miðvikudagur, maí 03, 2006

Drulluféll!!

Átti sko engan vegin von á því þar sem ég skrifaði prófið orðrétt upp og tók heim og fór yfir með Jonasi! Við fórum svo í gegnum prófið og ég l´rði það nokkurn vegin utanað til að brillera í munnlegaprófinu... gleymdi svo því eina sem virtist skipta þá máli :( það lekur sko af mér fýlan!! Var að enda við að skrifa bréf í menntamálaráðuneytið og biðja þá um að endusrkoða tjah, íslenska menntakerfið eða hvernig íslenskar menntaskólaeiningar eru metnar inn í sænska kerfið...
jább, eins gott að það er svona æðislegt veður annars væri ég sko í enn verra skapi...
Efnafræðipróf á morgun og ég er sko ekki í stuði til að lesa! Bara 2 spurningar og þú þarft að hafa þær hárréttar til að ná. Ef maður nær fær maður 5 stiga bónus (af 40) fyrir lokaprófið. Munar nú um minna. en miðað við hepni mína í sænskum prófum býst ég nú ekkert við að ná...

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hertu upp hugann mín kæra, þú getur þetta um það er ég fullviss!!!!
Baráttukveðja Guðný fiðla

04 maí, 2006 14:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Oj bara! Vona að það gangi betur á morgun!
Áfram Guðrún!

04 maí, 2006 18:09  

Skrifa ummæli

<< Home