fimmtudagur, mars 29, 2007

Og að öðru

Einhver veginn finnst mér fyrra bloggið engan veginn eiga heima á síðunni minni! Ég keppist við að hafa þetta eins ómálefnalegt og innihladssnautt og mögulegt er! Bæti það upp hér og nú!
Þar sem ég er svo löt að skrifa hér er fullt fullt af mismerkilegum upplýsingum um sjálfan mig og ekkert annað sem þið hafið misst af kæru lesendur! get rétt ímyndað mér hvað það fer illa með ykkur ;)
Fyrst í fréttum er alla vega að ég náði prófinu í analítískri efnafræði :) ekkert smá fegin að fá "loksins" að sjá niðurstöðurnar því ég var ansi stressuð enda ansi tæpt. Við vorum ekki nema 15 af ca 40 í kúrsinum sem náðum þannig að ég er bara ansi montin og hrokafull núna ;) Þið getið rétt ímyndað ykkur að minn kæri tilraunafélagi náði ekki... hann þorði nú ekki einu sini að mæta í prófið HAH! ég get verið svo ótrúlega vond... Annars erum við að bjóða í aðra íbúð þessa dagana. Við notum aðra tækni núna, erum "kúl á því" og látum vitleysingana um að bjóða vilt og galið 5000 kr meira á hálftíma fresti og skellum svo inn lavöru tilboði þegar þeir missa móðinn... eða e-ð í þá áttina... íbúðin var sett á 850 þ sek og þegar við skoðuðum íbúðina voru þrír búnir að vera að bítast um hana og verðið komið upp í rúmlega 900þ. Svo í gær, 5 mínútum fyrir lokun buðum við 1 milljón. Í dag hafa 2 verið að yfirbjóða hvorn annan fram og til baka og verðið komið í eina og sextíu. Fimm mínútur í fimm í dag buðum við 1,1 og í þessum töluðu orðum var Jonas að hringja og segja ðvið hefðum fengið íbúðina!!!!! Vá! Ég er ekkert smá ánægð :D
Ætla að láta þetta duga í bili :)

gott að eiga systur...

...sem heldur manni við efnið!
Var að eyða tíma í vitleysu og ráfa um netið og rakst á þessa grein. Varð svolítið æst og langaði til að svara henni en er ekki með moggablogg og gat þess vegna ekki svarað... geri það bara hér í staðinn... hvort sem ykkur líkar betur eða verr... og þótt greinarhöfundur fái aldrei að vita mitt álit :)
Fyrir ykkur sem nennið ekki að lesa greinina, þá talar Ingi Karlsson um yfirvofandi lögbann á reykingar á veitinga- og kaffihúsum. Hann er s.s. mótfallinn banninu og finnst vera að ganga á rétt þeirra 30% sem reykja...
Ég er góð í stærðfræði (þó ég segi sjálf frá ;)) og reiknast svo til að það það séu þá 70% sem ekki reykja. Hvað þá með rétt þeirra 70% að geta farið út að skemmta sér/út að borða/ fá sér kaffibolla án þess að verða fyrir óbeinum reykingum? 70% eru í fyrsta lagi meira en 30% (góð í stærðfræði sko).
Segjum sem svo að 70% þjóðarinnar vildi að lögreglan klæddist rauðum búningum frekar en svörtum en engar breytingar yrðu á klæðnaði lögreglunnar. Ég myndi ekkert pirra mig yfir því þó ég tilheyrði þessum 70%. Að klæðast svörtum búningum gæti kannski talist "sjónmengandi" en það hefur hins vegar engin áhrif á heilsufar mitt að vera í návist svartklæddra lögregluþjóna. Það er enginn sem hefur ofnæmi fyrir svörtum lit og engin lykt eða önnur óþægindi sitja eftir í hárinu á mér eða fötunum mínum daginn eftir að ég hef umgengist eða séð svartklæddan lögregluþjón.
Að verða fyrir óbeinum reykingum er hins vegar skaðlegt heilsu minni. Það veldur líkamlegum óþægindum að þurfa að vistast í tóbakstreyk. Sumir gætu sagt að ég kjósi það sjálf að vera í tóbaksreyk. Jú, ég get valið um að vera heima hjá mér, því þar hef ég vald til að ákveða hvort reykt er eða ekki, og fara aldrei á kaffihús eða veitingastað eða aðra opinbera staði þar sem reykingar eru leyfðar svo þau 30% sem reykja verði ekki fyrir óþægindum. Ég held að ég þurfi nú ekki að færa rök fyri því af hverju það er ósanngjörn jafna.
Eins og kannski flestir vita fyrir (og aðrir eftir að hafa lesið þetta) þá reyki ég ekki. Ég þekki hins vegar, þó ótrúlegt megi virðast, fólk sem reykir og þrátt fyrir að ég skilji ekki og muni líklegast aldrei skilja af hverju fólk byrjar að reykja (sér pistill út af fyrir sig), þá þekki ég fullt af reykingarfólki sem ég virði fullkomlega og lít upp til (þó ég sé reyndar það fordómafull að fólk missi yfirleitt nokkur prik þegar ég kemst að því að það reykir... æ það er nú kannski óþarfi að hafa þetta með...). Ég bý jú í Svíþjóð þar sem reykingar hafa verið bannaðar frá því ég flutti hingað. Það reykingafólk sem ég þekki og býr hér er ekki ósátt við reykingabannið. Það er kannski óþarfi að segja að það sé himinlifandi en það er engu að síður ekki ósátt. Reykingabannið hefur orðið til þess að þau hafa minnkað reykingarnar þar sem það er ekki beinlínis spennandi að fara út í roki og rigningu að anda að sér tjöru...
Það er varla nokkur manneskja sem ekki veit um skaðsemi reykinga! Ég kýs að "álykta" að fólk sem komið er til vits og ára og reykir, vilji gjarnan hætta því þó það kjósi að reykja (þá væntanlega vegna þess að það er erfitt að hætta að reykja og fólk treysti sér ekki í baráttuna án þess að ég viti svosem nokkuð um það). Með reykingabanninu gefst þeim hins vegar gott tækifæri til að minnka við sig reykingarnar. Fólk sem er að berjast við að hætta að reykja losnar líka við að þurfa að horfa upp á aðra reykja í kring um sig innandyra o.s.frv.
Þetta er nú orðin meiri langlokan og ég gæti haldið áfram að elta skottið á mér heillengi í viðbót. Ég hefði hins vegar alveg getað látið það duga að segja þetta: Að banna reykingar á opinberum stöðum gengur kannski á rétt 30% þjóðarinnar en að leyfa þær gengur á rétt 70% þjóðarinnar.
Og hana nú.

mánudagur, mars 19, 2007

Nýi sófinn kominn


Ekki séns að ég standi upp úr sófanum næstu mánuðina!

En fyrst ég er orðin svona ótrúlega flink í myndunum set ég líka inn eina mynd sem var tekin fyrir grímuballið í kirkjuskólanum
', ég var bara svon ótrúlega flott að þið verðið eiginlega að fá að sjá mig frá fleir sjónarhornum

Ef þið hafið ekki fattað það nú þegar, þá var ég sko íþróttatröllið.
Ég er komin í algjört myndastuð best ég skelli inn mynd af gullskónum góðu sem voru bara notaðir einu sinni
Og ein mynd af efripart kjólsins... og Jonas fær að fljóta með
Brúðhjónin voru svosem ágæt líka, sjáið hvernig ég brúðurin erum sammála í litavalinu, þess má geta að hún var líka í gullskóm, brúðgumin var hins vegar í ferlega hipp og kúl skóm með appelsínugulum röndum á hliðunum. Móðir brúðgumans hélt hann væri í strigaskóm!

Mig langar nú eiginlega pínulítið til að birta fínu myndirnar sem Jonas tók af okkur systrunum í tæplega 10 ára gömlum jólasveinanáttfötum sem við fengum frá jónu frænku og Mossa... held að síðunni yrði lokað þá, myndin var tekin kl 7 um morgun ef ég man rétt og já, ég minntist víst á að þeir eru næstum 10 ára gamlir... sendi þér þær bara í pósti Hulda Magga mín ;)

fimmtudagur, mars 15, 2007

vantar titil

Vildi óska þess að ég gæti sagt að bloggleysi stafaði af einskærri samviskusemi. Þ.e. að ég eyddi bara öllum deginum í próflestur, líkamsrækt og heimilisstörf og mætti bara ekki vera að því að kveikja á tölvunni! Ekki alveg þannig. Ég er búin að vera dugleg að hanga í tölvunni, bara ekki nennt að blogga. Ekki búin að vera neitt sérstaklega dugleg við lestur, ásættanlega dugleg í ræktinni og ekki snert heimilisstörf síðan ég veit ekki hvenær!
Þetta er samt allt að koma. Skrapp í búð áðan og það ekki þessa beint fyrir neðan hjá mér (sem er okurbúlla, fór í ódýrari búð og fékk hreyfingu). Setti meira að segja líka í 2 þvottavélar (heimilisstörfin sko) , er að blogga og er bara búin að vera þokkalega duglega að læra... alla vega miðað við aldur og fyrri störf. Svo er ætlunin að læra slatta í kvöld, gera gömul próf og svona því að á morgun er spurningatími í skólanum og svo eru bara örfáir dagar í próf! Þetta reddast nú eins og venjulega en það hefði nú verið ágætis tilbreyting að fá VG ("vel náð") en ekki bara G (náð). Geri það bara næst...
Við fengum ekki húsið, e-ð moldríkt fólk stal því frá okkur... það voru alla vega e-r sem voru greinilega tilbúnir að borga heilli íslenskri milljón meira en við fyrir þetta. En við höldum bara áfram að skoða, erum að fara að skoða 2 íbúðir um helgina sem koma vel til greina!

föstudagur, mars 09, 2007

Tilboð

eða kannski frekar íboð? í einmitt íbúð :)
erum að bjóða í lítið raðhús... ásamt 3 öðrum! :(
Ég er búin að vera að ímynda mér að ég gæti komist að því herjir hinir eru sem eru að bjóða í og fara heim til þeirra og hóta þeim! Svo er ég líka búin að ímynda mér að e-r af hinum geri það sama og tengist jafnvel einhverri mafíu! Þá myndi ég senda þeim morðaungarráð til baka og segja að ég væri sko ekkert hrædd og ef þeir hypjuðuð sig ekki á brott myndi ég lemja þá í klessu!
Annars erum við bara 3 eftir, s.s. einn hættur að bjóða, spurning hvort mafían hefi verið send heim til hans?

miðvikudagur, mars 07, 2007

Raddirnar í höfðinu á mér...

ætlaði að skrifa ógurlega hnittinn póst með eþssari fyrirsögn. Er bara svo þreytt að ég get ómöguelga verið sniðug, segi ykkur bara plottið: Er búin að vera að raula lag sem heitir "Hún var það allt" eftir Gunnar Reyni og var að syngja það fyrir Jonas sem gat ekki skilið hvað þetta er frábært lag en það er líklegast því hann heyrir ekki í röddunuum í höfðinu á mér... s.s. alt, tenór og bassa :Þ
Sniðug ekki satt!
Annars er minna en 2 vikur í próf. Ég veit ég segi fyrir hvert próf að ég kunni ekki neitt og ég ætla ekkert að hætta því núna enda búin að vera með eindæmum kærulaus þessa önn!
Það verður s.s. lesið stíft fram að prófi!