miðvikudagur, maí 10, 2006

Sveitt og sæl

Veðurblíðan heldur áfram hér, þýðir ekkert að setgja að það sé líka gott á Íslandi því það er orðið heitara en bestu sumardagar á Íslandi! Sem bónus fylgir líka að það er allt fullt af blómguðum trjám! Alveg endalaust af hvítum, bleikum og gulum blómum. Það er ekki hægt annað en að brosa út að eyrum! Þar að auki fengum við út úr efnafræðiprófinu í dag og ég var ein af ca 15 sem náðu!!
Ég er hins vegar hætt í fótboltanum... mætti nú bara einu sinni, alltaf e-ð sem stóð í veginum... ætaði samt sko heldur betru að drífa mig í gær en svo bara gat ég ómöguelga drifið mig. Ákvaðs amt að ég myndi pína mig ef fótboltaskórnir sem systir mín sendui mér myndi passa... þeir voru of litilir! En áður en þið byrjið að skamma mig þá fór ég út að skokka í gær og aftur í dag ("sveitt" skiljið þið). Entist í korter í gær og 20 mín. í dag. Vonandi næ ég að teygja þetta upp í svona 40 mín. Annars er trikkið að hlaupa í sömu átt þangað til maður getur ekki meira. Svo er bara að snúa við (eða fara smá hring) og þá er maður alla vega jafnlengi til baka ;)
En það þýðir ekkert að hanga í tölvunni í þessu veðri, nota veðrið maður!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Aumingi með hor;) Léleg afsökun þetta með skóna... eins gott fyrir þig að vera dugleg út að skokka.

Hei en til hamingju með efnafræðiprófið, ég vissi að þú værir raungreinanörd einhvers staðar inn við beinið:)

kv STÓRA systir (í orðsins fyllstu)

10 maí, 2006 21:03  
Blogger Guðrún said...

hehehe! Góð hugmynd meðp strætóinn! Aldrei að vita nema ég noti það!

11 maí, 2006 14:27  

Skrifa ummæli

<< Home