mánudagur, febrúar 16, 2009

Tittut!

ég er mætt :)
Sko, jólaskrutuð hjá mér var ekki komið niður í kassa fyrr en í lok janúar (og þá eingöngu út af því við vorum að fá gesti, annars hefði það verið uppi lengur) þannig ég sé ekkert athgavert við jólafærslu efsta á síðunni í febrúar ;)
Annars er ég nánast óskrifandi. Ég var að koma úr bólusetningu og fékk sprautu í BÁÐA handleggina og sé ekki fram á að geta notað þá nokkurn tíman aftur. Verst að Jonas var líka í þessari bólusetningu þannig ég fæ enga meðaumkun þaðan :(
Annars er sko ýmislegt í fréttum get ég sagt ykkur. Það heitasta í dag er... vá, ég get bara engan veginn gerst upp á milli, þessi listi verður í handahófskenndri röð held ég bara. Mamma og pabbi eru að koma til Köben á morgun. ég er að fara að hitta þú þar og svo koma þau yfir til okkar seinna í vikunni. Við Jonas erum á leið til Suður Afríku um páskana (þess vegna vorum við í bólusetningum). Ég er að fara að halda kúrs um Ísland. 6 skipti 3 klst í senn. Fyrsta skiptið er á miðvikudaginn og ég fékk að vita þetta alltsaman í dag. Ég er búin að kaupa mér rauða strigaskó í tilefni Afríkuferðarinnar. Þeir eru mjög flottir og liprir og voru á einstaklega góðu verði. Systkini mín koma í heimsókn í mars og verður það að sjálfsögðu mjög gaman. Ég er orðin algjörlega snartjúll í prjónaskap og er með mikil fráhvarfseinkenni þar sem ég ég bíð eftir hvítri léttlopadokku sem kemur með fluginu á morgun (með mömmu og pabba s.s.). ég er búin að vera í heilmiklum lokaverkefnispælingum og var með 3-4 hugmyndir og ákvað að senda meil á nokkra staði. Hingað til hef ég fengið jákvæð viðbrögð (þó ekkert sé öruggt) frá öllum stöðunum sem gerir málin bara alls ekkert einfaldari. Á morgun er ég að fara til Köben í heimsókn á einn af stöðunum (og svo að hitta mömmu). Tveir a þessum spennandi stöðum eru á íslandi svo það er ekki útilokað að ég verði á Íslandi í haust, alla vega verð ég pottþétt á Íslandi í sumar :)
vá, þetta er sko troðfullt af alls konar staðreyndum og ekki búið enn: ég og helga frænka erum að fara að troða upp hjá "Svensk-isländska föreningen" í apríl. 'eg hef mætt einu sinni á þannig samkomu (með íslenska kórnum sem söng) og var með bjánahroll allan tímann, sat á aftasta bekk og hagaði mér eins og versta gelgja. eins gott að við verðum e-ð skárri en aumingjans fólkið sem tróð upp í það skiptið... við ætlum að syngja íslenskan tvísöng, Bubba og Ragnheiði Gröndal, fjölbreytt eller hur? ;)
jæja, nú þarf ég að fara að einbeita mér af því að vera illt í handleggjunum (það er nefninlega erfitt að muna það ef maður er að gera e-ð annað)

Sjaúmst

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vei! Blogg :) Og greinilega allt að gerast!
O, ég man alveg hvað við bekkjarsystkinin vældum mikið yfir bólusetningum síðasta vor svo ég vorkenni þér alveg fullt - reyndar spurning hvort öfund yfir ferðinni vegur ekki vel upp á móti ;) Allavega gleymdist kvartið fljótt þegar við vorum komin af stað svo það verður örugglega líka þannig hjá ykkur.
Kveðja,
Hrefna

17 febrúar, 2009 15:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að fá blogg frá þér! Gangi þér vel með þetta allt saman, það virðist sko vera nóg að gera hjá þér :)

Hildur

18 febrúar, 2009 11:01  
Blogger Sigrún Helga Lund said...

Úúúú, Guðrún söngdíva! ;) Gangi ykkur vel :)

20 febrúar, 2009 10:50  
Blogger Unknown said...

vaá... Ekkert smá spennandi ár framundan hjá ykkur :)

22 febrúar, 2009 10:28  

Skrifa ummæli

<< Home