þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Bolla...önnur tilraun

Nú fyrst er ég orðin alvöru bloggari, Blogger er farin að stríða mér og neita að birta færslur og týna þeim svo...
Alla vega þá missti ég af bolludeginum í gær, mundi eftir honum á sunnudeginum en ákvað að gleyma honum bara aftur, Jonas gæti nú bara nartað í mig ef hann langaði í bollu ;)
Hérna í Svíþjóð er heldur ekki hægt að kaupa bollur bara semlur. Það eru gerdeigsbollur með rjóma og marsipani á milli og flórsykri ofan á. Þessi flórsykur er ekki alveg nógu góð hugmynd. fékk að reyna það þegar ég hitti tengdamóður mína í fyrsta skipti Hún bauð einmitt upp á semlur. Ég, náttúrulega ákveðin í að sýna hvað ég væri vel upp alin og reyni að fá mér bita af þessari stóru rjómabollu á sem smekklegasta hátt (n.b. engin diskur eða servétta!), nema hvað, að í öllum "hamagangnum" í að reyna að vera pen þá verður mér á að anda út í gegnum nefið um leið og ég tek fyrsta bitann og viti menn, ég blæs flórsykrinum yfir mig alla. Pínlegt!

Guðrún

ps: önnur kvörtun(ekki það að hin hafi borið árangur, það er kaldara núna en í byrjun janúar): Kæru lesendur: ykkur er hér með uppálagt að skrifa fleiri athugasemdir (t.d. við leikinn skemmtielega, ég er forvitin :))

Pps: þarna snéri ég á Blogger, nákvæmlega sama færsla og hann stal nema kannski betri ;)

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Oh ég var að skoða myndir af Kristjáni Degi og Vali Kára á myndasíðunni hans Vals Kára... mikið voru þeir sætir! Ef systir mín væri til í að gefa mér eins og eina mastergráðu þá væri ég sko alveg til í að eiga eins og einn svona gutta...

Stóðst ekki freistinugna...

og tók þátt í þessum leik hjá Önnu frænku... sem er bara alls ekkert frænka mín heldur Hrefnu og var með okkur í MH...
Og kæru vinir og vandamenn, nú er komið að ykkur ;)
Ps: ekki vera feimin, ég tók þátt í þessum leik hjá manneskju sem ég hef hitt einu sinni eftir að ég hætti í MH!

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Finnst þér ég áhugaverður einstaklingur?
5. Myndirðu þola að hlusta á mig tala í einn sólarhring samfleytt?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkirðu mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Munt þú setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?


Sunnudagsmorgun

vaknaði um hálfellefu og borðaði morgunmat með Jonasi sem samanstóð af swiss miss og baguette med smjöri og hjortronsultu (hef ekki hugmynd um hvað hjortron eru á íslensku, þetta eru alla vega gul bet og ekkert mjög sæt) og ab-mjólk (sem heitir reyndar a-súrmjólk hér) með frosnum jarðaberjum og all-bran. Svo fór Jonas í kirkjuna og ég aftur upp í rúm með tölvuna. Yndislegt líf :)
Annars ætla ég líka að nota tækifærið og hvarta örlítið:"það er komið virkilega fínt veður hérna (alla vega í bili) algjört vorveður, fer bráðum að leggja vetrarúlpunni og er búin að leggja húfu og vettlingum!" þetta skrifaði systir mín mér í gær frá ÍSlandi. Svo sit ég hér í vetrarkuldanum allt annað en sátt við það get ég sagt ykkur! Jonas var búinn að lofa mér að hér kæmi vorið miklu fyrr, svindl! svo þegar ég kem í mars er eins gott að það verði vorveður hjá ykkur og hana nú!!
Búin að kvarta.

föstudagur, febrúar 24, 2006

Framkvæmdir

Ég er aldeilis búin að vera dugleg í dag! Fór í skólann, leigði 2 bíómyndir, horfði á 1 bíómynd og hesthúsaði stórum nammipoka og kláraði að lesa Rokland e. Hallgrím Helgason (www.rokland.blogspot.com er góð síða. Myndi gera flottan link ef ég væri e-ð fríking tæknifrík...). Til að kóróna þessi duglegheit ætla ég að reyna að koma mínum feita rassi í ræktina til að minnka samviskubitið örlítið áður en Jonas kemur heim...

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Draumur

mig dreymdi að ég hefði uppgvötað (vá en skrýtið orð! hlýtur bara að vear vitlaust skrifað!) íslenska stelpu í skólanum. Hún var meira að segja að hjálpa mér og allt. Því miður vaknaði ég áður en ég gat platað hana til að koma í kórinn og saumaklúbbinn...
Talandi um saumaklúbb. ég er í rosalegum saumaklúbbhérna úti þar sem er saumað og prjónað í alvörunni. Í kvöld ætlum við reyndar í Karókí :) Anna Sigga, doktorsnemi í stjarneðlisfræði er nefninlega algjört tölvusjení og er búin að hlaða niður u.þ.b. 1000 karókílögum af netinu því að síuðast þegar við hittumst og vorum að spila (og drekka rauðvín) varð ég alveg æst í að finna karókíbar og slá í gegn! Ég hefði öruggelga farið niður í bæ og leitað ef klukkan hefði ekki verið 2... í Svíþjóð... ágæt...

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

e-ð er tæknin að stríða okkur... ég er búin að vera á fullu að "forrita" (þ.e. bæta við krækjum) og e-ð er blogger að misskilja þar sem krækjan hennar Sissu birtist undir Óskars nafni (og er þar að auki óopnanleg) og Óskar fær engja krækju, bara nafnið sitt... held ég bíði þar til "tæknimaðurinn" kemur heim með frekari "forritun"
ps: ég þarf sko enga hjálp því ég algjör tölvusnillingur og hakkari... er reyndar bara búin að fleygja Sissu út því hún var e-ð erfið... sorrí Sissa, ekkert persónluegt

Hvað ætla ég að verða?

Ég er dugleg að koma með yfirlýsingar. T.d. um hvað ég ætla að verða (þegar ég verð stór). Ég er líka dugleg að skipta um skoðun. Í dag: "ég ætla að verða matvælafræðingur (B.s. í líftækni og vonandi lifi ég af að taka master í matvælafræði...) og básúnuleikari"
Í gær (eftir kóræfingu): "ég ætla að verða matvælafræðingur(B.s. í líftækni og vonandi lifi ég af að taka master í matvælafræði...), básúnuleikari og hugsanlega kórstjóri"
Fyrir nokkrum vikum: "ég ætla að verða matvælafræðingur (B.s. í líftækni með fullt af vali í matvælafræði og svo alþjóðlegan master í matvælafræði) og kannski spila í e-i áhugamannahljómsveit"
September 2005:"Ég ætla að verða matvælafræðingur (með toppeinkunn í öllu, minnst 8 tíma lærdómur á dag og engin miskunn) og ég ætla sko aldrei að spila aftur á þessa básúnu"
Maí 2005:"ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætla að verða en það er á hreinu að ég ætla alla vega ekki að verða neitt sem hefur e-ð að gera með tónlist á nokkurn hátt!"
Ég get haldi endalaust áfram. Það fyrsta sem ég man eftir að hafa ætlað mér var að verða fótboltaþjálfari.
ég skipti oft um skoðun...


Guðrún sem elskar fiðrildi... og er fiðrildi?

Svínkalt!

Það er komið vor í Svíþjóð... þ.e.a.s. ef maður er Íslendingur og situr inni í hlýjunni og horfir út um gluggann.
Sól, logn og nánast engin snjór, hlýtur ða þýða vor. Svo labbaði ég hring í kringum skólann til að reyna að vakna fyrir síðustu lotuna og mér tókst svosem að vakna. Fór s.s. út bara í peysunni, það var jú svo fallegt veður. Þegar ég var hálfnuð og sólin falin á bakvið hús leist mér nú ekkert á blikuna. Álíka langt að labba til baka eins og að klára hringinn svo ég hljóp bara afganginn (þ.e.a.s. ekki alveg alla leið því ég varð náttúrulega að halda kúlinu fyrir framan skólafélagana). Ég var glaðvakandi og hætt við að það væri komið vor. Svo þegarég hjólaði heim áðan nísti kuldinn alveg inn að beini. Svínkalt eins og þeir segja í Svíþjóð.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

kóræfingu rústað

bara að láta vita að ég rústaði kóræfingunni! Þurfti meira að segja að inmpróvisera þegar manneskjan sem tók að sér ljósritun nótna mætti ekki. Þetta hljómaði nú bara þrusuvel (viðurkenni að standardinn hefur lækkað "örlítið" hjá mér) og ég er ekki frá því að það hafi jafnvel stundum verið hlustað á mig!

Guðrún kórharðstjóri

Kór Íslendingafélagsins í Lundi

Og þar með er nýjabrumið horfið af blogginu...
Er búin að byrja á þúsund bloggum en hætti alltaf við... kannski ætti maður að hætta að blogga og athuga hvort maður verði e-ð duglegri að blogga við það... djók! (bara svona til að fyribyggja allan misskilning þið jarðbundna raunsæja stærðfræðivinafólk...)
En það er kóræfing í kvöld.
Hef alltaf átt erfitt með að syngja í öðrum kórum en Halmrhlið eftir ða ég hætti þar, maður er svo góðu vanur sko ;)
Mér finnst reyndar ekkert svo erfitt að syngja í þessum kór svosem, hanne r það lítill að það er ekkert hægt að æra mann. Svo syngur engin alvarlega falskt svosem en mér finnst líka ákveðin áskorun fólgin í því ða sitja hliðina á falska fólkinu og reyna að snúa því úr villu síns vegar ;)
svo fæ ég líka að stjórna stundum (eins og í kvöld) og það er gaman, þá ræð ég, öllu :)
Stundum er það reyndar ekkert rosalega gaman svona eins og þegar ég er ekkert búin að undirbúa mig og er veik og ætla að æfa fuglinn í fjörunni sem er eitt af leiðinlegri lögum sem ég þekki og svo voru nóturnar svo illa skrifaðar að ég var alltaf að spila vitlaust! Pínlegt!
En í kvöld tek ég þetta með trompi! Búin að æfa mig á píanóið og ákveða upphitunaræfingar og allt!

Guðrún


Ps. ég er að kenna stráki hérna úti á píanó, í alvöru, það er satt!!

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Stærðfræði 1 alfa

Talandi um heimalærdóm...
Ég er s.s. í stærðfræðikúrs núna, nánar tiltekið stærðfræði 1 alfa. Þeir sem þekkja mig úr menntskóla ættu að muna eftir fullyrðingum tengdum stærðfræði, jafnvel e-ð á þá leið að ég myndi ALDREI fara aftur í stærðfræði eftir stæ 603. ég hafði víst rangt fyrir mér. Ekki nóg með að ég sé að taka þennan eina kúrs, heldur lítur út fyrir að ég þurfi að taka a.m.k. 3 í viðbót næstu 3 árin!
Þessi byrjaði svosem ágætlega, ég var í stríðsham og meira að segja búin að undirbúa mig aðeins, lofaði sjálfri mér að læra alltaf heima, vinna 8 tíma á dag. Fyrstu 2 vikurnar voru pís off keik, ég gat reiknað hvert einasta dæmi og var þúsund sinnum gáfaðri en allir þessir treggáfuðu Svíar. Svo hætti stærðfræðin að snúast um þáttun á annars stigs jöfnum (sem ég lærði í gagnfræðaskóla) og þá voru nú góð ráð dýr... mér finnst bara hundleiðinlegt í stærðfræði!
Ein áskorun til þín Sigrún: stærðfræðifyrirlestur sem freistar mín meira en rúmið mitt.

Guðrún skrópari

ekki alveg búin: Fyrir "nokkru síðan" lærði ég á básúnu. Ég var ekki dugleg að æfa mig og fannst reyndar frekar leiðinlegt að æfa mig. Núna þegar ég er formlega "hætt" að læra á básúnu hlakka ég til að æfa mig og geri það á hverjum degi (æfa mig sko, ekkert dónalegt við það!). Spurning hvort ég ætti að prófa að hætta í stærðfræðinni og sjá hvort ég verði duglegri að reikna við það ;)

Til hamingju Ísland

stóðst bara ekki freistninguna, varð bara að horfa. Eftir mikla tæknilega örðugleika tókst okkur loksins að horfa á júróvisjónið. Frábært að geta horft á það svona, geta bara hoppað yfir auglýsingarnar, leiðinleg lög og vandræðalegu biðina. Var reyndar ekkert brjálæðislega sátt við valið. Jújú, Silvía mátti alveg vinna enda góð en 2. og sérstaklega 3. sætið voru ekki alveg réttu lögin fannst mér... þekkti bara ekkert af flytjendunum ;)
En nú er kominn háttatími klukkan orðin hálfþrjú takk fyrir!

Ps: ég er samviskusamari við bloggið en heimalærdóminn!

laugardagur, febrúar 18, 2006

júróvisjón

Það er tvöfalt Júróvisjón í kvöld!!
Að sjálfsögðu það íslenska en líka það sænska. Mér datt náttúrulega ekki í hug að horfa á það sænska (þó það sé nú töluvert einfaldara og krefjist ekki verkfræðikunnáttu til að stinga öllum snúrum á réttan stað) en þá benti Jonas mér góðfúslega á það að við byggjum jú í Svíþjóð... hann man nefninlega ekki til þess að við höfum nokkurn tíman horft á sænska Júróvisjónið á Íslandi...
en hvað sem öllu líður þá á ég örugglega ekki eftir ða horfa á neitt Júróvisjón í kvöld, við erum nefninlega að bjóða fólki í mat og það eru litlar íkur til þess að þetta fólk viti nokkuð að Júróvisjón er í kvöld og helmingur fólksins veit örugglega ekki hvað Júróvisjón er! Strákurinn er s.s. frá Kosovo en hefur búið í Svíþjóð lengi svo hann hlýtur nú að kannast við Júróvisjón en stelpan er í heimsókn hérna frá Japan... ég man ekki til þess að Japan taki þátt í Júróvisjón ;)
En ég ætla alla vega pottþétt að horfa á Júróvisjón í síðasta lagi á morgun og hana nú!
Fyndið hvað maður verður e-ð gallharður á hlutum eins og júróvisjón þegar maður flytur af klakanum, ég er búin að horfa á allar forkeppnirnar líka! Ég man ekki eftir að hafa fylgst svona nákvæmlega með þessi áður... nema þá kannski þegar Sókrates vann (sem var sko uppáhaldslagið mitt ekki þessi Sólarsamba þó það væri lítið stelpa að syngja það).
Vá, þetta var fyrsta alvöru bloggið mitt, skrítið.

föstudagur, febrúar 17, 2006

jább

ég hef ákveðið að brjóta odd af oflæti mínu og byrja að blogga...
við sjáum nú hvað það endist lengi samt.