fimmtudagur, maí 31, 2007

Það er nú allt í lagi að láta heyra í sér annað slagið!

Jú, prófið búið, gekk svosem allt í lagi en hefði gengið enn betur hefði ég haft eins og 5 klst í viðbót...
Skólinn klárat á föstudaginn með kynningum á "rannsóknarverkefnum" vikunnar. Þar mun ég kynna niðurstöðurnar úr rannsókn minni á "hegðun" laurdan í membrani thylakoid úr spínati við ólíkar ytri aðstæður. Hjómar það ekki ótrulega gáfulega???
Svo brunum við til Þýskalands og Prag og komum heim rétt mátulega til að taka á móti Hrefnu sem síðan skiptir við mömmu og pabba :)
Mikið stuð framundan :)

fimmtudagur, maí 24, 2007

hver er

Edda Blöndal og af hverju var hún að bjóða mér á salsanámskeið?!?

Annars er prófið á morgun og ég kann ekkert veit ekkert og skil ekkert :/

laugardagur, maí 19, 2007

Margt framundan

Hver einasti dagur fram til 25. júní er skipulagður hjá mér!
Sem betur fer er stærsti hlutinn af því ansi ánægjulegur, bara rúmir 5 dagar í próf og 12 dagar í að skólinn klárist :)
Nú erum við búin að ákveða að ákveða að taka ferju frá Trelleborg til ... æ, einhvers staðar í Þýskalandi og keyra þaðan til Tékklands með 1 nætur stoppi á leiðinni. Þá ætlum við að vera 2-3 daga í Prag og svo keyrum við til Nürnberg í heimsókn til Ágeirs í 2-3 daga. Þaðan ætlum við að keyra til Bonn og heilsa upp á Huldu og hennar mann (Hulda býr hér í Lundi en verður í þýskuskóla í Bonn í júní). Svo keyrum við beina leið heim og verðum komin heim um kvöldið 10. júní til að taka á móti Hrefnu þann 11. Við munum síðan skemmta okkur saman með mátulegum skömmtum af verslunar-náttúru- og sólaferðum. Svo skilum við henni til stóra bróður í Köben 17. júní og fáum mömmu og pabba í heimsókn í staðinn! Gott plan eða hvað?
Ég ætla nú ekkert að vara gera ykkur græn af öfund af skemmtilegheitunum sem eru framundan hjá mér! Planið var nú bara að fá góð ráð umhvað er hægt að gera skemmtilegt í þýskalandi og Tékklandi og hvar er gáfulegt ða sofa og svoleiðs. E-r góð ráð??

föstudagur, maí 18, 2007

Svona er Svíþjóð

Eini möguleiki móðursystur minnar sem hefur búið í Svíþjóð í 10 ár til að fá sænsk skilríki frá "svensk kassaservis" er að ég fái sænskan ríkisborgararétt!
Til að fá sænsk skilríki aþrf maður að fá Svía með (með sæansk skilríki) til að skrifa undir að maður er sá sem maður er. Nú hafa þeir hins vegar breytt reglunum þannig að maður verður að fá sænskan fjölskyldumeðlim til að skrifa undir!!
Og já, frænka mín hefur að sjálfsögðu átt sænsk skilríki, þau eru bara útrunnin!
Pælið í vitlaeysu!

miðvikudagur, maí 16, 2007

Aldurssaga

Svona af því hef ekkert betra að gera ehhemm...
var að lesa inni á síðunni hennar Hildar að hún hafi verið spurð hvort hún væri ekki örugglega orðin 18 í sundi.
Mér finnst svona "aldurssögur" alltaf svo skemmtilegar :)
ég hef nú ekki tölu á því hversu oft ég hef verið álitin yngri en ég er, held það hafi bara aldrei komið fyrir að e-r haldi að ég sé eldri en ég er!
Tvær sögur af mér og Hrefnu:
Við vorum saman í frönsku hjá Gérard á öðru árinu okkar í MH. Það var mjög gaman og við höfðum gaman af því að fíflast í þeim tímum.. sem og utan þeirra. Einhvern tímann á ganginum mætum við Gérard þar sem við leiðumst og valhoppum eftir ganginum og þá segir Gérard: "Þið eruð svo skemmtilegar, svo skemmtilega... barnalegar!" Góður Gérard!
Einu sinni fórum við í sund í Mosó. Man ekki hvenær þetta var en þetta hlýtur að hafa verið eftir menntó svo við vorum komnar yfir tvítugt. Við erum djúpt sokknar í samræður þegar við borgum í sundið, afgreiðslukonan gefur okkur til baka og við byrjum að labba í átt að klefanum þegar ég fatta að hún hefur gleymt að láta okkur fá lykil. Í sömu andrá og ég ætla að fara að biðja um lykil tek ég eftir að hún hafði gefið mér til baka eins og ég hefði bara átt að borga barnagjald! Ég varð mállaus og gekk bara inn í klefa. Smástelpan sem afgreiddi okkur (pottþétt svona 5 árum yngri en við!) hélt s.s. að við værum ekki orðnar 12 ára!! Leið samt aðeins skárr þegar ég fattaði að það var nýbúið að breyta aldursgrensunni í 16 ár... en samt!
Fótboltasaga:
Ég man þegar ég var að stíga fyrstu skrefin í meistaraflokknum. Ætli ég hafi ekki verið svona 14 eða 15 ára. ég man sérstaklega eftir einni "konu", hún var nú næstum nógu gömul til að vera mamma mín, 10 eða 11 árum eldri en ég! Ég fór á eina fótboltaæfingu hérna í Lundi í fyrra. Það komu alla vega tvö holl af flissandi gelgjur til mín og spurðu mig hvað ég væri eiginlega gömul. ég var sem betur fer enn "in my early twenties" ekki nema 24 ára. Þær misstu hins vegar næstum andlitið og flissuðu að þær væru sko 14 ára... þá var mér hugsað til Írisar gömlu í Mosó.
Og svo af mömmu og pabba:
Pabbi hefur mjög gaman af því þegar mamma á stórafmæli. T.d. þegar hún varð fimmtug gat hann sagt:"konan mín er komin á sextugsaldurinn og ég er bara rétt rúmlega fertugur)" hann er s.s. einu og hálfu ári yngri en mamma. Held hins vegar að fólk hafi nú pískrað um þau í gamla daga og pælt í því hvort foreldrar mömmu minnar vissu að hún væri með svona miklu eldri manni! Það eru nefninlega til endalausar sögur af mömmu sem ekki var hleypt inn í leiktækjasal bannaðan yngri en 16 ára þegar hún var sjálf í háskóla og litli bróðir hennar var inni að spila. eða þegar hún var kasólétt af systur minni og spurð um skilríki í bíó inn á mynd bannaða innan 16. Pabbi hins vegar varð að borga fullorðinsgjald í strætó þegar hann var 11 ára! Það var svosem allt í lagi því bróðir hans, ári eldri, borgaði bara barnagjald í staðinn.

ég lærði ýmislegt í dag

bragðið af ódýrasta súkkulaðinu í búðinni minnir lítið á súkkulaði. "Ekólógíska fair trade" súkkulaðið ER betra en annað súkkulaði (enda bragðast keyptar kökur mun betur en stolnar kökur, spurjið bara Mikka ref).
Það er hins vegar vel hægt að nota óæta súkkulaðið í kókoskökur og samt bragðast þær vel :)
Svo er ég í fýlu út í vinkonu mína í skólanum. Hún apaði allt upp eftir mér í heimadæmunum sem við skiluðum um daginn (believe me, ekki í fyrsta skipti!) og hún fékk 0,4 stig á meðan ég fékk 0,3! Svo hafði ég ekki getað síðasta dæmið og hún kópíaði það frá annarri stelpu og lét mig ekki vita svo ég fékk 0 fyrir það á meðan hún fékk fullt, s.s. 0,5. Hún getur sko gert sín heimadæmi sjálf héðan af og hana nú!

Það væri mjög góð hugmynd að byrja að læra fyrir prófið sem er eftir rúma viku... en ég bara nenni því ekki...

þriðjudagur, maí 15, 2007

Var að ramba um netið

svona af því ég hef ekkert gáfulegra að gera... eða þannig. var að velta fyrir mér þessu bloggi. Er þetta ekki alveg örugglega grín??
Vona það alla vega svo innilega.
Var annars að sýna íbúðina okkar. 2 nýútskrifuð úr skóla og búa á "stúdentakorridornum"
sem er hérna rétt hjá. ég var orðin brjálæðislega stressuð yfir því að taka á motim þeim ein og auðvitað snérti tungan vitlaust uppí mér þegar þau komu. en svo voru þau bara mjög indæl og í lok heimsóknar hafði tungan komist á réttan stað og ég náði vonandi að bjarga mannorði mínu ;)
Kvöldmatur og svo heimadæmi, koma svo!

Bara rétt að láta ykkur vita

að ég er ekki "loksins" búin í prófum eins og allir eru að blogga um þessa dagana :Þ ég er enn í fullri kennslu og endalaus ehllings verkefnaskil. ég fer í próf 25. maí og er ekki búin í skólanum fyrr en 1. júní og þið megið byrja ða vorkenna mér NÚNA!
Annars er sko feikinóg skemmtilegt að gerast eftir að skólinn klárast. Við Jonas ætlum að keyra til Prag og Nürnberg strax þegar skóla líkur (s.s. um kl 13 þann 1. júní) og þegar við komum til baka kemur Hrefna í heimsókn. við skilum heni svo til stóra bróður í Köben og náum í mömmu og pabba í sataðinn. Þegar þau eru farin eru bara 2 vikur í að við fáum íbúðina okkar og má reikna með að allur júlí fari í íbúðarstúss og þá er bara kominn ágúst...
Já, ég held þetta verði bara alveg ljómandi sumar um leið og maí er búinn.

þriðjudagur, maí 01, 2007

saltstangir og kók

... í morgunmat...
ákváðum klukkan 17 í gær að það væri nú bara góð hugmynd að halda partí um kvöldið! Enda Valborg og svona. Þá voru góð ráð dýr enda íbúðin á hvolfi og von á fólki í mat og við meira að segja eftir að ákveða hvað átti að vera í matinn og að kaupa inn að sjálfsögðu.
Ekki komu nú margir enda kannski frekar stuttur fyrirvari en fínasta partí engu að síður...