föstudagur, maí 26, 2006

Ég þekkti einu sinni stelpu...

... sem kunni sér ekki magamál, eins og mamma mín myndi orða það. Hún var eiginlega svolítill óviti. Hafði þó vit á því að finnast sælgæti, kökur og annað góðmeti ansi gott og þegar hún komt í það þá hætti hún ekkert svo auðveldlega. Nei, það voru töggur í henni, hún bara át og át þar til hún stóð alveg á gati í boðum. Vandamálið er bara að heilinn fattar ekki að líkaminn stendur á gati fyrr en örlitlu eftir að líkaminn stendur á gati...
Líkaminn bregst við með að skila því sem var innbyrðt.
Þessi stelpa var það gallhörð að í staðinn fyrir að leggja upp laupana eftir þessi mótmæli líkamans
gladdist hún yfir því að með þessu hafði myndast meira pláss til að inbyrða meira...
Sem betur fer er stelpan komin örlítið til vits og ára... en þó ekki meira en svo að það getur verið ansi erfitt hætta á réttum tíma í sælgætisátinu. Svo þegar hún er rétt að jafna sig er alltaf hægt að troða niður einum mola í viðbót.

9 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

He he:) þykist kannast örlítið við þessa stelpu... sem betur fer hætti hún þessu áður en hún komst til vits og ára...ef hún gerði þetta í dag væri það kallað bulimia eða anorexia!!

27 maí, 2006 16:35  
Anonymous Nafnlaus said...

held ég hafi líka einhverja hugmynd um hver þetta er....

28 maí, 2006 00:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Kannast e-ð við lýsinguna... ;)

28 maí, 2006 14:13  
Blogger Guðrún said...

... ekki nóg með þetta, hledur átti hún það til að vera svo þrjósk að hún grenjaði þangað til hún ældi ef hún fékk ekki e-ð!!

28 maí, 2006 16:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Þrjósk??!;) þú meinar frek.

29 maí, 2006 13:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Þrjósk??!;) þú meinar frek.

29 maí, 2006 13:02  
Blogger Guðrún said...

ég er byrjuð að hita upp... ég meins þessi þarna stelpa er byrjuð að hita upp :/

30 maí, 2006 12:36  
Anonymous Nafnlaus said...

I'm impressed with your site, very nice graphics!
»

12 ágúst, 2006 12:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Keep up the good work. thnx!
»

17 ágúst, 2006 17:42  

Skrifa ummæli

<< Home