miðvikudagur, maí 03, 2006

Komin í betra skap

enda ekki annað hægt!
Var að enda við að tala við vinalega konu á skrifstofu MH!?! Believe it or not! Hún virkaði ung, svo hún hlýtur að vera ný. Hún sendi meira að segja símann áfram niður í vinnustofu raungreinakennara og þar fékk ég að tala við gamlan vin, Þórarinn stærðfræðikennara!! Fattaði ekki að þetta var hann fyrr en eftirá (sem var kannski bara eins gott ;)). En hann skokkaði að leita að eðlisfræðikennara sem gæti hjálpað mér og talaði við Einar Júl sem sagði að e´g mætti senda honum póst og hann lofaði meira að segja að svara mér! Þvílíkur lúksus! Svo nú bíð ég bara spennt eftir svari, ætla nú ekkert að gera mér of miklar vonir um svar fyrir klukkan hálfþjú í dag (þá á ég að fara í munnlega eðlisfræðiprófið) en ég get þó alla vega sagt að ég eigi vona á svari... ís taðin fyrir: "ég er búin að senda 2 tölvupósta á eðlisfræðikennara úr skólanum mínum og hef ekki fengið nein svör og býst ekki við að fá þau úr þessu... (restin sögð grátandi á hnánum:) geriði það, leyfiði mér að gera grútleiðinlegar eðlisfræðitilraunir hjá ykkur"
Nei, é losna við að segja þetta alla vega...
Svo er hevví skóli á morgun sem endar með prófi en svo er ég komin í helgarfrí! Pabbi er líka að koma í heimsókn á morgun og til að kóróna góða skapið þá er frábært veður úti!! :)

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ljómandi fínt! Vona að þetta virki allt saman eins og á að gera, Einar Joule hlýtur að svara :)
P.s. Ég er ekki viss um að ég eigi neitt yfirlit yfir eðlisfræðitilraunirnar sem við gerðum, en þú þarft það ekkert ef þú nærð sambandi við eðlisfræðifólkið er það?

03 maí, 2006 18:02  

Skrifa ummæli

<< Home