fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Jólin nálgast í Lundi

Hvernig veit maður það?
Jú, bleiku jólakanínurnar eru á víð og dreif niðri í bæ og ekki má gleyma bláa plexíglerjólatrénu!!
Annars er bara stress hér í augnablikinu...
Nóg að gera og naumur tími en samt fullt sem ég vil segja enda langt síðan ég hef bloggað
Var að fá staðfestingu á því sem ég sótti um fyrir næstu önn. Varð mjög hissa þegar ég sá það, ég hef greynilega sótt um allan fj.... tveir tónlistarkúrsar, einn spilikúrs og annar að ég held bóklegur um kvikmyndatónlist. slatti af fjarnámskúrsum sem fjalla um allt frá "human fysiologi" til "mat i Europa". Fyrir utan svona kúrsa sótti ég líka um 2 "venjulega" kúrsa... held ég alla vega, tók eiginelga ekki eftir því í allri vitleysunni! Slatti af spennandi kúrsum og ég má bara velja tvo (Í mesta lagi fjóra en þá verð ég líka alveg að drukna næstu önn)... veit alveg hvaða kúrsa væri skynsamlegast að velja en er það endilega það skemmtilegasta? Nei, alveg örugglega ekki!
Ein spurning, lít ég út fyrir að vera mjög heimsk og vera engan vegin fær um að nota pípettu hvað þá meira?
Það er alla vega attitjútið sem ég fæ frá þeim sem ég hef gert tilraunir með. Búin að gera 2 tilraunir með 2 mismunandi stelpum og þær hafa báðar komið fram við mig eins og ég sé vangefin! Svo er ég bara miklu klárari en þær, kunna ekkert að reikna eða neitt og verða bara pirraðar, en hlusta á mig? ekki séns!
Getur verið "svolítið" pirrandi....
jæja, farin að gera e-ð af viti :)
Hlakka til í kvöld ;)

laugardagur, nóvember 18, 2006

Krossa fingur :)

Var ad koma ut ur frumuliffraediprofinu og er bara nokkud vongod um ad hafa nad i tetta skiptid (reiknadi ad sjalfsögdu möguleg stig og i staerstu neikvaedninni held eg ad eg hafi verid med akkurat 60% rett!). En miki er eg samt oendanlega pirrud ad geta bara aldrei munad nein löng ord! Leit einmitt yfir nokkur atridi i morgun, tar a medal hvad ensimin i glykolisunni heita, hvad holrumid a milli kjarna"membrananna" heita og hvad kolvetniskedjuhudin utan a vissum frumum heitir... eg mundi ekki eitt einasta af tessum ordum nema mögulega fyrripart eda seinnipart og kannski8 nokkurnvegin tonfallid... hjalpar litid... eg var bara i nyyrdasmid...
en nu er s.s. loksins komid ad tvi: dagarnir sem eg aetla ad gera nakvaemlega allt :)
Aetla ad byrja ad fara nidur i bae og athuga hvort tad seu enn til grasker, finn mer örugglega e-d fleira ad gera i baenum og svo... aei tad voru nu aleg tusund hlutir sem eg aetladi ad gera og man svo ad sjalfsögdu mest litid af tvi... hlytur ad rifjast upp:)

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

ég veit, ég veit

fáránlegt að tala ekki um annað Pólland í 2 vikur og minnast svo ekki á hvernig var þegar meður kemur heim!
Fyrst var ég of þreytt, svo nennti ég því ekki og svo var það of seint1
En það var alla vega fínt í Póllandi. Borðuðum í heitum kastala og spiluðum í ískaldri kirkju (ég spilaði í kápunni og með vetlinga). Krakkarnir voru ágætir en ég var nú samt ekkert að hanga langt frameftir í djammi (svo skemmtileg voru þau ekki...) sem kom sér vel á bakaleiðinni í 7 klst bátsferð (jakk! Það geri ég ekki aftur!)
Annars var ég að koma úr nuddi og líður unaðslega :)
Akkúrat sem ég þurfti eftir setu yfir bókum, endalaust spilerí, ferðalög, kulda og stress.
Mér er alveg að takast að gleyma að ég er að fara í próf á laugardaginn, ekkert stress þar get ég sagt ykkur. Ætla nú að reyna að rifja aðeins upp í kvöld og jafnvel læra e-ð nýtt... ekki veitir af!!
Annars fer að styttast í jólafrí er það ekki?
Skrítið, allir væntanleg að fara að byrja að undirbúa sig fyrir próf, ég svona svo gott sem búin með eina lotu og rétt að byrja á nýrri sem næstum klárast fyrir jól, bara einn fyrirlestur og próf eftir jól. Ég hef aldrei farið í próf svona í byrjun janúar, vona að það skemmi nú ekki jólin.
Heyrðu, hætt að bulla! Ég var búin að lofa að fara að læra!

þriðjudagur, nóvember 14, 2006

Þvíllík írónía!

Sit við tölvuna og er að lesa fyrir munnlegt próf í heilsukúrsinum mínum. Var að klára að lesa um kólestról sem hækkar einmitt við það að borða mikið unnar kjötvörur og svo náttúrulega egg. Fatta að ég er orðin svöng og fer inn í eldhús og ákveð að fá mér BEIKON OG EGG Í HÁDEGISMAT!
Ég er náttúrulega ekki í lagi!
Vona bara að það verði ekki beikonlykt af mér í prófinu, hrædd um aðverða felld á staðnum þá...

föstudagur, nóvember 10, 2006

Hætt í fýlu...

og á leið til Póllands!
Fattaði það í gærkvöldi að það væri víst í dag! Vissi akkúrat ekkert meira en það... eilaði stjórnandanum og fékk að vita að við færum ekki fyrr en kl 20 í kvöld og að við svæfum á hóteli (þvílíkur lúksus! Bjóst alveg eins ivð leikfimisal!) og að okkur væri yfirleitt boðið í mat...
Svo ég þarf bara að hafa með mér básúnu, nótur, konsterföt og smá vasapening. Gott mál!
Heyrumst eftir helgi :)

Ps: þaðer virkilega kominn tími til að bæta Gróu á tenglalistann! Ætla að reyna að dröslast till þess núna, ætti nú að ráða við það...

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Ég er í fýlu!

Var að fá niðurstöðuna úr prófinu sem mér gekk svona líka vel í. Var með 61,25% rétt takk fyrir, munar ekki nema 1,25% að ég hefði FALLIÐ! ég ætla sko að skoða prófið vel á morgun og finna e-n sökudólg, ekki séns að ég hafi gert svona mikið af vitleysum! Ég er komin með kenningar um að e-r hafi svissað nöfnum á prófinu hjá mér og e-m öðrum eða að kennaranum sé illa við mig af einhverri ástæðu... ég er ógeðslega pirruð! Ekki séns að ég nenni að fara að læra fyrir næsta próf núna!

sunnudagur, nóvember 05, 2006

Tónleikar helgarinnar

Jæja, var að koma heim af seinni tónleikum helgarinnar og er vægast sagt algjörlega búin á því!
Þetta voru nú eitt af þeim ævintýralegurstu tónleikum sem ég hef spilað á verð e´g að viðurkenna! Spiluðum fyrir fullu húsi (og það stóru9 af eldri borgurum! ég er sko alls ekkert að ýkja þegar ég segi að meðalaldurin ðá tínleikunum var um 65 ár1
Spiluðum slatta af sænskum lummum með 70 luummusöngvara og örlítið yngri lummusöng/leikkonu sem allir þettu 8nema jég að sjálfsögðu) og svo var þrusutrompetleikari líka en það var nú bara smápatti um fiommtugt.
svosem lítið annað að sgja um þessa tónleika, þetta var svona you had to be there
til þess að skilja hversu ótrúilegt þetta í rauninni var. Miðinn á tómnleikana jkostaði offjár og ég held það hafi verið nánast uppslet áður en miðarnir komums í almenna sölu, fyrir 3-4 vikum! Jábbs, maður er vinsæll.
Í gær vour örlítið öðruvísi tónleikar, eiginlega nær því sem ég er vön. Þeir voru með Malmö akademiska orkester och kör og gestakóir frá Póllamndi (þaðan sem við erum einmitt að fara). Spiluðum Brahms Requiem á Allraheilagramessudag í ótrúlega fallegri kirkju í Malmö. Sauðurinn ég hafði guggnað á fyrstu básúnu þar semég ve í engi formi og þetta ótrúlega háttofg mér fannst 2 æfingar fullítið,. Þau fengu svo básúnuleiakra til að spila fyrstu sem mér finnst bara alls ekkert góður en vá hvað ég var fegin að sitja bara við hliðna á honum og spila aðra básúnu (að sjálfsögðu eins og engill ;)) á meðan hann rembdist eins og rjúpan... að koma þessum tónum út. Gerði það svosem ekkert svo illa, betur en ég hefði gert það en ekki eins vel og ég vildi heyra það spilað ;)
Við básúnurnar vorum nú bara nokkuð sáttar við okkar... svona þangað til e-r sagði okkur eftir tónleikana að í síðasta kaflanum hefðum við komið inn slagi of snemma og haldið til streitu og dregið u.þ.b. hálfa hljómsveitina með okkur... engin af okkur tók neitt eftir því... hressandi.

en nú er ég farinn að knúsa manninn minn sem ég hef varla séð síðustu 2 vikurnar. Svo er það bara nýr kúrs á morgun, frumuefnafræði heitir hann.

föstudagur, nóvember 03, 2006

ííhaaa!

Gekk ógó vel í prófinu :)
Hver segir að stress borgi sig ekki, fékk þessa fínu bauga í kaupbæti :)
ætla að eyða restinni af morgninum í sjónvarpsgláp og tölvuhangs, svo er það bara að vinda sér í næsta, laga e-a asnalega skýrslu sem asnalegi kennarinn gat ekki asnast til að samþykkja :Þ svo er á ég enn eftir eitt líffræðipróf (ætla, ehhem, að taka það aftur sko...) það er ekki fyrr en eftir tjah tvær vikur og í millitíðinni byrja ég í nýjum kúrs (á mánudag), fer í heimapróf (í heilsukúrsinum í næstu viku), spila á tvennum tónleikum (um helgina), skrepp til Póllands (10.-12.) og reyni að semja við kennarana um að fá að taka eina tilraun fyrr/seinna sem ég missi af á meðan ég er í Póllandi...
Svo fer víst að styttast í "fyrstadesballið". Já, best að auglýsa það:

ÍSLENSKI KÓRINN Í LUNDI KYNNIR:
STUÐFAGNAÐUR ÍSLENDINGA
VERTU MEÐ ALLT Á
HREINU OG
Í TAKT VIÐ TÍMANN
OG MÆTTU
AXELGÅRDEN I VALKÄRRA
LAUGARDAGINN 2. DESEMBER 2006
ÞRIGGJA RÉTTA VEISLUMÁLTÍÐ
POTTÞÉTT DANSPRÓGRAM OG “FJÖLBREIT”
SKEMMTIATRIÐI SEM VIÐ HÖFUM HANNAÐ SJÁLF
ALLT ÞETTA FYRIR BARA 250 KR
(SEM ER SKO EKKERT VERÐ FYRIR ÞENNAN PENING)

HÚSIÐ OPNAR KL 19 OG ÞAÐ VERÐUR STUÐ FRAM Á NÓTT
MIÐASALA Í SÍMA 046 2113319, NETFANGI
BRYNDIS@COMHEM.SE OG HJÁ KÓRFÉLÖGUM

s.s. hægt að kaupa miða hjá mér :)

Á ekki að skella sér??

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

prófkvíði

er ekki stressuð fyrir próf en er það núna
prófið er í fyrramálið
ég er ekki viðræðuhæf