miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Mer leidist!

Sit og hangi i skolanum tvi eg er klaradi verkefni dagsins i gaer og get ekki gert verkefni morgundagsins tvi sidan sem eg a ad nota virkar ekki. Vaeri ta ekki upplagt ad fara heim? Ju mer finndist tad lika. En nei, eg tarf ad skoda afrakstur tilraunar gaerdagsins. Og af hverju vind eg mer ekki i tad? God hugmynd, eg ma bara ekki gera tad nuna tvi vid turfum ad skiptast a svo vid missum ekki tölvusalinn!! Og af hverju fae eg ta ekki ad fara fyrst tar sem eg er su eina sem er buin med verkefni dagsins? MJÖÖÖÖG GOD SPURNING!
pirr dagsins i bodi oskipulagdra kennara

laugardagur, nóvember 08, 2008

Partí!




Haldið að mér hafi ekki bara verið boðið í partí í kvöld, alvöru sænskt stúdentapartí. Ég fékk nett sjokk þegar ég opnaði fataskápinn minn og mundi að ég á bara settleg föt, engin megasvkvísupartíföt. Okkur Jonasi tókst þó í sameiningu að setja saman föt svo ég gæti villt á mér heimildum þetta kvöldið. Fyrir valinu urðu megapæjuunglingagallabuxurnar mínar sem ég er nýbúin að kaupa mér, gamall hippalegur bolur, megaskvísu leðurjakkinn minn (sem ég var sko löngubúin að gleyma) og skvísu kúrekastígvélin mín. Þið getið séð afraksturinn fyrir ofan og neðan ;)
Ég mætti í partíið á máturlegum tíma, hálftíma eftir boðaðan tíma eða kl 19:30. Þetta var s.s. partí hjá þremur strákum úr skólanum, ég er búin að vera að spila fótbolta með þeim í vor og aðeins í haust. Ég hafði nú ekki mikla trú á þessum elskum en það var bara svo huggulegt hjá þeim og svo voru þeir búnir að undirbúa þessar líka fínu snittur!
Sannir herramenn þar á ferð get ég sagt ykkur. Þrátt fyrir skvísuátfittið og snitturnar get ég ekki sagt að ég hafi átt mikið erindi þarna (nema náttúrulega til að borða snitturnar) svo ég borðaði snitturnar og átti í kurteisis samræðum við nokkra einstaklinga og sagðist svo þurfa að drífa mig í næsta partí (hahaha).
En ég sýndi þó alla vega smá lit!
...reyndar held ég að ég hafi sýnt meiri lit í einkamyndatökunni eftir að ég kom heim...

Vikan búin

og vel rúmlega það.
Vá hvað tíminn flýgur, það fer nú bara að styttast í jólin! Það var ekki að sjá í dag í kirkjuskólanum get ég sagt ykkur sól og fínasta veður :)
Jamm prófið löngubúið og gekk bara ljómandi vel, búin að fá niðurstöður og var með 82% rétt þegar ég kom að skoða prófið en 85% rétt þegar ég skilaði því ;) ætti svosem að vera sátt en hefði átt að fá alla vega 9 ef ég hefði ekki verið svona mikill lúði... og ef kennarinn væri ekki svona skrambi smámunasamur!
En nóg um það, næsti kúrs byrjaður og er svona líka leiðinlegur. Aðalega út af því að hann er (hingað til!) svo léttur og löðurmannlegur... ég ætla að gefa honum séns í smá tíma í viðbót áður en ég fer að kvarta fyrir alvöru.
Annars allt í góðu. ég held við Jonas séum í ómeðvitaðri keppni um hver gefst fyrst upp á draslinu og tekur til :Þ Við erum bæði öflugir kandídatar get ég sagt ykkur. Held samt að Jonas greyið geri sér enga grein fyrir við hvern hann er að keppa ;)