föstudagur, október 24, 2008

Vikan tæplega hálfnuð

Þessar tvær vikur ætla algjörlga að renna saman...
Langir dagar í skólanum alla vikuna, 8-10 tíma viðvera, kirkjuskóli í fyrramálið og svon bruna ég beint í æfingabúðir í kórnum. Mig grunar að það verði unnið mikið og sofið lítið... svo verður brunað beint úr æfingabúðunum á ráðstefnu um "proteomics" (hljómar það ekki pró?? :D) . Ráðstefnan er svo allan mánudaginn líka. Þriðjudagur fer í að laga skýrslu og byrja próflærdóm (fengum einmitt heilmikið lesefni í dag sem ég vissi ekki um), miðvikudagur próflestur, fimmtudagur PRÓF! og ég sem hélt ég hefði alla vikuna til að læra og hvenær ætlaði ég að slappa af? Á föstudeginum kannski? Nei, það byrjar næsti kúrs.
Ég get huggað mig við það að það eru engin plön og munu ekki vera gerð nein plön næstu helgi.

miðvikudagur, október 22, 2008

Svolítið absúrd

Vaknaði um 3-leytið í nótt við að vinstri fóturinn minn hafði sofnað.
Drattast á fætur til að reyna að vekja fótinn, helst án þess að vekja mig. Sé að það er ljós frammi svo ég staulast draghölt og svefndrukkin fram til að slökkva ljósið. Þá situr Jonas inni í stofu og er að prjóna!
Það skal tekið fram að mig var ekki að dreyma.

Kvöl og pína!

Milli klukkan 16:30 og 18:00 var ég skilin eftir ein í "labbinu" (tilraunastofunni) með þýsku stelpunni :/
Hún er alveg fáránlega hæg í öllu sem hún gerir og svo óendanlega leiðinleg!!
Hún er hálfþýsk, fædd og uppalin hér en ég svo sver það ég tala með minni hreim en hún.
Jæja, búin að deila frústeringunni með ykkur ;)
best ég skelli mér á kóræfingu.

mánudagur, október 20, 2008

Skil ekki boffs

Það eru krúttulegir gamlir bræður sem eiga heima fyrir ofan okkur. Ég sé annan þeirra oftar en hinn. Hann er ekki nema 1,30 myndi ég giska og kannski ekki alveg eins og fólk er flest. ég get ómögulega skilið hann þegar hann talar! Áttum þessar líka fínu samræður á leiðinni úr kjallaranum núna áðan og ég skildi barasta ekki neitt. Ég verð víst bara að leika undirgefnu eiginkonuna og láta Jonas sjá um samskiptin við þá bræður.

föstudagur, október 17, 2008

Getið þið hvað ég var að finna

jólasmákökur frá því í fyrra!
Já, og sko alveg nóg af þeim!!
Í staðin fyrir að henda þeim og þrífa boxin og það allt skellti ég þeim bara aftur inn í skáp og tók fram tópasinn sem mamma og pabbi komu með :)

þriðjudagur, október 14, 2008

Gurk :(

Það er búið að fella niður flugið mitt heim til Íslands og okkur boðið flug fyrr um daginn. Ég er að syngja á tónleikum fyrr um daginn :(
Lítur út fyrir að við þurfum að fljúga heim 23. desember :(

sunnudagur, október 12, 2008

Ráðgátan leyst

Sigrún hafði sko mikið fyrir því að rugla mig í rímun, sendi Erling sérstaklega til Stokkhólms svo ég gæti ekki rakið póstsendinguna. En ég sá við henni, hún hefði ekki átt að missa það út úr sér að erling væri í Stokkhólmi ;)
Takk fyrir afmælisgjöfina Sigrún, ég væri mjög fín með handskana og trefilinn ef ég væri ekki svona ferlega mygluð úr kvefi og með of síðan topp ;)
Annars var ég með þúsund blogghugmyndir en ætli horið sé ekki að blokkera einhverjar heilastöðvar því ég man ekkert.
Nema að ég gleymdi alveg að koma því á framfæri að mér tókst að greina 5 prótein af 6 úr próteinblöndunni í síðustu viku og "vann". Flestir gátu ekki fundið neitt og sú sem var með næstflest náði þremur. Hef reyndar smá áhyggjur af því að kennararnir hafi ekki áttað sig nógu vel á að ég hafi unnið keppnina (og hvað þá að þetta væri keppni).

föstudagur, október 10, 2008

Ha?

Eins og þið hafið kannski tekið eftir þá hefur ekkert farið framhjá mér síðustu daga hvað ég er frábær og æðisleg ;)
Ekki batnar það þegar ég er farin að fá gjafir frá leyndum aðdáendum!!
Fyrir 2 dögum fékk ég tilkynningu frá póstinum um ða ég ætti pakka þar. Var svosem ekkert yfir mig spennt þar sem ég átti von á kirkjuskóladóti. Ég dreif mig og náði í pakkann í dag svo ég hefði nú hlutina fyrir kirkjuskóla á morgun.
Mér fannst örlítið merkilegt að brúðunni (þetta hlaut að vera brúða og ekki bækur þar sem pakkinn var mjúkur) væri pakkað inn í svona fallegan pappír undir umslagin en pældi ekkert í því fyrr en ég sá innihaldið, ótrúlega fallegur trefill í hauslitum og brúnir "mokka"handskar í stíl!
Það er hins vegar ekkert kort eða nafn eða neitt í þeim dúr utan á eða innan í pakkanum :(
og það sem meira er, póststimpillinn er frá Stokkhólmi og ekki Íslandi!
Ég vil hér með þakka innilega fyrir þessa fallegu gjöf en á sama tíma benda á að ég er ekki orðin það fræg (ennþá) að ég þurfi leinilega aðdáendur ;) Gefur sig e-r fram??

miðvikudagur, október 08, 2008

Ég er orðin alt!

Kórstjórinn hringdi í mig áðan og sagði að það hefði hljómað svo vel þegar ég söng altinn í messunni síðasta sunnudag að hann ætlaði að biðja mig um að syngja alt í Messias (vantar víst einn alt)! Ég hélt ég yrði ekki eldri!
Hef ákveðið að taka þessu nákvæmlega eins og hann sagði þetta (s.s. að ég sé svona frábær og æðisleg, svona ef þið höfðuð ekki náð því) og ekkert vera að pæla í hvort hann ahldi að það sé mér að kenna að sópraninn er falskur og ömurlegur (það er nb dóttur hans að kenna og ekki mér!). Hvort sem það nú er þá er ég bara nokkuð sátt að hafa verið færð :)
Reyndar örlítil áskorun þar sem við erum akkúrat búin að fara í gegnum raddirnar í öllum köflum og komið að fínpússun :/ ég verð víst að æfa mig heima :/
Smá fréttayfirlit:
Búin í bioinformatic prófinu, gekk ágætlega en fæ lílklegast bara G og ekki VG
Átti afmæli og fór í stórborgarferð til Kaupmannahafnar með Jonasi
Foreldrarnir komu í heimsókn og ég tók til áður en þau komu ;)
Byrjuð í mass spectrometry kúrsi og ég er þokkalega best í kúrsinum (eða svona, klárari en allir í mínum hóp alla vega :Þ)