sunnudagur, maí 14, 2006

Vesen

emil (með brotnu tánna) hringdi í mig áðan og sagði að þau hefðu ákveðið að hann færi með til Ítalíu þrátt fyrir brotna tá, þau yrðu bara að bera hann!
Mér var nú eiginlega bara létt. Þrátt fyrir að það hefði örugglega orðið mjög gaman í þessari ferð hefði það líka verið algjört vesen. Ég var einmitt búin að vera að hugsa heilmikið um það í dag hvernig þetta myndi allt reddast. Í fyrsta lagi yrði ég líklega að taka með ferðatöskuna í prófið (vesen). Svo fór ég að hugsa að þegar heil sinfóníuhl´jomsveit fer í sömu flugvélina er örugglega svolítið þröngt í handfarangrinum svo að það yrði líklegast reynt að þvinga mig til ða setja básúnuna í farangursrýmið og kassinn minn þolir það bara ekki (vesen). Svo þyrfti ég einhver vegin að koma mér frá Bologna til Barcelona (vesen) í lok ferðar þar sem þau ætla að fljúga heim sama dag og við Jonas ætlum að fljúga til Barcelona (vesen). Ég var búin að reyna að finna flug (vesen) frá Bologna til Barcelona en það var bara eitt flug sem var beint og kostaði u.þ.b. 60.000 ísk (vesen). Ég var líka búin að vera að skoða flug til London, hitta þá Jonas þar og nota seinni hluta farmiðans míns þá (vesen). Það hefði gengið að fá það á ca 10.000 ísk en þá hefði ég þurft að koma mér á milli Gatwick og Stansted (vesen). Svo ór ég að spá í básúnuna... það er gjörsamlega vonlaust að ætla í 20 daga ferðalag með bíl og lest með stórt og þungt hljóðfæri sem þú ætlar ekki einu sinni að nota (vesen). Ég hefði þurft að pína e-n til að taka básúnuna heim fyrir mig (vesen) og nálgast hana svo sama dag og ivð komum heim úr ferðalaginu því ég fer til Íslands daginn eftir(vesen). Ég var meira að segja farin að spá í að selja bara básúnuna í Bologna! Þar að auki ætlaði ég mér ekki að borga þessa ferð þar sem ég hef hreinlega ekkert efni á því á leiðinni í hina ferðina og svona (vesen). Svo í samanburði við eina brotna tá er ég líklegast meira vesen eða hvað?
Svo er það næsta vesen. Sænsk básúnuvinkona mín er með útskriftartónleikana sína 26. maí! Vesenið er það að það er í Arvika. Það tekur 8 klst að komast þangað með lest og ég held enn lengri tíma með bíl (vesen). 5 dögum seinna er ég að fara í lokapróf í efnafræðinni og með þessu áfrahaldi á ég eftir að hafa nóg að gera í að frumlesa o.s.frv. (vesen). Daginn eftir er ég að fara í brúðkaup í Jönköping (vesen). Mér hefur ekki enn tekist að finna lestarferð frá Arvika eftir að tónleikarnir eru búnir (ca 21) og áður en brúðkaupið byrjar (15:00 daginn eftir) (vesen). þannig, endalaust vesen!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Komdu bara heim ;)

15 maí, 2006 18:36  
Blogger Guðrún said...

slakaðu á ég kem ;) annars er það minnst jafnmikið vesen, alltaf sama púslið þar. Sem betur fer finnst mér það bara alveg ljómandi skemtielgt að púsla... reyndar ekki alvöru púsl bara svona púsl... jújú, það er allt í algi að púsla alvöru púsl ef Jonas gerir alla leiðinlegu bitana eins og himininn og svona :Þ

15 maí, 2006 19:09  
Anonymous Nafnlaus said...

;)

15 maí, 2006 22:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Great site lots of usefull infomation here.
»

21 júlí, 2006 10:12  

Skrifa ummæli

<< Home