mánudagur, september 25, 2006

Vedurgudirnir/fraedingarnir

bregdast! Helt ekki ad teir gerdu tad her... en ju, tad er ennta sama solin og blidan, gjörsamlega otolandi... eda ekki... vaeri alveg til i svona vedur a afmaelisdaginn! Get ta bara breytt bodinu ur virdulegu kokteilbodi i utibod med leikjum! Spurning hvernig gengur a hau haelunum a grasinu.

sunnudagur, september 24, 2006

Og hver var svo morðinginn?

Til Hamingju með afmælið Harpa! Vona að þið hafið skemmt ykkur vel í gær :)

laugardagur, september 23, 2006

Afmælisboð

Kæru vinir!
Fyrir aðeins nokkrum mínútum ákváðum við skötuhjúin að þið skylduð nú ekki þurfa að missa af afmælum okkar þetta árið! Því ákváðum við að afmælunum skildi fagnað. Í tilefni hás og merkilegs aldurs, ákváðum við að halda dannað kokteilboð með snittum og víni.
Þá er það dagsetningin. Eins og kannski einhverjir vita þá verð ég 25 ára þann 28. september en Jonas verður 33 ára þann 29. september. Mér fannst að sjálfsögðu engin spurning um annað að veislan skyldi haldin á minn afmælisdag þarsem þetta er jú "merkisaldur" á meðan Jonasi fannst 33 einfaldlega flottari tala... "þrír og þrír, þrisvar sinnum ellefu er 33..:"
en þar sem ég er enginn aukvissi í stærðfræði heldur sló ég honum við "fimm sinnum fimm er 25" Hah!
Þannig að afmælið verður haldið á afmælisdaginn minn, fimmtudaginn 28. september kl 19
Hlökkum til að sjá ykkur.

Guðrún og Jonas
Örnvägen 52

föstudagur, september 22, 2006

Skósagan

Ég hef alveg gleymt að uppfæra gullskósöguna!
Keypti s.s. þessa ljómandi fínu gullskó. Tvístei svolítið hvort ég ætti að taka 28 eða 39 en 38 varð fyrir valinu þó þeir væru ögn þröngir. Fór í þeim í brúkaupið, lifði athöfnina af en fór svo nánast að gráta þegar við áttum að ganga niður að bryggju með brúðhjónunum! Jonas fór á undan til baka og náði í mig á bílnum svo slæmt var það! Hafði í staðin fyrir að ganga þá til bara dáðst af þeim :/
Þnnig að ég var eins lítið og mögulegt var í skónum yfir kvöldið. Svo þegar ég kem heim sé ég hins vegar að skórnir eru orðinr mjög ljótir! Orðnir "krumpaiðr" og gullið meira að segja farið að flagna af!
ég fór svo loksins og skilaði þeim í dag. Fékk aðra sko í staðin
, líka svolítið gyllta en þó ekki eins, þessir eru dömulegri og brúnir líka... alla vega mjög flottir! Aftur tvísteig ég hvort ég ætti að velja 38 eða 39 og viti menn, ág lærði akkúrat ekkert af reynslunni og keypti aftur 38!! Þessir skór verða hins vegar gengnir til takk fyrir!

Merkileg með mig

ég er búin að hafna 2 mjög góðum tilboðum um að spila big band gigg núna í haust! Annað skiptið er á meðan margumtöluð Sigrún er í heimsókn og hitt á meðan ég er í Köben á afskaplega fínum veitingastað með Jonasi og mömmu og pabba. Mætti halda að ég væri of góð fyrir svona jazzpakk

Guðrún- sem mætir heins vegar á lúðrasveitaræfingar hjá "Sporvagninum" lúðrasveit lestarstarfsmanna Malmö!

Búin

í fyrsta frumulíffræðiprófinu af þremur. gekk ágætlega þannig séð... var vel lesin og miðað við það gekk mér illa :Þ
Þessi "orð" eru alltaf að þvælast fyrir mér! Það var spurt endalaust um "ef þessi oghin lífvera er svona og hinsegin, hvaða hópi tilheyrir hún þá?"
ég vissi alltaf nákvæmlega hvað þau voru að tala um, meira að segja hvar þetta stóð í glósunum mínum og í hvaða lit (meira að segja númer hvað spurningin var í spurningaheftinu stunduM!) en mér var alveg fyrirmunað að muna nöfnin! Tókst að böglast fram úr því mesta eftir mikið hugastríð en klikkaði samt á endingunum á slatta. FotoTROFA, kemoorganoTROFA o.s.frv. búin að finna leið til að muna þetta núna (bara fullseint) "trofa" er örugglega
dregið af sögninni "að finna" eða "trouve" á frönsku og væntanlega e-ð svipað á latínu... þar hafðið þið það :(
En ég hef samt engar áhyggjur af því að hafa ekki náð.
Ég er sem betur fer búin að vera algjörlega laus við pirrandi geitunga í sumar. Hugsaði þetta einmitt með mér sama dag og ég fann hlussugeitunginn. Síða þá hef ég einu sinni orðið fyrir áreiti geitungs (Jonas hetja sló hann frá mér, enda fullur a hetjumóð eftir afrekið með hlussuna. ég húðskammaði hann en hannsagði að maðurætti að gera svona. Hann getur þá gert það þegar ég er ekki nálægt!) og í morgun lenti ég í árekstri við eins og tvo. Þeir flugu á andlitið á mér þegar ég var að hjóla í skólann! Frekar óhugnalegt. ég var hálfkvefuð að hjóla upp brekku og þurfti þar af leiðandi á lofti að halda (var s.s. með opinn munninn) en sem betur fer flugu þeir ekki upp í mig! ég sleppti því bara að að anda það sem eftir var leiðar :/
Jæja, indælis veður hér ennþá, á víst að haldast yfir helgina en svo er sumarið búið (og vitið þið hvað, ég held það sé bara ekkert plat, held það standist bara) þannig það er um að gera að nota þessa síðustu daga.

fimmtudagur, september 21, 2006

Skrímsli!

Ætlaði í sakleysi mínu að pissa í gærkvöldi þegar ég heyrði dynk í baðkerinu í gær. Leit þangað og sá þá STÆRSTU FLUGU SEM ÉG HEF Á ÆFI MINNI S'ÐE... fyrir utan drekaflugur...
Þevílíkt flykki! Þar var þá móðir allra geitunga í öllu síðnu veldi. Ég hrökklaðist út af baðherberginu, löngu búin að gleyma að mér var mál á klósettið og kallaði á Jonas. Hann var álíka hetjulegur og ég og við lokuðum bara baðherberginu og göptum í dágóða stund. Þegar við litum inn aftur var hún horfin! Því miður vissum við allt of vel að hún hafði ekki farið út heldur lægi í leynum einhvers staðar bakvið baðkarið... til að gera langa sögu stutta, var ekki farið á klósettið heima hjá mér nema með fylgd og tannburstar og annað slíkt flutt inn í eldhús. Í morgun hringdum við út um kvippinn og kvappinn og fengum allstaðar að heyra að þetta væri nú minnst mál í heimi o.s.frv. enginn vildi hins vegar gera þetta fyrir okkur :(
Svo eftir smá pepp fórum við vel vopnuð með stórt dagblað og ryksugu inn á baðherbergið og okkur til mikillar "gleði" fundum við drolluna. baðkarið var fært og hún ryksuguð án nokkurra vandræða. Nú er ryksugan hins vegar inni í skáp með teipað fyrir göt og verður ekki notuð næstu dagana. Alltaf gott að hafa afsökun fyrir að ryksuga ekki!
Að öðru með mun minni dramatík. Stelpuhittingur í gærkvöldi þar sem hápunktur kvöldsins var þegar stigið var á viktinasem mælir líka fituprósentu! Ég var að koma úr tíma þar sem fjallað var um offitu og vorum við því mjög sjokkeraðar (alla vega ég) yfir öllum tölum sem við reiknuðum fram þarna um kvöldið :/
Við erum s.s. komnar í keppni-ekki átak heldur keppni! Keppnin felst í að losna við sem hlutfallslega mestu fituna á einum mánuði. ég fór út að skokka með keppinauti í morgun í annað skiptið, engar áhyggjur, ég er búin að sjá við henni með því að ég sendi hana heim með afganginn af kökunni frá hittingnum ;)
Eini gallinn er að á þessum mánuði á ég afmæli, mamma og pabbi koma í heimsókn og það sem er verst af öllu, Sigrún kemur og verður í viku!
En ég skal engu að síður vinna!

þriðjudagur, september 19, 2006

Gestir

Ég elska að fá gesti! (Hint til ykkar allra...)
Mamma og pabbi koma í þarnæstu viku og svo Sigrún. ég er að sjálfsögðu búin að skipuleggja u.þ.b. hverja einustu mínútu, ákveða að hafa alla íbúðina tandurhreina, góðgæti í frystinum, dýrindis mat á hverju kvöld o.s.frv.
þangað til nenni ég hins vegar ekki að lyfta litlafingri í heimilishaldinu :Þ
Kennarinn sagði að verkefnið mitt væri fínt, sérstaklega e-r smáatriði (skildi því miður ekki hvað hann meinti en hvað um það).
Þannig að næst ætla ég að skila súpergóðu verkefni :)
Þá hlýtur hann að falla í stafi af undrun yfir hæfileikum mínum og gáfum :)

Ég fór út að skokka í morgun!!

Skokkaði stærðarinnar hring með Sigrúnu og lifði það barasata af! Var reyndar alveg sæmilega þreytt í fótunum á eftir en þollega séð í góðum málum, merkilegt.
Það er meira að segja á planinuna að endurtaka leikinn og það reglulega!
ég trúi þessu varla sjálf!

sunnudagur, september 17, 2006

Íslendingur í húð og hár!

Hvernig stendur á því þegar helgin á að fara í náttúrufíling að okkur taksit báða dagana að finna einhverja búð "úti á landi" til að gera "kjarakaup" í??
Í gær í hjólatúrnum fórum við í e-a gjafavörubúð og vorum nálægt því að missa okkur. Komum reyndar bara út með afmælisgjöf til pabba og kerti fyrir okkur en hefðum sko getað keypt miklu meira... það voru eiginlega hjólin sem stoppuðu okkur. Í dag keyrðum við framhjá Höganäs sem framleiðir að sjálfsögu "Höganäs keramik". Þar var útsölumarkaður með ýmissi snobbmerkjavöru en við vorum mjög dugleg og keyptum bara 4 vínglös á "gjafaverði". Hefðum keypt meira hefðum við átt penging og vatnsglösin í stíl við rauðvínglösin hefðu ekki verið búin!
Jújú, náttúran var svosem ágæt líka...

Indælis helgi

Búin að vera dugleg að læra (ekki veitti svosem af). Búin að fara í langan hjólatúr út á land í æðislegu veðri. Er á leið í óvissuferð á bíl með Jonasi á eftir. Fyrst ætla ég að læra aðeins meira.
Var að enda við að skrifa minn fyrsta "frjálsa texta" á sænsku. Hef gert slatta af skýrslum en þar er svo auðvelt að að setja textann bara inn í ákveðið form þar sem ég þarf ekkert að ákveða svo mikið um orðaval. Nú var ég hins vegar að skrifa "ritgerð" um svelti og okkur var ekki gefið nein fyrirmæli önnur en að svara ákveðnum spurningum. Það var alveg ótrúlega erfitt! Lítur örugglega út fyrir að barnaskólkrakki hafi skrifað þetta :( það er ferlega fúlt því ég eyddi sko heljarins helling vinnu í þetta.
Oh, ég enda alltaf á því að nöldra! Alls ekkert ætlunin, ætlaði bara að segja að þetta væri fínsta helgi.

fimmtudagur, september 14, 2006

við erum búin að eignast gæludýr!
Lítð sætt fiðrildi se m ég ættleiddi í dag.
Það er búið að vera að vesenast í stigaganginum síðustu daga. ég hleypti því svo út í dag en það hætti sér ekkert frá húsinu svo ég ákvað að þetta væri bara fínasta gæludýr til að hafa á svölunum!
Svo ef þið dírið ykkur í heimsókn getið þið fengið að sjá alv-öru fiðrildi, ekki e-a mölflugu!

skyldublogg

er algjörlega laus við alla "ritlöngun" en verð bara að koma því að, að ég fór á fótboltaleik á þrðijudagskvöldið og það var bara nokkuð mikið fjör... fyrir utan að mínir himinbláu (malmö FF) menn töpuðu fyrir Helsingborg! Þeir hafa víst ekki gert það síðan 1965 eða e-ð í þá áttina... týpískt að þeir skyldu hafa þurft að gera það akkúrat þegar ég fór að horfa...
Svo ég haldi nú áfram í tillkynningunum þá komst ég heldur ekki inn í þennan kór og er ég MJÖG svekkt yfir því! Í fyrsta lagi þurfti ég að hjóla eihns og brjálæðingur nioðureftir því ég var orðin f sein og svo fór ég beint inn að syngja og var án gríns ennþá móð á meðan ég söng... þið getið rétt ímyndað ykkur hvað "Vísur Vatnsendarósur" hjóma vel hjá manneskju sem nær ekki andanum... þrátt fyrir allt varð ég önnur sem gerir mig mjös svekkta því hvað hefði þá gerst hefði ég gert mitt besta?? Það er alla vega alltaf svekkjandi að gera ekki sitt besta...
Svo athugaði ég með söngtíma í n.k. skóla. það kostaði allt of mikið eða 4600 SEK fyrir 14 hálftíma hjá kennara sem ég veit akkúrat ekkert um... það þykir mér ekki góður kostur, borga manneskju 660 á tímann og verða að borga allt þetta fyrirfram án þess að vita nokkuð hvort hún geti kennt! Ætla að fara upp í Malmö muskihögskola og atuhga hvort það séu ekki einhverjir duglegir söngnemendur sem geta hugsað sér að kenna mér fyrir aðeins lægra verð... alla vega að ég þurfi ekki að binda mig svona í 14 tíma!
jæja, skylduni lokið og rúmlega það.

mánudagur, september 11, 2006

einu brúðkaupi og 29 mýbitum síðar...

...er ég dauðþreytt og viðþolslaus af kláða!
En helgin var engu að síður mjög góð.
keyrðum upp til Hunnebostrand sem er norður af Gautaborg. Miðað við veðrið sem er búið að vera undanfarið á skáni, reiknaði ég ekki með neinu nema hugsanlega peysuveðri. Var þar af leiðandi ekki með neitt með mér nema gallabuxur og svartan síerma bol... það var hins vegar sólskin og hiti allan tímann!
Jábbs, allt gekk vel og stóðst væntingar, nema þá helst gullskórnir sem voru í fyrsta lag svo óþægilegir að ég endaði í sandölum eftir borðhaldið. Þá höfðu skórnir his vegar þegar tekið qað missa glansinn og farnir að flagna1 þeim verður sko skilað við fyrsta tækifæri!... eða þegar Jonas hefur tíma til að fara með mér því ég er svo mikill kjúlli að ég kann ekki að kvart :Þ
En ég spilaði hins vegar eins og engill :) allir mjög ánægðir með mig, organistinn átti varla orð yfir því hvað ég væri nú flink og með fallegan tón og ég hef bara aldrei á æfinni fengið jafnmikið hrós frá viðstöddum. svo ég baðaði mig í sviðsljósinu allt kvöldið og meira að segja morguninn eftir líka :) það var gaman :)
Annars er alveg æðislegt að spila í svona stórri sæknskri viðarkirkju, það hef ég aldrei gert áður. Hlómurinn var svo mjúkur og fallegur og passaði básúnunni fullkomlega. Ég hef ekki tölu á því fólki sem kom til mín og sagðist sko aldrei hafa hugsað um básúnu áður sem sólóhljóðfæri og hvað það hafi verið yfir sig hrifið af þessari samsetningu, básúna og orgel.
ekki kvarta ég... nema þá yfir organistanum sem var víst búið a mæla sérstaklega með og væri alveg í sérklassa. Hann var svo hálfglataður (eða heilglataður) þó þetta hafi nú svosem alveg reddast fyrir rest og allir mjög ánægðir svo ég er hætt við að kvarta...
Ég er hins vegar að fara í kórinntökupróf númer tvö þessa önnina. í þetta skipti ein staða laus og tíu að sækja um. Ég fór hins vegar í smá rannsóknarvinnu með hinn kórinn og bara saman þá sem boðið var í inntökupróf í fyrra (átti meil síðan þá) og þeir sem eru skráðir meðlimir í kórinn á heimasíðunni hjá kórnum. Þar sé ég að ekki einn einasti af þeim sem boðaðir voru í inntökupróf eftir hefðbundnum leiðum hafði komist inn! Þó veit ég að einni stelpu var hleypt inn og þá vantaði alla vega tenóra... þessi ljóti klíkuskapur er sko alls staðar! ég ætla sko að fylgjast grannt með þegar nýr listi með meðlimum kemur upp hvort einhver af þeim sem voru í inntökuprófinu með mér hafi verið hleypt inn. Heyrði t.d. í einum þrusugóðum bassa með mikla reynslu (en enga klíku) sem hefur sko alveg átt skilið að komast inn... en ég er ekkert (svo) bitur sko ;)

fimmtudagur, september 07, 2006

hmmm...

ég er alveg viss um að það var eitthvað ógurlega sniðugt sem ég ætlaði að blogga um... man það bara engan veginn.
Get hins vegar "kvartað" örlítið undan kennurnum mínum í frumulíffræðinni: annar skrifar svo illa og er svo fáránlega óskipulagður í því sem hann skrifar á töfluna að glósurnar mínar eru gjörsamlega óskiljandi! Hinn er mjög skipulagður, notar meira að segja fjóra liti (eins og ég:)) en hann krefst þess að við lesum heima! Ósvífni maður!
Jess! Man núna hvað ég ætlaði að tilkynna: ég keypti mér gullskó í gær!! 'otrúlega fínir við fína, litskrúðuga sumarkjólinn minn sem ég ætla að vera í í brúðkaupinu á laugardaginn :) Konan í búðinni var e-ð að röfla um viðhald á skónum (og ég skildi ekki orð...) og endaði svo á að segja:"...eins og með alla þara háhælaða skó" ég beit mig í tunguna svo það skryppui ekki út úr mér a ég ætti nú bara eina aðra háhælaða skó og að það væru meira en fimm ár síðan ég keypti þá!
Annars var ég að panta borð fyrir fjóra, mig, Jonas, mömmu og pabba á þessum veitingastað 30. september :) ég hlakka til :)
Annars er ég á fullu þessa dagana að lesa um svelti! Skammast mín næstum fyrir það að vera svona fáránlega áhugasöm um hvað gerist þegar fólk fer í ungurverkfall, hvað það drepur fólkið endanlega o.s.frv. Það er alla veg mjög praktískt að vera svona vel holdaður ef maður ætlar í hungurverkfall, þá hefur maður alla vega einhverju að brenna ;)
Úff, fáránlegt að enda á að tala fyrst um voða fínan veitingastað og svo svelti :/
það verður að hafa það!
takk och hej leverpastej!

mánudagur, september 04, 2006

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ ERLA!!!

Hér gráta himnarnir af gleði fyrir þér :D
Afmælisvertíðin mikla er hafin...

Huhund...

já, hvað haldið þið? Blaut eða fúl?
Í dag: hundblaut
Þvíhílík rigning á leiðinni heim úr skólanum í dag! Hélt ég myndi verða úti. Annars var bara mjög skemmtilegt í skólanum í dag. Fyrir hádegi var ég í fyrirlsetri í frumulíffræði sem var ágætt, fyndinn týpa þessi fyrirlesari, minnti örlítið á Rikka tónlistarsögukennara...
Eftir hádegi var svo "kost energi och hälsa". Kúrsinn er uppbyggður á svokölluðu problem based learning og það var eiginelga bara mjög gaman! Ég var sko ekkert að drepasty úr hógværð get ég sagt ykkur... beit þó í tunguna á mér nokkru sinnum svo hinir fengju líka að komast að ;)
Kúrsinn lofar góðu. Fyrst er alltaf klukkutíma fyrirlestur og svo er tvegga klst hópavinna þar sem við ræðum vandamálið sem var sett fyrir okkur á mjög svo agaðan og skipulagðan hátt með ritara (sem var ég í þetta skiptið) og "fundarstjóra" (sem var ekki ég... þó ég hefði glöð tekið það að mér líka ;)). Út úr þessari vinnu komu svo enn fleiri spurningar sem við sökkvum okkur yfir heima og skilum inn fyrir næsta hitting. Það er engin eignleg "lestrarbók" þó mælt hafi verið með einni svo það er bara að grúska svolítið. Þetta finnst mér mjög skemmtilegt þar sem mér finnst efnið mjög áhugavert en ég yrði alveg geðveik ef mér finndist efnið óáhugavert... efast samt um að fólk fari í svona valkúrs nema það hafi áhuga...
Annar se ég búin að ákveða að vera best, skemmtilegust og áhugasömust í þessum kúrsi því mig langar mikið til að gera e-ð skemmtilegt verkefni hjá þessum kennara í sumar :)

í gær: hundfúl
Komst s.s. ekki inn í kórinn sem ég var í inntökuprófi fyrir. gekk samt nokkuð vel í inntökuprófinu. eftir prófið var ég svo spurð spjörunum úr með dagsetningar, hvort ég kæmist þennan og hinn daginn og svo væru tónleikar þarna... og svo fæ ég einnar líu bréf þar sem stendur: Hæ Guðrún því miður komstu ekki inn, ok bæ" Eða u.þ.b. þannig... Pínulítill svekkur þar get ég sagt ykkur! Svona eftir á að pæla er ég að spá í hvort "inntökuoprófstæknin" mín sé ekki að virka... verð alltaf svo utan við mig í inntökuprófum að ég man eiginelga ekkert hvað gerðist þegar ég er búin í prófinu. m an reyndar mjög vel eftir að hafa sagt að ég væri eiginelga mezzosópran en gæti svosem alveg sungið alt. Þau prófuðu svo raddsviðið og ég komst leikandi létt upp á c en nákvæmlega ekkert niður... svolítið pínlegt og kolm mér sko heilmikið á óvart! Hver segir svo að röddin í manni lækki með aldrinum??
En ég lagðist í rannsóknarvinnu í gær og sendi meil á 3 kóra held ég og spurði hvort þeir vildu mig. Fékk svar frá einum strax í gær að það væri inntökupróf á mánudaginn eftir viku og ég væri ein af ca 10 stelpum að sækja um eina 1. sópranstöðu í kórnum, það var eina "stelpustaðan" á lausu. 10% líkur eru svosem ágætar...
Fékk svo svör frá hinum 2 kórunum í dag, annar sagði að það væri nú ansi fullt hjá þeim en ég ætti endilega samt að hringja í kórstjórann (jakk erfitt!) og hinn kórinn var öllu formlegri og sendi mér staðlað bréf með eyðublaði til að fylla í og æfingaprógrammi... verð að viðurkenna að mér finnst sá kór lítið spennandi og þar að auki í Malmö.
Held ég tjekki samt á þessu öllu saman því ég meika ekki annan tónlistarlausan vetur!
Bassabásúnuleikarinn í sinfóníuhljómsveitinni sem ég spilaði aðeins með í fyrravetur er í frumulíffræðikúrsinum sem ég er í, hann agði að því miður væri engin hættur eða alvarlega slasaður í básúnudeildinni núna. Það þótti mér að sjálfsögðu miður.

Að lokum, fyrir Huldu Möggu ;)

Í heilsukúrsinum í dag sýndi hann okkur hvaða aðrir kúrsar um næringarfræði og því tengt eru í boði. Þetta eru 3 þriggja eininga kúrsar í viðbót semég gæti þá tekið einn í hverjum annarfjórðung svona með aukalega. Svo 10 eininga verkefni í sumar og þá á ég eftir 26 einingar. ekki nóg með það, heldur á ég 10 einingar í tónlist inni í "kerfinu" sem þýðir að í raun þarf ég bara 16 einingar næsta vetur til að klára! svo er nátla hægt að taka þetta enn lengra og láta meta e-ð af tónlistarnáminu frá Íslandi og þá get ég nú bara klárað í sumar!!
Góðar pælingar ha ;)
Annars eru þetta nú bara fantasíur, hingað til hefur akkúrat ekkert gengið svona smurt fyrir sig hérna í Svíþjóð svo ég ætla nú ekkert að gera mér of miklar vonir.

föstudagur, september 01, 2006

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ HREFNA!!

Og ég sem ætlaði að halda upp á það með stæl, fara á opnun á súkkulaðiverksmiðju! Það er svosem ekki öll von úti enn, en ég hef ekki hugmynd um hvar eða hvnær þessi opnun er! Á auglýsingunni sem ég sá stóð bara að það væri í dag og inngangur hliðina á Wibeberga eða e-ð í þá áttina... ég veit ekkert hvar það er :(
Annars er ég ein heima um helgina. jonas verður í Stokkhólmi að steggja bróður sinn.
Fyrsti skóladagurinn var í dag. Það var ekki svo slæmt, frí samloka í hádeginu og allt ;)
Það var ekki sagt eitt einasta orð um kúrsinn, bara talað alvmennt um raungreina (eða náttúrugreina) stofnanirnar. ég varð mjög innspíreruð og sá fram á að geta klárað b.s. sem þau kalla kandidatsexamen næsta vor, s.s. ekki núna í vor heldur næsta vor. ég gæti meira að segja klárað örlítið fyrr eða tekið aðeins fleiri einingar ef ég geri svo kallað einstaingsverkefni núna í sumar! Veit eiginelga engan veginn út á hvað þetta verkefni gengur, nema að það gefur 15 ECT sem þýðir ca 8 vikur sem þýðir að það eru alla vega 4 vikur eftir af sumrinu þó ég geri þetta :)
Yndislegt að sjá fyruir endan á einvherju! Ekki það að e´g ætli ekki í marster líka, þá er þetta þó alla vega fyrsti áfangi.
Það er mikið rætt um svokallað "Bolognakerfi" í skólanum. Það er s.s. verið að alþjóðavæða alla háskóla í Evrópu, þetta bachelor-masterdæmi eins og það er á íslandi. Það var líka verið að tala um einkunnagjöf en í þeim áföngum sem ég hef tekið er hægt að fá 3 einkunnir: ekkistaðist, staðist og staðist vel. Þegar kennarinn fór að tala um mjög flókið og skrýtið einkunnakerfi sem væri þannig að það væri hægt að fá ólíkar falleinkunnir hélt ég að salurinn myndi rifna úr hlátri! ég varð eiginlega mjög móðguð og var næstum staðinn upp til að verja íslenska einkunnagjafarsýstemið... en ég nennti því nú samt engan veginn (var samt búin að undirbúa ræðu í huganum að það væri nú gott að sjá hvort maður hefði verið nálægt því að ná eða ekki og svo útskýra hvað það væri yfirmáta hentugt að einkunnin færi eftir hversu mörg prósent þú hefðir svarað rétt...).
Eftir að hafa snætt hádegisverð ásamt samnemendum mínum (sem ræddu um að maður gæti nú alveg sleppt því að kaupa bækurnar þaer sem það væri farið svo ýtarlega í þetta í tímum og heftið gætu þau ekki pínt mann til að kaupa, þetta hlyti nú að vera allt á netinu!) hjólaði ég heim í góða veðrinu.


Guðrún- sem ætlar alla vega að borða súkkulaði í tilefni dagsins :)