föstudagur, september 26, 2008

tvennt í viðbót

Eitt: Sarah systir hann Jonasar fæddi Victor (jámm, þau voru löngu búin að nefna hann áður en hann fæddist) í gær. Allir hressir þó hann hafi fæðst aðeins og snemma. Algjört písl hins vegar... alla vega miðað við "litlu" frænku mína ;)
Tvö: Jonas er aaaalveg að fara að koma heim :) Það er eins gott því það var að springa pera frammi á gangi.

þetta gat ég :)

Í dag bað sérlegur Bangladesískur vinur minn úr skólanum mig um að gefa sér gsm númerið hjá mér svo hann gæti hringt í mig í tíma og ótíma út af prófinu sem verður á þriðjudaginn.
getið þið hvað ég gerði??
Ég sagði NEI!!!
Ekki nóg með það heldur sagði ég að ég hefði heldur engan tíma til að hitta hann fyrir prófið.
Tvö nei á einum degi og heimtaði endurgreiðslu út af lélegri þjónustu. Á dauða mínum átti ég von...

Guðrún- ekki bara neytandi, líka neitandi :)

Ekki verlsa hjá Lilla Valvet í Lundi

Í dag þegar ég var að læra á aðalháskólabókasafninu í Lundi ákvað ég að prófa að fara á Lilla Valvet í hádegismat. Lilla Valvet er s.s. falafellbúlla rétt hjá bókasafninu og ég hef aldrei farið þangað áður.
Það var að sjálfsögðu fullt út úr dyrum eins og við var að búast svona í hádeginu en röðin gekk hratt. Ég var búin að þylja pöntunina oft í huganum svo ég yrði nú örugglega nógu snögg og segði enga vitleysu svo allt gengi smurt fyrir sig. Svo kemst ég að og segi eins og ég hafði æft: "einn falafell með fetaosti án lauks". Mér fannst viðmótið ansi furðulegt þar sem hann var ekki einu sinni búin að heyra alla pöntunina mína þegar hann var byrjaður að taka pöntun hjá næsta svo mér fannst réttara að árétta að ég vildi ekki lauk á falafellinn. Han var að sjálfsögðu eldsnöggur að þessu öllu saman og ég var varla búin að blikka augunum þegar ég var kominn með falafellinn minn í höndina. En hann hafði aldrei spurt mig um hvernig sósu ég vildi? Mér fannst það frekar einkennilegt þar sem allir aðrir höfðu fengið að velja sósu svo ég spyr hann hvort hann hafi sett e-a sósu. Hann varð mjög hneykslaður og sagðist hafa sett milda sósu (sem var nb lygi, hann hafði ekki sett neina sósu) en ég sagði honum að hann hafði aldrei boðið mér sósu og ég vildi fá bland af öllum. Það mætti halda að ég hefði verið að biðja hann um að búa til sérblandaða sósu frá grunni handa mér, svo mikið mál var þetta. Svo horfði ég á hann sletta smá hvítlauskssósu á og ekkert meira. Mér fannst ég vera búin að vera með nóg vesen svo ég lét það duga en var engu að síður mjög óánægð með viðmótið (svosem ekkert í fyrsta skipti í Svíþjóð). Ég labbað út og byrjaði að gæða mér á falafelnum sem var nú bara nokkuð góður... komst nú fljótt að því að hann hafði gleymt að setja fetaost á (en hann rukkaði mig sko klárlega um hann!). Ég ákvað nú samt að borða aðeins meira og sjá hvort hann kæmi kannski þegar neðar drægi. Það var engin fetaostur neðar en nóg af lauk hins vegar. Mjög pirrandi en kom mér nú ekki mikið á óvart miðað við viðmótið. Það hvarflaði svosem að mér að fara og kvarta og akkúrat þegar ég var að hugsa þetta leit á á falafellinn minn og sá svart stutt hár standa út úr einni bollunni!!! Þá fékk meira að segja ég nóg og fór til baka. Ég hafði aftur nógan tíma í röðinni til að æfa ræðuna mína og þegar kom að mér bunaði ég út úr mér eins hátt og skírt og ég gat að ég hefði borgað fyrir falafel með fetaosti og án lauks og fengið einn án fetaosts með lauk og þar að auki fundið hár og vildi nú skila matnum og fá penigninn til baka. Gaurinn entist nú ekki í að hlusta á þessa "löngu útskýringu" og var löngu horfinn áður en ég var búin að klára en ég endurtók þegar hann var hálfnaður að búa til nýjan falafel að ég vildi fá peningana til baka og ekkert annað. Hann nánast henti svo í mig peningunum og muldraði e-ð í mjög svo pirruðum tón sem hefði verið hægt að skilja sem afsakið.
Ég veit ekki hvað ykkur finnst en þetta finnst mér alla vega vera "þjónusta" á lægsta mögulega plani og hef ekki hugsað mér að stiga fæti þangað inn aftur.

Guðrún-neytandi

miðvikudagur, september 24, 2008

Jonas komst á séns áðan!

Og segiði svo ekki að ég hefði ekki átt fara með! Hann var s.s. að hanga á sundlaugarbakkanum með vinnufélögum sínum þegar kona yfir þrítugt "réðst á hann". Aumingja Jonas var náttúrulega allt of góðhjartaður til að henda henni bara í laugina. ég hefði hins vegar ekki hikað við það!
Vona bara að hann hafi alla vega útskírt það fyrir henni að hann sé ekkert fyrir svona kjellingar á sínum aldri ;)

þriðjudagur, september 23, 2008

Ljota vekjaraklukka!

Hun hringdi i midjum konsert!
Tetta var otrulega fallegt og dramatiskt stykki fyrir hljomsveit, nokkra söngvara og ballettdansara (held eg). Stykkid byrjadi med tonlist og hljodfaeraleikararnir komu dansandi inn a svidid einn af ödrum (hmmm hvadan koma ta tonlistin?). Groa var konsertmeistari og Torunn Vala var einn af söngvurunum. Tad for reyndar pinulitid i taugarnar a mer ad söngavararnir skildu syngja i mikrafona en eg byst vid ad tad hafi verid naudsynlegt svo tad heyrdist i teim (hlytur ad hafa veri i Haskolabio). Söngvararnir voru allir i graenum kjolum med blomamunstri ja og gott ef teir sau ekki bara um dansinn lika! Mer gafst nu ekki taekfaeri til ad sja hverjir fleiri voru ad spila eda syngja tvi vekjaraklukkan hringdi!! Eg hafdi i bjartsyni stillt hana a 7 og fattadi svo ad bokasafnid opnar ekki fyrr en 9 svo i motmaelaskyni "snoozadi" eg i klukkutima :p

sunnudagur, september 21, 2008

Skrúðgöngur og lestir

Þá er ég orðin grasekkja aftur. Það er ekkert spes.
Laugardeginum var að þónokkri leyti eytt í skrúðgöngum af ýmsum sortum. Um hádegisbilið keyrðum við Embla frænka niður í bæ því Jonas vara að fara að spila með lúðrasveit heimvarnarliðsins. Á leiðinni lentum við í bílalest á eftir tveimur hestvögnum sem voru fullir af fólki í einhvers konar gamaldags herklæðum og með fallbyssu í eftirdragi. Á eftir þessari hersingu hjólaði svo maður í minna skrautlegum herlkæðum á einkennilegu hjóli með palli þar sem hann var með skóflu og fullt af hestaskít :) Eins og þið getið ímyndað ykkur fór hersingin ekki mjög hratt yfir svo það myndaðist þessi fínasta bílaröð á eftir þeim.
Við gengum svo á hljóðið og fundum Jonas svona líka sætan í júníformi og með hatt og allt. Maðurinn með prikið gerði svo einhverjar hreyfingar og og lúðrasveitin lagði af stað. Við Embla vorum náttúrulega spenntar að ganga á eftir í skrúðgöngu en það stóð ekki í boði þar sem hestvagnarnir voru mættir og áttu að fylgja. Við gengum svo á eftir hestvögnunum eins og æstar grúppíur því það var engin annar sem fylgdi á eftir. Það myndaðist þessi líka fína röð af frekar eyrðarlausum strætóum þar sem hersingin fór eftir mjög fjölförnum strætóvegi. Eftir að hafa þrammað á eftir í stutta stund, snéri svo lúðrasveitin við og gekk sömu leið til baka. Þá var ekkert annað að gera en að snúa við og elta (sama fína strætóbílaröð í þá áttina). Eftir þessa ævintýralegu "skrúðgöngu" borðuðum við Embla og Jonas nestið okkar á bekk með "A-liðinu" eins og rónar eru kallaðir í Svíþjóð. Svo var haldið í IKEA. Við vorum ekki komin almenilega út á hraðbrautina þegar við sjáum að það er óendanleg bílalest eftir allri hraðbrautinni, okkur langaði helst að bakka til baka :/
Við vorum í hálftíma í þessari skemmtilegu röð þar til við komumst framhjá hnútnum og þá var hálftíma bílferð eftir í IKEA. Maður hefði nú haldið að IKEA ferð á laugardagseftirmiðdegi væri ekki góð hugmynd en við rúlluðum öllu upp á minna en hálftíma, með pylsu og ís á eftir meira að segja!
úps verð að fara að horfa á sjónvarpið

laugardagur, september 20, 2008

3 tíma fyrirlestur í dag

að sjálfsögðu hjá manninum sem sló svona rækilega í gegn í gær.
Í þetta sinn var fyrirlesturinn í tölvustofu og ég settist aftast og hékk á netinu... ég er svo hræðilega óskammfeilin!!!
Hékk samt út allan tímann svo ef ské kynni að hann segði e-ð merkilegt í lokin... hann gerði það ekki...
Jonas er að fara til Flórída á sunnudagsmorgun og skilur mig aaaaleina eftir í kuldanum í næstum því viku... það finnst mér illa gert

fimmtudagur, september 18, 2008

4 tíma fyrirlestur í dag

Púff, ég hef sko ekkert úthald í svoleiðis maraþon. Svo var kennarinn ekkert spes og vildi endielga að við værum að fylgjast með og skildum það sem hann segði og svöruðum spurningunum hans. Það er algjörlega vonlaust í svona bekk þar sem maður þekkist ekki neitt. Ég vorkenndi samt kennaranum það mikið að ég var dugleg að svara honum og kinka kolli annað slagið og svona (alla vega framanaf á meðan ég hafði e-a einbeitingu í annað en að stara á klukkuna).
svo kom til mín stelpa í hléinu sem fannst ég greinilega mjög klár að vera með svona allt á hreinu og skilja um hvað hann væri að tala. Það fannt mér fyndið því ég vissi ekkert um hvað hann var að tala mest af tímanum. Svona er ég nú góð að feika get ég sagt ykkur ;)
Ég fékk æðislegan mat í kvöld! Get því miður ekki eignað mér heiðurinn af því þar sem við skelltum okkur út að borða bara sísvona. Við erum orðin svo fullorðins að við fengum okkur bæði fisk og engan desert :Þ
Svo var ég að keppa í fótbolta í gær, fyrsta og síðasta skipti á þessu "keppnistímabili". Þeir þurftu endilega að hafa alla leikina á miðvikudagskvöldum sem er eina kvöldið sem ég er upptekin á. Það er skemmst frá því að segja að við unnum ekki og ég er með sár á leggnum eftir að ég sparkaði í sjálfa mig. Þarf ég nokkuð að segja meira?
Jæja, farin að sinna Jonasi svona áður en hann skilur mig aftur eftir eina heima. Engin á leið í heimsókn í næstu viku??

mánudagur, september 15, 2008

Vissud tid

ad ramadan er i fullum gangi nuna og ad to tetta se arlegur vidburdur ta er ramadan aldrei a sama tim tar sem tad er ekki farid eftir "venjulega" dagtalinu heldur "truarlega" dagatalinu og tess vegna faerist ramadan alltaf fram um ca manud.
Kannski vissud tid tetta allt saman en eg vissi tad alla vega ekki fyrr en i dag :) Svona er ad vera i altjodlegu nami krakkar minir :)

Ps: aumingja stelpan sem var ad segja mer tetta var med hausverk af hugri a medan eg var afvelta af ofati :/

sunnudagur, september 14, 2008

Búin!!

Ég er nokkuð viss um að það er akkúrat engin sem getur ímyndað sér hvað ég er búin með :)
Ég var að klára fínufínu tvíbandavetlingana mína sem ég byrjaði á áður en ég flutti til Svíþjóðar :)
Það tók mig s.s. rúm þrjú ár að klára það en þeir eru að sjáflsögðu óendanlega fínir og hlýir og góðir (þó þeir séu örlítið misstórir og misstrektir). Þá er bara að byrja á úlnliðsböndunum handa Jonasi... ætli ég gefi honum þau ekki bara í afmælisgjöf... á þessu ári!

Guðrún-sem er á e-n hátt örlítið glöð yfir að Jonas skuli ekki vera heima, ég meina, ég kláraði vetlingana!

laugardagur, september 13, 2008

Greinilega ekki Íslendingar sem skipulögðu ferðina hans Jonasar

Tónleikarnir eru búnir en þau fara ekki heim fyrr en annað kvöld! Hann er s.s. farin að hanga og bíða núna og ég hitti hann ekki fyrr en um miðnætti á morgun! Ansalegt.
Þau byrjuðu á að hanga í tvo tíma í Trelleborg að bíða eftir skipinu sem færi með þau til Þýskalands og svo var allt tilbúið klukkutíma fyrir tónleikanana í dag!! Kannski Svíarnir séu stoltir af að tímaplanið "gekk svona vel upp" en mér finnst þetta bara eintóm tímasóun.
Frekar hleyp ég á eftir strætó heldur en að bíða í 10 mínútur af því ég kom svo tímalega...

plasmodium falciparum

Svona til að halda áfram að slá sjálfri mér gullhamra þá ætla ég að segja ykkur hvað ég var dugleg í dag ;)
Ég var að hjálpa Bangladeíska vini mínum með tölvuæfingarnar og þá áttum við m.a. að skoða erfðamengi P. falciparum. ég svona nýbúin að taka námskeið þar sem malaría var m.a. rædd gat frætt hann um að þetta væri einmitt bakterían sem veldur hættulegasta afrbrigðinu af malaríu. Þetta vissi hann nú ekki en hann sagði mér að pabbi hans hefði hringt í hann núna um daginn alveg ég öngum sínum. Vinur minn hafði nefninlega gleymt moskítóflugnanetinu sínu í Bangladesh og pabbi hans hafði miklar áhyggjur af því hvernig hann gæti bjargað sér þarna í Svíþjóð! Vini mínum tókst nú að róa pabba sinn og segja að það væru nú bara engar moskítóflugur í Svíþjóð. Ég leiðrétti hann að sjálfsögðu (ég besservisser?? Ha neinei) og sagði honum að það væru nú mýflugur hérna en þær bæru bara ekki með sér malaríu. Honum fannst ég að sjálfsögðu mjög klár og veraldarvön hérna í Svíþjóð ;)

fimmtudagur, september 11, 2008

pirrandi

að fara svangur í búðina og svo er endalaust af fólki þar og þú þarft að standa í eilífð í röð... að sjálfsögðu umkringd af sælgæti!!
Að sjálfsögðu stóðst ég freistingarnar, enda ekki þekkti fyrir annað eða hvað ;)
Og annað, mér leiðist að vera ein heima! Þið eigið ennþá séns á að kíkja í heimsókn, Jonas kemur ekki heim fyrr en á sunnudagskvöldið!
Ætla samt að láta vera að auglýsa það í skólanum, gæti misskilið ;)
Það er ekki tekið út með sældinni að vera svona myndarlegur get ég sagt ykkur ;)

miðvikudagur, september 10, 2008

Tæpar tvær vikur búnar

og tæpar þrjár eftir. Get ekki sagt að ég fíli "bioinformatics" en þetta er hollt og gott.
Ég hlýt að líta óendanlega vinalega út því að í þessari viku hafa þrír strákar úr námskeiðinu beðið mig hjálp og tvo af þeim þekki ég ekki nokkurnb skapaðan hlut. Einn sagði bara hæ ég heiti XXX (man ómögulega hvað hann heitir) ertu búin með verkefnin sem við áttum að gera þessa vikuna? Værirðu til í að senda mér þau? ég varð svo hissa að ég sagði bara já og gaf honum öll verkefnin mín!?!?
Annar strákur var frumlegri og spurði mig hvort það væri engin sykur í kaffinu hans. Furðulegt nokk hafði ég ekki hugmynd um það (!?!) . Hann þurfti hjálp við að finna afmælisgjöf hann 10 ára frænku sinni og vantaði kvenlegt innsæi (!?!). Sá þriðji þekki ég aðeins frá kynningarfundinum áður en skólinn byrjaði. Hann hefur aldrei unnið með bionformatics áður og þurfti hjálp og treysti mér greynilga betur en vinum sínum (ég montin? Já!) svo hann bað mig um hjálp sem fólst ekki í að senda honum verkefnin mín heldur aðstoða hann við að gera sín eigin. Þó það þýði að ég þurfi að hitta hann í aukaklukkutíma finnst mér það mun meira spennandi en að gefa verkefnin mín eða "beita mínu kvenlega innsæi" í að finna afmælisgjöf handa 10 ára frænku e-s.
Annars er ég orðin nokkuð góð í indverksri ensku eftir þessar tvær vikur. Með þessu áframhaldi verð ég farin að skilja bekkjarfélaga mína í lok námskeiðs.