sunnudagur, júní 29, 2008

Annasamt

í síðustu viku söng ég á kórtóleikum án þess að kunna eitt einasta lag á efnisskránni og án þess að vera með nótur.
Ég umgekkst líka spilta stjórnmálamenn annað hvort á Ítalíu eða í Danmörku.
Ég hef líka tekið þátt í kappreiðum niður nánast lóðrétta brekku. Lenti þar í 3. sæti þrátt fyrir að hafa aldrei komist almennilega á bak, sat eiginlega bara á rassinum á hestinum.
Og þetta er bara það sem ég hef verið að dunda mér við að næturlagi!
Á daginn hef ég mætt til vinnu og prógramerað, konfigurerað, kubbað og límt eins og ég fengið borgað fyrir það (hah, ég fæ borgað fyrir það!). Ég er líka búin að fara í bíó að sjá Sex and the city (tók að því tilefni persónuleikapróf á facebook og komst að því að ég er Carrie) og byrja á sumarkúrsinum mínum, hanga á netinu, kaupa rafmagnstennisspaða til að veiða flugur með (og fara út á fluguveiðar því það voru engar flugur inni og Jonas var hræddur við mig svona atvinnulausa með rafmagnsspaða í höndinni). Síðas en ekki síst er ég búin að vera að smíða :) Við erum að búa til blómabeð í garðinum okkar. Þið sem hafið komið heim til okkar (hmm það eru allt of fáir! Koma í heimsókn takk!!) vitið að við eigum engan garð en fínan pall eigum við. Við erum s.s. að smíða kassa sem út við handriðið á pallinum okkar sem við ætlum svo að fylla með mold og kalla blómabeð.
Ef myndavélin okkar væri ekki biluð myndi ég láta fylgja með mynd af mér vígalegri með rafmagnsspaðann (og kannski reyna að ná angistarsvipnum á Jonasi líka) og svo aðra þar sem ég pósa með borvélina. Mjög vígaleg get ég sagt ykkur.

mánudagur, júní 23, 2008

Fyrsti vinnudagurinn

Bun ad vera herna i halftima og sa sem er yfir mer er ekki kominn og engin veit hvenaer hann kemur. Tangad til get eg glapt ut i loftid (eda stolist i tölvuna a medan Jonas er a klosettinu).

laugardagur, júní 21, 2008

og aftur

Hér ligg ég á meltunni uppi í sófa nýbúin að stúta vænum hamborgara og súkkulaði drulluköku (ég bjó ekki til nafnið!).
Pabbi kom í heimsókn á fimmtudaginn og síðan þá hefur eiginlega verið stanslaus átveisla :)
Á mánudaginn byrja ég svo að vinna. Ég verð að vinna hjá Jonasi við að setja saman öryggishnappa fyrir gamalt fólk (Jonas vill reyndar meina að það sé ekki það sem ég á að gera en hvað veit ég svosem, það er alla vega e-ð svona legó). Aðalatriðið er að ég fæ borgað fyrir það ;)
Við ætlum svo að koma til Íslands 4.-20. júlí, endilega panta tíma hjá undirritaðri í skemmtilegheit.

þriðjudagur, júní 17, 2008

Hæ hó og jibbíjibbíjibbíogjei!

Það er komið blogg hjá GuðrÚnu :)
Ekki slæmur dagur til að brjóta ísinn eða hvað ;)
Búin að vera í svo miklu skrifstuði á dag að það er best að halda áfram. Kláraði skýrsluna mína, gerði "abstract" fyrir skýrsluna og skrifaði "Lifandi vísinda" grein upp úr skýrslunni og búin að fá þetta allt saman samþykkt (nema Lifandi vísinda greinina enda er leiðbeinandinn minn ekki enn búin að fá að sjá hana).
Í gær hélt ég svo kynninguna á lokaverkefninu og var bara ótrúlega góð (alltaf jafnhógvær sko).
Þannig í dag er aldeilis tilefni til að fagna! Og geri ég það hér og nú á meðan ég bíð eftir að þvottavélin klári: ég er að borða alíslenskan þrist :)