er alls ekkert svo slæmt í skólanum, er búin að læra að tækla leiðinlegu stelpurnar í skólanum (þær halda að ég sé hálfviti... það er ferlega næs að gera tilraunir sem "hálfviti" maður þarf varla að gera neitt ;) maður er vinsamlegast beðin um að passa að þegar maður les upp "uppskriftina" að ekki að hoppa á milli dálka!)
En í dag byrjar alvaran! Það er liðinn heill mánuður síðan ég byrjaði í nýjum kúrsi og í sannleika sagt hef ég varla gert nokkuð skapaðan hlut í þessum kúrsi. Það er ekki gáfulegt þar sem prófið er strax eftir jól og ég ætla EKKI að eyða jólafríinu í lestur!
Spýta í lófana Guðrún!!