fimmtudagur, maí 11, 2006

Skokketískokk!

Búin að fara út að skokka 3 daga í röð!!
Alltaf þegar ég er að skokka (og þá meina ég ekki bara í þessi 3 skipti því ég hef í alvörunni skokkað áður!) þarf ég að syngja e-ð lag í huganum til að halda tempóinu. Í þessi 3 síðustu skipti hefur það verið lagið "það er leikur að læra". Hef ekki hugmynd um hvaðan það koma! Syng alltaf fyrstu hendinguna, og endurtek svo hálftóni hærra þar til ég er komin upp ca 5und og byrja þá aftur á byrjun. Í gær varð ég "meðvituð" um hvað ég var að gera og fór þá að búa til varíasjónir við stefið. Mér leið eins og Mozart!... og svo leið tíminn líka hraðar...
En talandi um skokk, Sigrún kom með frábæra hugmynd í kommenti hérna fyri neðan: taka strætó út í rassgat og skokka heim!
Þetta minnir mig á þegar ég og Sigrún tókum þátt í hlaupi fyrir hönd skólans okkar: Íþróttakennararnir voru e-ð að reyna að fá frjálsíþróttastelpurnar til að taka þátt í þessu skðólamóti en þær voru e-ð tregar, svo hálfitarnir við Sigrún buðum okkur fram!! Nema hvað að þetta var í byrjun október að e´g held, ivð búnar að vera í ca mánaðar frí frá fótbotlanum sem þýðir engin hreyfing í mánuð! Þar að auki höfðum við aldrei á æfinni tekið þátt í svona hlaup áður! Við mætum á svæðið og það er keppt í hverjum árgangi fyrir sig, stelpur og strákar sér. Við vorum í 8. eða 9. bekk held ég. Svo kemur að okkur og við hlaupum af stað og ég er fyrst og Sigrún síðust! Sigrún ákveður að lulla þetta bara á þgilegum hraða enda þekkt fyrir að svindla á öllum æfingum! ég hins vegar ákveð að byrja bara fyrst því þa´þarf ég jú ekki að taka fram úr neinum!
Það þarf nú varla að taka það fram að e´g endaði ekki fyrst... ég dróst allrtaf meira og meira afturúr þar til bara Sigrún var fyrir aftan mig. Þá fattaði Sigrún að það væru nú ekki nema svona 50 metrar eftir og hún var ekki einu sinni þreytt!! Svo hún sprettir af stað og ég reyni eins og ég get að hreyfa mig hraðar með litlum árangri en næsamt að koma örlítið á undan Sigrúnu í mark. Munuerinn er hins vegar sá að Sigrún er blæs varla úr nös á meðan ég lá á gólfinu í svona 5 mínútur. Ég ætla alla vega aldrei að keppa í hlaupi aftur!

1 Comments:

Blogger Guðrún said...

;) manstu ekki eftir þessu?... að fólki skuli detta í hug að pína sig svona án nokkurs tilgangs, engin bolti og ekkert mark!

11 maí, 2006 23:46  

Skrifa ummæli

<< Home