föstudagur, febrúar 23, 2007

Gleðilega helgi :)

Veit að mín verður alla vega gleðileg :) ekki út af því að ég þarf að gera tvær skýrslur (sem er nú reyndar baa nokkuð stuð) heldur vegna þess að e´g er laus við félaga minn úr tilraununum :D
Jább, fékk s.s. nóg í dag (í hundraðasta skiptið reyndar) og sagði honum (þó nokkuð hðátt og með einhverju látbragði) að svona attitjúd fýlaði ég ekki, strunsaði svo fram og tilkynnti kennaranum það. Hann tók því kannski ekki af fullri alvöru en svo eftir tiraunina (þegar hjartað sló örlítið hægar) spurði ég hann hvort það væri nokkuð möguleiki að skipta um hóp og jú, það var bara alveg möguleiki :) Hann sagði meira að segja að hann skyldi mig vel OG að við værum kannski ekki alveg á sama leveli skólalega séð. Þessi kennari er orðinn alla vega jafnháttskrifaður og sjúkraþjálfarinn og ef hann heldur áfram á þessari braut á hann eftir að stinga hann af :)
Já, ég var bara no0kkuð ánægð þegar ég rölti svo í ræktina. Þar hljóp ég 7 km og gerði mínar æfingar á meðan ég hugsaði í gegnum heilu básúnustykkin (með öndunum styrkleikum, víbradoi og öllu...til að drepa tímann sko :) og reiknaði allt mögulegt (hversu langt ég myndi hlaup ef ég héldi eþssum meðalhraða í ákveðið langan tíma, hver meðalhraðinn hefði verið fyrst ég hljóp 7 km á 45 mínútum, hveru mörgum kalóríum ég brenndi miðað við meðalhraða og lengd o.s.frv. ... líka til að drepa tímann)
Fínasta heilaleikfimi það :)
Niðurstaðan er sú, að ég brenndi eiginelga akkúrat sælgætismagninu sem ég hakkaði í mig í gær á meðan ég horfði á sjónvarpsþáttin "þú ert það sem þú borðar".
Í gær var ég súkkulaði og lakrís en í dag er ég ís og rósaraldinsúpa :)

Góða helgi aftur :)

Já! Og hópurinn sem ég fékk að skipta yfir í gerir tilraunirnar 2 sem ég á eftir á mánudag og fimmtudag og þá er ég búin!! S.s. næstum viku fyrr :) Þar að auki lenti ég í hóp með strák semég hef verið með í fleir kúrsum og er bara þokkalega skemmtilegur... af svía að vera alltso...

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Haldið þið að það sé!

Já, yfir ýmsu að hneykslast í dag. Í fyrsta lagi liðin vika síðan ég bloggaði síðast og ekki örlar á samviskubiti, héðan í frá er samiskubit yfir bloggleti niðurlagt.
Annað ekki síður miklivægt að hneyksalst yfir og það er veðrið! Haldið þið ekki að það sé snjór yfir öllu hér! Alls ekkert jólalegt, bara kuldalegt. Enda hef ég haldið mig inni í allan cdag og í lopapeysunni.
Enn eitt hneykslunarefni er tilraunafélagi minn sem fyllti mælinn áður en við byrjuðum á tilauninni í gær. Ég spurði óskup einfaldlega kennarann hvort það væri möguleika ða skipta um félaga og hún sagði já! Þraukaði tilraunina og tókst að fá gaurinn til að samþykkja að við gerðum skýrsluna í sitthvoru lagi (það hlakkar í mér, ekki séns að hann ráði við útreikningana) og svo áttum við að fá nýja félaga fyrir næstu tilraun. Nema hvað, í lok dags missi ég það út úr mér að það hafi nú bara gengið bærilega í dag! Kennarinn skiptir um skoðun og ég sit uppi með gaurinn! Fæ þó að skila inn undirbúningsvinnunni og skýrslum sjálf sem er þó bót í máli.
Fleira til að hneykslast yfir er sælgætisátið á mér, sérst besst í andlitinu á mér sem lítur út eins og á 13 ára unglingsstelpu! Nú þegar veðrið er svona leiðinlegt og að sjálfsögðu ekkert sælgæti til í húsinu (viljandi) eru góð ráð dýr, ég tók til þess ráðs að búa til einhverskonar kókoskúlur, hneykslanlega gott!
Kominn tími til að haldast áfram að berjast við excel

þriðjudagur, febrúar 13, 2007

Nýja hjólið mitt kom í dag :)

Eftir nokkura daga samskiptaörðuleika við skánska vörubílstjóra fékk ég fína nýja hjólið mitt innpakkað í morgun :) Ég var hins vegar ekki spenntari en svo að ég skellti því niður í kjallar í staðin fyrir að pakka því upp og hélt áfram með skýrsluna úr tilrauninni í gær (með einmitt besta vini mínum... vá, það er nú eiginlega bara saga út af fyrir sig... segi á eftir).
Í gær mældi ég vatnsinnihald í hveiti, metanóli og sjampói með Karl Ficher aðferðinni. Félagi minn mætti tímanlega eins og ég og við fórum yfir nokkra punkta og þetta lagðist bara vel í mig. Tilraunin gekk bara ágætlega þrátt fyrir að við höfum nú gert nokkra hluta oftar en einu sinni. Leiðbeinandinn okkar er pólsk stelpa sem nær mér varla upp að öxl og er einstaklega feimin. Minn maður sjarmaði hana upp úr skónum með sínum einfaldleika og þar með var hann svosem búin að gera nóg að mínu mati. Við vorum búin um eittleytið með tilraunina og undum okkur í útreikninga eftir hádegismat. Minn maður kemur eftir hádegismat og segist hafa misst aðra framtönnina! Hann var s.s. með gerfiframtönn sem gaf sig í hádeginu og okkur á milli bætti það ekki upp hans talörðuleika sem voru nógir fyrir. Við sátum svo í yfir 4 klst við að klára útreikningana... þ.e. við sátumí 4 klukkutíma, ég að reyna að hugsa skýrt, hárreita mig og útskýra fyrir félaga mínum hvernig ætti að gera þetta á meðan hann spurði asnalegra spurninga eins og "10% af hve miklu?" og efaðist um allt sem ég sagði. Fyrir rest small þetta og við skiptum með okkur afgangnum af skýrslunni og ég fór hás heim (já, ég gæti hafa hækkað málrómin einstaka sinnum...)
Ég var svo voða dugleg í dag, fór í sjúkraþjálfun og ræktina, sótti um nokkur störf og gerði minn hluta skýrslunnar. Áður en ég fór á hljómsveitaræfingu meilaði ég svo félaga mínum og sendi honum minn hluta og spurði hvernig honum gengi. Fékk svo svar núna í kvöld þar sem hann sagðist bara hafa verið of þreyttur í dag til að gera neitt!?! Ég varð ekkert smá svekkt, ekki bara yfir því að hann væri ekki búin að gera neitt (bjóst alveg eins við að þufa að gera þetta sjálf) heldur aðallega yfir því hvað hann skrifaði vitlaust! Hann skrifar s.s. miklu vitlausari sænsku en ég, hann bara hlýtur að vera lesblindur. Þessi skýrsla er reyndar á ensku (vá, hvað það ætlar að reynast mér erfitt að skrifa þetta á ensku, það kemur bara allt út úr mér á sænsku)
en ég hlakka sko ekki til að þurfa að rífast í honum um stafsetningu þegar við skrifum á sænsku...
Jæja, þá er ég búin með hneyksl dagsins

Guðrún

miðvikudagur, febrúar 07, 2007

Hönk 2

Það er bara fullt af myndarlegum karlmönnum í kring um mig þessa dagana! Það er s.s. eitt hönk með mér í efnafræðinni. Mjög flottur... á meðan hann þegir! En um leið og hann opnar munninn OMG, gjörsamlega óþolandi! Sá það alveg strax í fyrsta tíma að þetta var þessi sem yrði rætt um sem óþolandi gaurinn. Alltaf að spurja e-a spurninga seme ru alveg út í hött. Hann heldur að þær séu gáfulegar en kennararnir verða bara hálfpirraðir (svo ég tali nú ekki um nemendurnar!). Hrenfa ég trúi nú ekki öðru en þú tengir þetta við einn góðan efnafræðifélaga minn úr MH... ætla ekkert að nefna hann neitt á nafn ;)
Sá var nú samt bara svolítið sjarmerandi þrátt fyrir fáránlegar spurningar, en þessi, þessi er það bara ekki! greyið er bæði smámæltur og talar með útlenskuym hreim!
Það er ekkert að ástæðulausu sem ég er að úthúða greyinu í dag. Komst nefninlega að því með hverjum ég er að far að gera 7 tilraunir og 7 stórar efnafræðiskýrslur næstu 3 vikurnar :/ get ekki sagt að ég sé neitt í skýjunum yfir að hafa lent með hönkinu :/

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Hönkið

Var að afbóka tíma hjá sjúkraþjálfara sem ég átti að fara í á morgun.
Ekki út af því að ég sé orðin svona súpergóð að ég þurfi ekki á sjúkraþjálfun að halda, heldur af því að ég er búin að fá mér nýjan sjúkraþjálfara, hah! :)
Þessi kona sem ég átti að fara til á morgun í þriðja skiptið, hefur ekki gert annað en að skrifa niður það sem hrjáir mig, potað örlítið í mig (en þó ekki svo mikið) og svo segja mér að fara til sjúkraþjálfara sem er í líkamsræktarstöðinni minni svo hann geti búið til æfingaprógramm fyrir mig. Í tímanum á morgun ætlaði hún að sýna mér tensid-tæki (eða e-ð í þá áttina...) í annað sinn... sýndi mér það líka síðast sko... þetta eru s.s. e-r rafmagnsbylgjur sem draga úr sársauka og eiga víst líka að geta slakað e-ð á vöðvunum... ég er alveg til í að gefa þessu tæki séns svosem (þó ég hafi alls ekki fýlað það þarna í fyrsta skiptið) en eftir að ég fór til hins sjúkraþjálfarans sem skoðaði mig almennilega (þó ég hafi bara sagt við hann að mig vantaði æfingaprógramm samkv. hinum sjúkraþjálfaranum), potaði fullt í mig til að athuga hvað hjálpaði og hvað ekki, lét mig fá fullt af sniðugum æfingum til að "laga mig" (fékk líka gulan teyjuborða með nóa siríus páskaeggjalykt af!) og svo á ég eftir að fara til hans alla vega 2 sinnum í viðbót svo hann geti sett saman prógramm í tækjasalnum og séð til þess að ég gerði allar æfingarnar 100% rétt. Hann er búin að "skipa" mér að gera ákv. æfingar heima, 2-10 sinnum á dag (fer eftir æfingum) og svo er það skilyrði að ég geri æfingarnar í tækjasalnum alla vega 2 sinnum í viku til að byrja með og auki það upp í 3-4 sinnum í viku. Svo "má" ég koma eins of og ég vil að hlaupa á bretti og hjóla og það allt saman. Þetta verður s.s. fínasta aðhald og ég ætla að vera rosalega hlýðin :)
Gleymdi ég nokkuð að segja að hann er fjallmyndarlegur ;Þ

"Hurðu þarna Jón"

man einhver MH-ingur eftir honum? Smá vísbending í viðbót: Skyr og banani...
Ég er s.s. með tvífara hans í tíma! Veit ekki hvort hann stundi vaxtarækt en það er samt e-ð við hann sem minnir svo á vin okkar úr MH. Þessi strákur er e-ð svo skemmtilega einfaldur og indæll. Ég er alla vega búin að ákveða að hann verði nýi vinur minn í kúrsnum. Ég er alveg búin að gefast upp a þessum uppskrúfuðu asnalegu sænsku píum, alveg hætt að púkka upp á þær! Svo í dag fékk ég lánuð blöð sem ég missti af þegar ég var veik og ljósritaði. Næsta skref er svo að fá að ljósrita glósur hjá honum... ég er ekki viss um að ég leggi í það! Held að skrifi gjörsamlega ólæsilega!
Annars er það helst að frétta að hafragrautur með múskati er nánast óætur. Það urðu smá mistök í morgun þegar Jonas lagði svefndrukkinn á borð og svo önnur mistök þegar ég sturtaði nánast hálfum stautnum á grautinnminn! Jakk.
Aðrar fréttir eru þær að við erum alveg á leiðinni að kaupa íbúð! Erum reyndar ekki alveg búin að ákveða okkur. Íbúðin er frátekin fyrir okkur í viku og við ætlum að fá að skoða hana aftur og reikna dæmið aðeins betur áður en við skrifum á pappírana. Helst viljum við líka fá annan fasteignasala! Þessi sem sýndi okkur íbúðina var eiginlega ekkert spes... kom í fyrsta lagi 15 mín. of seint og var svo stanslaust í símanum (og geispandi!) og
var svo einhvern veginn ekkert sérstaklega áreiðanlegur... ótrúlega svona "merkilegs tenórslegur"... eða e-ð svoleiðis. Annars keyptum við íbúðina okkar á Íslandi af algjörum græningja (vissi bara akkúrat ekki neitt blessaður) og það gekk svosem ágætlega. Málið með þennan er kannski helst að ég treysti því ekki alveg að hann sé að segja okkur satt...
Alla vega, hætt þessu bulli og farin að læra... þriðja daginn í röð!! Þetta hefur bara ekki gerst síðan þessi önn byrjaði!