föstudagur, apríl 28, 2006

Pirr!

Eðlisfræðipróf á morgun og enn hef ég ekkert heyrt frá ákveðnum eðisfræðikennara. Sendi meil fyrir rúmri viku og ekki heyrt neitt! Ég þoli ekki þegar maður sendir fólki fyrirspurn eða annað slíkt og fær bara engin svör! maður veit ekkert hvort það taki bara svona langan tíma að svara, manneskjan, geti ekki/vilji ekki svara eða hafi einfaldlega ekki fengið póstinn. Þetta er í annað skipti sem þetta gerist þegar ég er að reyna að redda þessari blessaðri eðlisfræði og hef haft samband við MH í gegnum tövupóst. Jújú, ég hef líka hringt og fengið þær upplýsingar að allt sé á netinu hjá þeim eða menntaskólaráðuneytinu (ekki beint um verklega hlutann heldur allur kúrsinn). Æi, ég ætla ekki að skrifa annað langt kvörtunarblogg þó mig langi til þess... mér finnst MH ekki kúl skóli í augnablikinu.

miðvikudagur, apríl 26, 2006

ég er haldin heilalömun

sökum stíflaðs nefs og almenns slappleika. Það veldur því að ég get ómögulega skrifað heilsteyptan texta... ótrúlegt en satt, þá hefur það engin áhrif á einstaka eðlisfræðikunnáttu mína, ég er að rúlla þessum dæmum upp!
Ætlaði bara að láta ykkur vita að ég er með harðsperrur DAUÐANS í fótunum... svosem ekki við öðru að búast...

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Úff

ég þurfti nú að hafa minnstar áhyggjur af hugsanlegum veikindum eða ofnæmi... þurfti hins vegar að hafa meiri áhyggjur af því hvernig í ósköpunum ég ætti að fara að því að drattast úr sporunum eftir fyrsta korterið! Þá vorum við s.s. búnar að hita svolítið upp (erfitt en ég lét mig hafa það) og gera hræðilegar styrktaræfingar! Þetta var mjög einfalt, taka stór skref og láta hnéð næstum snerta jörðu (u.þ.b. þannig) og svo gera "froskahopp" og spretta til baka. ég var mjög dugleg og samviskusöm í fyrstu umferð af TÍU! Eftir þessa samviskusömu umferð voru lærin á mér tveir stórir grjóthnullungar og ég er viss um að ef ég hefði tekið e-ð snögglega á hefði ég einfaldela slitið e-ð. Eftir það svindlaði ég í hvert skipti sem þjálfarinn leit undan, nei maður þroskast víst aldrei uppúr því ;)
Þetta voru mjög yndælar stelpur sem tóku margar hverjar í höndina á mér og sögðu mér hvað þær hétu, þar á meðal ein íslensk. Það voru bara tvær stelpur sem spurðu mig hvað ég væri gömul. Þessar stelpur oru báðar 14! Á leiðinni heim var ég að reyna að rifja upp hverjar hefðu verið 10 árum eldri en ég þegar ég byrjaði í meistaraflokk. Man það nú ekki mjög vel en það sem ég man var að þær voru svo miklar kellingar að það var nú bara engu líkt! ég get bara ekki verið ein af þeim núna?!?!

fótbolti

Það er æðislegt veður úti og ég er að fara á fótboltaæfingu í kvöld!
Eina sem skyggir á það er að ég held ég sé að verða veik. Er heit í andlitinu, aum í augunum og með stíflað nef. Hljómar reyndar mikið eins og ofnæmi en ég er ekki með neitt ofnæmi... held ég.
Jábbs, ég er s.s. að fara á alvöru fótboltaæfingu í kvöld! Hef ekki gert svoleiðis í ca 6-7 ár held ég, það er bara ansi langur tími. Enda fann ég enga takkaskó inni í skápum hér, neyðist til að vera í strigaskóm í kvöld, það er ekki töff...

fimmtudagur, apríl 20, 2006

Bráðum kemur betri tíð...

með blóm í haga
sæta lánga sumardaga
þá er gaman að trítla um tún og tölta á engi
einkum fyrir únga dreingi


Gleðilegt sumar allir saman!

Varúð langloka dauðans!... megið samt endilega lesa, vorkenna mér og leysa úr þessu...
Annars er ekkert sérstakt sumarveður hér í dag þó síðustu daga hafi lofað góðu...
ég er ennþá dauðþreytt (og löt) eftir páskafríið og get ekki beðið eftir sumrinu!
Skólamálin eru enn eina ferðina í klessu... þannig er mál með vexti að ég er útskrifuð af náttúrufræðibraut frá Íslandi, "því það er svo praktískt og lokar ekki á neinar leiðir"
. hafið þið ekki ienhvern tíman heyrt þetta???
Hér í Svíþjóð er þetta því miður engan veginn satt!! Til að eiga möguleika á að komast inn í nokkuð prógramm tengt raunvísindum, allt frá líffræði upp í verkfræði og eðlisfræði, þarft þú að vera útskrifaður af eðlisfræibraut! Skrítið eða hvað? Jú, sá snillingur sem "þýddi" íslenska einingakerfið yfir á það sænska "þýddi" eðlisfræði B (sænska kerfið) sem 12 einingar í eðlisfræði sem samsvara 4 áföngum í eðlisfræði úr MH sem þýðir eðlisfræðibraut... til að komast inn í ALLAR raungreinar, þá meina ég ALLAR þarft þú að hafa lokið eðlisfræði B. Hinar greinarnar hafa mismunandi aðrar kröfur, þær kröfur uppylli ég hins vegar allar og rúmlega það! Ég er t.d. bæði búin að læra meiri stærðfræði og efnafræði en hægt er að læra samkvæmt sænska kerfinu. Þetta taldi ég bara nokkuð góð rök fyrir því í haust að ég fengi undanþáug þegar ég byrjaði að læra í haus, en nei, aldeilis ekki!! Í Svíþjóð eru reglur nefninela aldrei sveigðar get ég sagt þér! Ég fékk hins vegar náðasamlegast að byrja í fyrsta kúrinum í efnafræði ef ég tæki eðlisfræðina samhliða. Það að fá að taka blessaða eðlisfræðina er hins vegar ekki heldur svo auðsótt...það var til þess að þegar fyrsta efnafræðiáfanganum lauk var ég ekki búin að því. Þá var mér hins vegar sagt að ef ég kæmi með pappíra frá Íslandi um hvað ég hefði lært væri möguleiki fyrir mig að fá eðlisfræðina metna, þrufti bara að fara með pappírana til námsráðgjafa í eðlisfræðideildinni. Auðvelt eða hvað? Eftir þúsund ímeil og símhringingar hingað og þangað (allir benda á hvorn annan en þó aðalega" þetta er allt á netinu"kjaftæði) fæ ég sendan ómerkilegan blaðsnepil á ensku um hvað eðlisfræðikúrsarnir innihalda í MJÖG stuttu máli. Hálf vonlítil fer ég með pappírana til námsráðgjafans sem eftir mínútu umhugsun hringir í námsrágjann í efnafræðideildinni og segir þetta í fínu lagi!! Nú allt í einu eru allir líbó! Þá er hins vegar kúrsinn meira en hálfnaður svo ég fékk að bíða þar til eftir jól. Í þessu fríi sem einkenndkist af leti og básúnuspili fór ég að hugsa hvað ég vildi gera næsta vetur og komst að þeirri ni'urstöðu að ég vildi fara í líftækni í Tækniháskólanum. ég er orðin það sjóuð i sænska kerfinu ða ég áttaði mig á því að þier í Tækniháskólanum gætu alveg tekið upp á því að taka ekkert mark á námsráðgjafanum í eðlisfræðideild háskólans. Þess vegna tala ég við þá þar og sendi þeim gögnin mín. Svo líður og bíður og í mars hringi ég og spyr hvernig gengur, jú, þá höfðu þeir komist að því að því miður væri eðlisfræðikunnáttunni ábótavant og of seint að bæta úr því í sumar. Svo eftir rúma viku er ég að fara í eðlisfræðipróf úr menntaskólanámsefni. Viðurkenni að ég er ekki viss um að ég hafi lært allt þetta áður en nánast allt samt! en bíðið þið róleg, ekki allt búið enn! Ég fæ ekki einkunn úr eðlisfræðinni fyrr en ég er búin að gera átta verklegar æfingar. Þessar verklegu æfingar býst ég við að þurfa að grátbiðja "komvux" (ölungardeild Lundar) að fá að gera. Getið rétt ímyndað ykkur hvað ég er spennt yfir því... hinn möguleikinn er að fá sendar upplýsingar um hvaða tilraunir ég hef gert á Íslandi og vona að það séu sömu tilraunir o þau gera hér, þá slepp ég og fæ einkunn. Nú er ég s.s. að bíða eftir svar frá eðlisfræðikennaranum mínum úr menntaskóla, vona að hún svari sem fyrst... eða bara svari yfir höfuð (megið endilega ýta á eftir henni, kennarar í MH!)!
Mér fynnst þetta bara hálfsúrrealísktískt og alveg út í hött! Mér er skapi næst að senda forseta Íslands og Svíakonungi bréf og biðja þá að leysa úr þessu... einhverjar betri hugmyndir??

þriðjudagur, apríl 18, 2006

10,11!

Í dag færð þú eina sænska krónu fyrir tíu krónur og ellefu aura!!!
Fyrir u.þ.b. þremur mánuðum fékkst eina sænska krónu fyrir rúmar sjö íslenskar!!
Mikið er ég fegin að vera ekki á íslenskum námslánum núna!! Miklu hagstæðara að lifa á makanum... það hefur kannski ekki mikið með gengið að gera eða hvað? ;)

Páskarnir búnir

og ekki kvarta ég!
Hef bara aldrei verið jafnuppgefin eftir páskafrí!
Samtals buðum við þrisvar sinnum í mat sem urðu samtals 27 manns. Það tók nú bara töluvert á get ég sagt ykkur.
Þetta varð líka til þess að ég er farin að meta sænskan hátíðarmat betur. Það er bara ekki hægt að bera saman undirbúning fyrir sænskt matarboð og íslenskt! Þetta sænska er mest hægt að undirbúa fyrirfrm og það er ekki mikið sem þarf að gera svona á síðustu stundu, en þvílík vinna við að elda lamalaæri, brúna kartöflur, gera sósu o.s.frv. eftir kúnstarinnar reglum og taka á móti gestum sem voru reyndar allir viljugir að hjálpa, ég hafði bara engan vegin við í að skipa fyrir, ég var allt of rugluð sjálf! Annars voru bæði bóðin mjög vel hepnuð og mjög gaman! Það íslenska stóð heldur lengur en þó ekkert svo lengi. Barnafólkið fór nokkuð fljótt eftir matinn þar sem sú stutta byrjaði að kvarta, Kaupmannahafnarbúarnir fóru heldur ekki mjög seint því þeir ætluðu í lestina. Ásgeir gisti svo á sófanum þar sem bróðir Jonasar of fjölskylda vrou líka hér. Hann vaknaði svo ásamt barnafólkinu nauðugur viljugur klukkan háfníu...
Á páskadag var okkur svo boðið í mat og spil hjá Birnu móursystur og fjölskyldu. Maturinn var góður og ég og Jonas unnum actionary/pictionari í bæði skiptin sem var að sjálfsögðu öllu mikilvægara ;)
Á annan í páskum fór svo bróðir Jonasar og fjölskylda og í fyrsta skipti í laangan tíma vorum við ein heima hjá okkur. Við nutum þess í botn í svona háfltíma en þá ákvað Jonas að fara að hjálpa múttunni sinni að pakka! Ég ákvað að vera heima og læra... svaf fyrir framan sjónvarpið yfir samtals 3 myndum. Svo kom öll strollan heim til okkar og við elduðum í sameiningu fyrir fólkið sem var s.s. síðasta matarboðið í páskaseríunni. ég var MJÖÖÖG glöð í gærkvöldi þegar við Jonas vorum loksins orðin ein :) horfðum á bíómynd og fórum að sofa. ég var hins vegar ekkert sérstaklega hress í morgun þegar ég átti ða fara í skólann... "snúsaði" í klukkutíma og álvað svo bara að sofa. Enda þótt við höfum ekki þurft að vakna með litlu frænkunni þá hefur hún nú ekkert verið sérstaklega lágvær svona á morgnana og ekki fórum við sérstakelga snemma að sofa um páskana... svo ég svaf til hádegis og sé bara ekkert eftir því! Vyrja bara í skólanum á morgun.

laugardagur, apríl 15, 2006

One down one to go!

Matarboðið í gær gekk glimrandi vel! allir farnir heim um sjö (borðuðum þrjú) og húsið komið í samt horf klukkan átta. röltum þá út á vídjóleigu o gmóktum fyrir framan sjónvarpið áður en við fórum í háttinn. Ásgeir kom svo um hálftólf til Lundar og Jonas labbaði með honum smá hring í Lundi á meðan ég bjó til skyrtertu fyrir kvöldið. Borðuðum svo hádegismat aður en við röltum niður í bæ og taddara, komið að pointi sögunna: það er æææðislegt vður úti! Fínasta peysuveður, og fullt fullt af sól :)
ég er hins vgar komin heim í matargerð ... aftur... þarf svosem bara að skella lærinu inn og taka til í eldhúsinu... jú ætli það sé ekki komin tími til að byrja á rauðlauksjukkinu (sem er btw mjööög gott þó ég segi sjálf frá) og þá styttist í að maður fari að undirbúa sósuna og Ásgeir kom með reyktan lax í forrétt og svo þarf að leggja á borð og gera sallatið maður... jú, ætli ég geti ekki alveg nota næstu to tíma ágætlega, vona bara að strákarnir farai ða koma heim svo ég geti notað þá í það sem mér þykir leiðinlegt, skrála kartöflur og gera salat og svona...
... ég hlakka bara svolítið til að byrja í skólanum aftur...

fimmtudagur, apríl 13, 2006

Páskipásk

Þeir nálgast víst...
Bróðir Jonasar, kærasta og barn eru á leið frá Stokkhólmi til að vera hér "fyrir sunnan" yfir páskana (haha, það hefur víst ekki sömu merkingu hér og á Íslandi að segja "fyrir sunan") . Við erum síðustu daga búin að vera að taka til, setja upp myndir sem við ætluðum að vera löngu búin að gera, taka upp úr síðustu flutningakössunum, raða í bókahillur o.s.frv. Ekki nóg með að þau séu á leið hingað, heldur er öll fjölskyldan hans að koma hingað í páksamat hingað á morgun. Það verða bara ansi margir get ég sagt ykkur. Við erum sko búin að vera lengi að spá og spögúlera hvernig við eigum að koma öllum fyrir, kaupa diska sem uppá vantaði, fá lánaða stóla og borð. Vorum að máta dúka í dag og við komumst að því mér til mikillar skelfingar að guðshátíðasparidúkurinn (sem hefur bæ ðe vei aldrei verið notaður!) okkar, keyptur í Króatíu, passar bara ekkert á borðið okkar! Það kom mér ekkert á óvart að hann passaði ekki á borðið fyrir 14 manns en hann sleppur í mesta lagi fyrir 6 og er eiginlega ekki nógu breiður fyrir borðið yfir höfuð :(
En við púslum einhverju saman fyrir morgundaginn svosem.
Annars eru páskarnir svolítið fyndið fyrirbæri hér í Svíþjóð, þeir eru nánast kópía af jólunum matarlega séð... og jólamatarvenjuranr eru líka nokkuð sérstakar... Málið er að á jólnum og páskunum og sennilega bara alltaf þegar e-ð mikið stendur til, er bóðið upp á hlaðborð. Á þessu hlaðborði eru litlar pylsur, kjötbollur, síld, egg, brauð og örugglega heljarins hellingur meir sem ég man ekki og veit ekki. Gallinn er sá að mér finnst þetta bara alls ekkert hátíðlegt! Kosturinn er hins vegar sá að þá getur fólk auðveldelga skipt með sér verefnum ;) það þykir mér bara alveg þess virði þegar boðið er heima hjá okkur alla vega ;)
Á laugardag ætlum við svo að hafa öllu íslenskari páska með íslensku lambalæri og Íslendingum :)
Og á páskadag? veit ekki, verðum örugglega og þreytt til að geta hugsað yfir höfuð, vona bara að það verði afgangur af lambalærinu eða opið á sushistaðnum niðri í bæ.
Smá skóla update: ég þarf að fara í menntaskólaeðlisfræðipróf 29. apríl til að eiga séns á að komast inn í líftækniprógrammið svo páskafríið sem átti að fara í stærðfræðiupprifjun fyrir próf 24. apríl hefur farið í eðlisfræðilærdóm... eða tilraun til þess... mér finnst þetta ekkert skemmtilegra án Möggu minnar valíum... víst ekki hægt að kenna henni um...
Hætt að bulla!

Guðrún

mánudagur, apríl 10, 2006

Helv. leigufyrirtæki!

Ákvað að skella í eins og eina vél áðan meðfram því að ég sit sveitt og læri menntaskólaeðlisfræði. Hleyp niður tröppur, út og yfir í kjallarann í næsta húsi þar sem þvottavélarnar eru, kíki á töfluna og sé að það hefur engin pantað svo ég dembi rúmfötunum og handklæðunum bara í 2 vélar og fer upp að halda áfram að læra, ekki mikið mál, mesta lgi 5 mínútur. Skokka svo aftur niður tæpum klukkutíma síaðr til að skella í þurrkarann, ekki mikið má sko! Þegar ég kem niður er svo búiða taka þvottinn úr vélinni og á þvottavélinni stendur: Það er lokað í þvottahúsinu í dag til kl 16!! Við vorum að afkalka véarnar og þar sem þú varst að þvo g´tum við ekki skolað vélarnar. Afkölkunar efnið hefur ertandi áhrif á fötin, við berum enga ábyrgð á ónýtum fötum þínum!
Ég var nú ekkert sérstaklega sátt við þetta, þó pínu skömmustuleg fyrir ða hafa ekki tjekka-ð betur á þessu áður en ég skellti í vélina.. .leit í kringum mig og sá bara hvergi hvernig ég hefði átt að vita að þau hefðu ákveðið
að hafa lokað í dag! Mikið rétt, engin miðið í þvottahúsinu og ég fékk engan miða sendan heim til mín...
Ég þurfti s.s. að dröslast aftur upp með rennblautan þvottinn minn og er búin að vera að dunda mér við að skola úr þessu öllu saman í baðkarinu.
Fyrst ég er nú byrjuð á að tala illa um leigufyrirtækið þá er eins gott að halda áfram, hamra járnið og allt það...
Við fengum bréf um daginn um að það stæði til að endurnýja sturtuhausana okkar. Gaman gaman, nýr sturtuhaus. Ekki það að mér hafi e-ð fundist að þeim gamla, en nýr getur þó ekki skaðað. Á miðanum stóð líka að ef maður væri ekki heima á tilteknum tíma þá vinsamlegast læsið ekki "öryggislásnum" (þeir eru s.s. með lykil af öðrum lásnum þannig að ef maður læsir ekki öryggislásnum þá komast þeir inn). Ég átti ekki að mæta í skólann þann daginn svo ég leyfði mér þann lúxus að sofa til 9. og skellti mér þá í sturtu. E-ð sagði mér að sturtumennirnir gætu nú möguelga komið á þessum tíma svo ég lokaði nú inn á bað og læsti. Svo þegarég er í mestu makindum ií sturtu, ´rett komin inn, er bankað harkalega á baðherbergishurðina. Mér brá nú smá en gat svosem ímyndað mér að það væru sturtumennirnir. Svo ég vippa mér fram á handklæði svo blessaðir mennirnir kæmust nú að... mér finnst nú samt allt í lagi að hringja dyrabjöllunni svo þegar fólk "kemur í heimsókn" og mér hefði líka bara þótt allt í lagi að fara í næstu íbúð á meðan ég var í sturtu, það var ekki eins og ég hefði e-ð hugað mér að vera lengi. En pointið með sögunni var hins vegar annað, þessir nýju fínu sturtuhausar eru ömurlegir! Það ser svo lítill kraftur á þeim að mér er alltaf kalt í sturtu! Þegar við vorum að kaupa upp hálfa búðina í gær skoðuðum við líka sturtuhausa. Þá fattaði Jonas að blessað leigufyrirtækið hafði keypt vatssparandi sturtuhausa, er það nú! En við sáum við þeim! Maður þurfti bara að fjarlægja lítið plaststykki og nú er okkar sturta sko ekkert vatssparandi, gott á þá!!

Guðrún í baráttuhug!

sunnudagur, apríl 09, 2006

Rannsókn

Ég fórnaði sjálfri mér og maka í vísindalegri könnun um helgina. Ég kannaði áhrif næringar á líkamsstarfsemina.
Við borðuðum s.s. bara óhöllan mat og sykur og þar að auki mjög óreglulega alla helgina... niðurstaðan er sú að það er tvímælalaust tenging á milli matarræðis og líkmalegri líðan, er drulluslöpp núna í kvöld. Held ég fá miér bara hafragraut í morgunmat á morgun og lamennielgan hádegis og kvöldmat og ávöxt á milli mála.

Annar uppgvötuðum við "annað IKEA" í dag. Fórum í "Obs" sem er verslunarmiðstöð fyrir utan Lund. Inni í matvöruversluninni þar kennir ýmissa grasa, allt frá sturtuklefum og barketi yfir í garðhúsgögn ogljós... og að sjálfsögðu matur. Hagkaup hvað?

Annars held ég að það sé kominn tími til að fara upp í rúm og leysa sudoku... féll líka fyrir þeim um helgina, búin að berjast lengi á móti.

Ég er hins vegar komin í páwskafrí og ætla ekki að vakna fyrr en í fyrsta lagi 9 :) Mín bíður hins vegar grútleiðinleg menntaskólaeðlisfræði :( ég er búin að reyna allt en það virðist ekki vera hægt að fara neinar krókaleiðir framhjá því að til að læra náttúrufræðigreynar í hákóla í Svíþjóð verður þú að vera útskrifaður af eðlisfræðibraut takk fyrir, græðir ekkert á náttúrufræðibrautinni :Þ
En nú er ég hætt, lofa!

Guðrún með málæði

laugardagur, apríl 08, 2006

í dag

í dag fékk ég ágætis áminningu um af hverju ég er ekki með í neinni stúdentalúðrasveit...
ég og Jonas vorum að rölta niðri í bæ þegarvið heyrum allt í einu óm af tónlist en þó aðalega bassatrommuslátt. Þegar við komum að torginu sáum við að önnur að aðalstúdentahljómsveitunum var að spila. Ég náttúrulega byrja á að skoða básúnuleikarana. Eonn þeirra var með hárkollu með svörtu og rauðu garni, litir lúðrasveitarinnar. Hann stóð úti á enda og var eiginlega fyrir utan lúðrasveitina, hann var eldrauður í framan af áreynslu því hann var í samkeppni við alla lúðrasveitina... um hver gæti framkallað meiri hávaða og mest af tímanum vann hann... ekki það að það hafi ekki verið fleiri þarna sem lögðu sig fram... svo þegar þetta "lag" var búið (ein af þessum yndislegu lúðrasveitarsyrpum samansett úr vinsælum popplögum, líklegast útsett af e-m úr lúðrasveitinni) var komið að básúnunum að fá virkilega að njóta sín. Þær komu allar framfyrir og stilltu básúnum upp fyrir framan sig. svo byrjuðu þau að snúa básúnum í hringi í takt við tónlistina, snúa básúnunum í hringi og jafnvel kasta þeim upp í loftið!! Þarna voru þau að fíflast með hljóðfærin og ég bara svitnaði af stressi! Að sjálfsögðu datt stillibaulan af hjá einum af básúnuleikurun en það lét hann svosem lítið á sig fá... nei, svona vitleysu neita ég að taka þátt í takk fyrir... spurning hvort ég sé bara orðin gömul kerling... mér var alla vega ekkert skemmt af þessum vitleysislátum.
Að öðru, ráðgátan um Sören er leyst! Sören er meðlimur í hvítasunusöfnuðinum í Lundi! Hann var s.s. að biðja Jonas um að vera tæknimaður í útvarpssendingu hvítasunnusafnaðarins núna í kvöld sem þýðir að ég er ein heima. Náðum samt alveg að borða kvöldmat áður en hann fór. Borðuðum feita hamborgara me beikoni og alles, tvö stykki hvor takk fyrir. En ég bjó til sósu úr LÉTTkotasælu svo það er allt í lagi þó það hafi verið smá beikon á hamborgararanum... gleymdi ég nokkuð að minnast á að við borðuðum beikon og egg í morgun?? Hollt og gott í dag já.
En nú ætla ég að horfa á e-a gamla mynd með Hugh Grant og borða súkkulaðiköku mmmmm...

föstudagur, apríl 07, 2006

7 blaðsíður

af áhættugreyningu fyrir tilraunina í fyrramáli'!
Endalaust af hættulegum efnum. Allt frá frekar meinlausum sýrum upp í sakleysilegar jónisr sem eru krabbameinsvaldandi og geta valdið erfanlegum genabreytingum!?! Eins gott að fara varlega held ég...

fimmtudagur, apríl 06, 2006

Þekkið þið nokkuð Sören?

Alla vega ekki ég! Hann er búin að hringja 2 kvöld í röð og vill endilega tala við Jonas sem hefur ekki verið heima. Hann hefur minna en engan áhuga á að ræða við mig, eina sem mér hefur tekist að draga upp úr honum er nafnið!
Annars er ég að krepera í skýrslugerð :/ maður á víst að gera þetta strax eftir tilraunina en ekki daginn áður en maður á að skila... ég er farin að skilja af hverju...
en á morgun er síðasti skóladagur fyrir páskafrí!
Í páskafríinu ætla ég að bjóða samtals 18 manns í mat í tveimur hollum (því miður ekki jöfnum, 14 og 4) og læra fyrir próf.
Vandamálið er bara að ég veit ekki fyrir hvaða próf ég er að fara að læra fyrir í páskafríinu... en þetta reddast.

miðvikudagur, apríl 05, 2006

Í dag

er ég ríkur í dag mun ég gefa... mér finnst þetta skemmtilegt lag :) vissuð þið að höfundur ljóðsins er lyfjafræðingur? Líklegast ekki... eitt af þessum fróðleik sem veltur upp úr pápa...
en annars ætlaði ég nú alls ekkert að tala um pabba minn eða aðra lyfjafræðinga, ´g ætlaði nú bara að tala um sjálfa mig!
Í dg er ég nefninlega búin að vera mjög dugelg!
Svaf til 10 (dugleg)
Borðaði morgunmat, hádegismat og súkkulaði (dugleg)
Lærði slatta (dugleg)
lagaði uppþvottavélina (dugleg... þó það hafi nú víst verið ég sem "bilaði" hana líka)
setti slatta í uppþvottavélina (óhótrúlega dugleg)
horfði á sjónvarpið (dugleg)
truflaði Jonas bara örfáu sinnum með að hringja til hans í vinnuna (dugleg)
fann menntaskólaeinkunnirnar mínar... eftir samtal við Jonas þar sem ég lofaði að héðan í frá vita hvar ég geymi þær (dugleg)

... og dagurinn er sko ekki búin enn!
Stefni á frekari námssigra og að laga kvöldmat og að fara í ræktina! Hver veit nema ég taki mig líka til og klári það sem ég var byrjuð á, súkkulaðinu s.s.

Vissuð þið að í dökku súkkulaði (70%) sem ég herf hingaði til haldið fram að sé nánast holt, er 50% fita!!! Mig langar í raun ekkert að vita hvað er í mjólkursúkkulaði og hvað þá hinu íslenska Nóarjómasúkkulaði!!