mánudagur, maí 15, 2006

Djí

Samfylkingin vill endilega að ég kjósi í kosningunum... það sem meira er þeir eru búnir að senda mér 2 meil á meiladressu sem ég er ekki einu sinni búin að hafa neitt mjög lengi og ég veit ekkert hvernig þeir fengu hana... svo er það annað, ég hef ekkert kosningarrétt ef ég er með lögheimili erlendis??
Nú er ég búin að "lesa" reglurnar tvisvar (þeir sendu mér eil tvisvar) og ég skil eiginlega hvorki upp né niður í þeim:
Þeir sem mega kjósa (eru á kjörskrá):
1. Þeir sem uppfylla eftirfarandi 3 kosningaréttarskilyrði: eru 18 ára þegar kosning fer fram (f. 27. maí 1988 eða fyrr); og eru íslenskir ríkisborgarar; og voru skráðir með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. 6. maí 2006.
2. Þeir sem dveljast á Norðurlöndunum og eiga að hafa hér kosningarétt (námsmenn og þeir sem eru erlendis vegna veikinda, auk starfsmanna ríkisins erlendis/alþjóðastofnana sem Ísland á aðild að + fjölskyldur þeirra sem búa hjá þeim úti -> geta áfram átt lögheimili hér á landi hjá skyldfólki sínu eða venslafólki eða í því sveitarfélagi þar sem þeir áttu lögheimili er þeir fóru af landi brott enda séu þeir ekki skráðir með fasta búsetu erlendis. Verða að uppfylla kosningaréttarskilyrði að öðru leyti. Sjá 9. gr. lögheimilislaga 21/1990)
3. Útlendingar – Norðurlönd -> 3 ár: Danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem uppfylla kosningaréttarskilyrðin tvö um (aldur og lögheimili), enda hafi þeir átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag. Einnig danskir ríkisborgarar sem búsettir voru á Íslandi 6. mars 1946 eða fyrr þurfa ekki að uppfylla skilyrðið um lögheimili.
4. Útlendingar utan Norðurlanda -> 5 ár: þeir erlendu ríkisborgara sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag.

... ég skil þetta alla vega þannig að ég hafi ekkert kosningarrétt þar sem ég flutti lögheimilið mitt...
annars er mér svosem nokk sama, nenni nu varla að vera að standa í því að kjósa, finna sendiráðið og svona :Þ ekki sama stemmningin og heima... svona er ég nú rammpólitísk eins og þið heyrið....

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ, ég skil þetta líka þannig að þú sért ekkert með kosningarétt.
Flott að fá reglurnar á blogginu hjá þér því ég var að spá hvort Allan væri kominn með kosningarétt sem hann er greinilega ekki því hann er ekki búinn að vera í 5 ár...

15 maí, 2006 19:50  
Blogger Þóra said...

Júbb þú mátt og átt auðvitað að kjósa. Ég mátti allavega kjósa í íslenskum kosningum þegar ég var með lögheimili í Svíþjóð.... Ég kaus hjá ræðismanninum í Gautaborg (í sama húsi og svenska mässan). Gæti trúað því að þú þyrftir að kjósa þar en það er samt alveg minnsta mál að komast að því. Hringja bara í sendiráðið í Stokkhólmi ;-)

16 maí, 2006 00:24  
Blogger Þóra said...

p.s. Isländska ambassaden
Kommendörsgatan 35
114 58 Stockholm
Tel: 08-667 27 53
Fax: 08-660 74 23

:-D

16 maí, 2006 00:42  
Blogger Guðrún said...

bleh, ég nenni ekki! Ennars er líka konsúll í Malmö... ég sé til...

16 maí, 2006 10:25  
Blogger Guðrún said...

endilega! hver býður best!?!

16 maí, 2006 11:48  

Skrifa ummæli

<< Home