miðvikudagur, maí 03, 2006

Oj pöddur!!

Býst við að eigi eftir að segja það aftur í sumar....
ákvað a borða hádegismatinn úti og lesa svolítið í eðlisfræðinni líka. Tók með mér fína gula ullarteppið og lagðist útá gras.
Það fylltist allt af smáflugum og skordýrum á engum tíma!! Alveg ótrúlegt! En e´g lét það ekkert á mig fá, passaði bara að það færu engar flugur ofan í appelsínu/mangó smúþíinn minn. Svo lagðist ég á magann með súkkulaðið mitt og las í eðlisfræðinni. Var að sjálfsögðu alltaf að bursta maura af b´´okinni og höndunum en le´t það ekkert á mig fá. Lét það samasem ekkert á mig fá þegar ég fann pöddu í súkkulaðipakkanum mínum :/ tók bara súkkulaðið úr pakkanum og skoðaði það vandlega fyrir hvern bita :/ Svo heyrði í "þyrluhljóð" rétt fyrir ofan hausinn á mér. Var mjög kúl og afslöppuð enda bara smá hunangsfluga. Hún settist á teppið hjá mér og fór að "ulla" (hef bara aldrei séð hungangsflugu í svona miklu návígi!) í það því hún var að vonast eftir hunangi. Hún varð hins vegar fyrir einhverjum vonbrigðum með teppið og fór í göngutúr upp á bókina mína. Ég reyndi að halda kúlinu en gaf þú frá mér smátíst og hristi fluguna í burtu. En eftir það var einbeitingin alveg horfin og ég var bara í því að hrista ímynduð skordýr af líkamanu, jakk! Gula teppið fer ekkert inn í hús á næstunni. Þegar ég stóð upp var fullt fullt af hinum ýmsu skor´dyrum fast við teppið, fjölbreytnin kom mér á óvart! Ég held satt að segja ð gult ullarteppi sé eki gáfulegasta undirlagið.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha ha :) Þú ættir kannski bara að fá þér svart eða brúnt teppi... Eða bara læra inni, maður sofnar hvort eð er alltaf ef maður ætlar að lesa úti, a.m.k. geri ég það (og þegar ég ætla að lesa inni hangi ég í tölvunni! Hvað á það að þýða...)
Gangi þér vel í prófinu!

03 maí, 2006 18:04  

Skrifa ummæli

<< Home