föstudagur, nóvember 16, 2007

Bókasöfn

Þessu nýja lærdómsæði mínu get ég að stórum hluta þakkað bókasöfnum bæjarins. Ég get setið sleitulaust í næstum 10 tíma með 20 mínútna hádegishléi og nokkrum pissupásum á Háskólabókasafninu meðan ég þarf að pína mig í svo mikið sem hálftíma hérna heima!
ég uppgvötvaði í raun ekki Háskólabókasafnið fyrr en á þessari önn og hef notað það óspart síðan þá, sérstaklega síðasta mánuðinn. Bókasafnið r í gömlu virðulegu tíbulsteinshúsi og það vex klifurplanta utaná því sem verður ótrúlega fallega dökkrauð á haustin. Það er nóg af lesaðstöðu í húsinu. Bókasafnið er á nokkrum hæðum en ég hef líti verið að flakka á milli hæða og er búin að afmarka mér svæði á neðstu hæðinni þar sem er lesstofa með u.þ.b. 40 básum. Þar hefur maður lítinn bás með lítilli hillu, gömlum slitnum stól, leslampa, innstungu fyrir tölvur og á endunum eru hankar þar sem maður getu hengt af sér. Alveg nákvæmlega það sem maður þarf og ekkert umfram. Í kjallaranum er lítil kaffistofa sem selur kaffi, te, kalda drykki, sætindi og heitan mat í hádeginu. Það er ótrúlega þægilegt að sitja þarna í hádeginu og borða heitan mat (maður getur valið milli 3 rétta; heimilsmatur, grænmetisréttur og "mikill matur fyrir lítinn pening" réttur og allt á innan við 60 krónur) í rólegheitum, það er svo miklu afslappaðri stemning þarna heldur en t.d. í næsta húsi þar sem málvísindadeildin er með hipp og kúl matsölu.
Helsti galli bókasafnsins er hins vegar að andrúmsloftið er vöðvabólguvaldandi! Fyrir utan það að ég gleymi mér algjörlega í lestri, þá eru stólarnir ekki mjög þægilegir (þó ekki svo slæmir miðað við aldur og fyrri störf) og það sem er verst er hversu ótrúlega kalt er þarna inni. Ég er í ullarsokkum, flíspeysu og með trefil. Eftir hádegi fæ ég mér svo te, ekki til að drekka, heldur til að halda á til að reyna að fá yl í útlimi og höfuð (já, ég ég legg bollann upp að höfðinu á mér svo að ég missi nú ekki nefið). Bókin í kúrsinum sem ég byrjaði í í síðustu viku hefur verið uppseld í Lundi síðan kúrsinn byrjaði svo ég hef þurft að sitja á bókasafni og lesa. Því miður er Háskólabókasafnið hætt að kaupa inn allar skólabækur, nú kaupir það bara allar sænskar bækur sem eru gefnar út. Þess vegna þurfti ég að fara á bókasafn deildarinnar sem kúrsinn minn er kenndur í. Það bókasafn er í Vårdvetenskapliga huset. Þangað hafði ég aldrei komið og varð ekki lítið ánægð þegar ég sá að það var í ekki nema 5 mínútna fjarlægð heiman frá mér. Bókasafnið er mjög flott og Kaffiterían þar er æðisleg! Stór en með mjög góðum mat og hlýlegu umhverfi.
Á bókasafninu getur maður valið á milli þess að stija í básum eins og á aðalbókasafninu, í hægindastólum sem vísa út að risastórum glugga inn í garð, eða við svokölluð hópvinnuborð þar sem eru þæginlegir skrifborðsstólar. Það besta er kannski að hitastigið er vel yfir frostmarki, ég þarf ekki einu sinni að vera í flíspeysunni minni þarna inni!
Ég kom mér vel fyrir í svotilgerðum lesbás sem leit alveg eins út og á bókasafninu "mínu". ég var ekki búin að sitja þar lengi þegar ballið byrjar. Allt í kring um mið situr fólk sem er greinilega að lesa sama kúrsinn og er í raun bara að læra saman. Þau tala hátt á milli básanna, spjalla og hlægja og skemmta sér konunglega. Inn á milli eru þau hljóð og einbeita sér að lesttrinum með Ipodinn í botni og ég fæ að njóta með...
Algjörlga ómögulegt að einbeita sér í þessum hávaða! Já, fyrst og fremst út af hávaðanum, svo bætist við frústerasjónin yfir að þau skuli vera að tala svona hátt á hljóða lessvæðinu. Svo byrjar maður að hugsa af hverju í ósköpunum þau sitji ekki á hópavinnusvæðinu (sem er tómt!) og þá byrjar maður í huganum að æfa ræðuna sem maður ætlar að halda yfir þeim. Svo eyðir maður smá tíma í viðbót í að reyna að sannfæra sjálfan sig um að standa nú upp og halda ræðuna en tekst ekki. Þá verður maður frústreraður yfir því að maður skuli ekki geta druslast til að biðja þau um eins sjálfsagðan hlut eins og að þegja á lessvæðinu og þá er maður búinn að lesa heilan kafla án þess að hafa hugmynd um hvað hann fjallar...
ég var alla vega himinlifandi í gær þegar ég fékk sms um að bókin mín væri komin! Eins frábært og það hefði verið að geta lesið svona nálægt heima og jafnvel án vöðvabólgu, þá held ég að geðheilsan sé mikilvægari.

Það er svo erfitt stundum að haga sér vel

Ég kunni að sjálfsögðu fullt um malaríu í dag! Var samt því miður ekki afgerandi best, "hin stelpan" í hópnum mínum (s.s. ekki þessi óþolandi) hafði dottið niður á einhverjar fínar greinar og vissi heilan helling líka en samt um aðra hluti en ég svo við vorum eiginelga gott dúó. En það er svo fáránlega erfitt að sitja á sér og leyfa hinum að tala og ekki grípa fram í þegar maður veit sko sjálfur alveg nákvæmlega hvernig hlutirnir eru...
Ég rétti góðvinkonu minni úr síðasta bloggi greinina um kínín og tónik og hún las hana og skilaði svo greininni með þvinguðu brosi. Ég fékk svosem ekkert svo brjálæðislega mikið út úr þessum "sigri" mínum. Veit svosem ekki við hverju ég bjóst, að hún stæði upp og tilkynnti yfir allan bekkinn að hún hefði haft rangt fyrir sér og ég rétt fyrir mér og að hún hefði síðan beygt sig niður og kysst á mér tærnar... ég hefði svosem ekki haft neitt á móti því ;)

miðvikudagur, nóvember 14, 2007

ég bitur?

Ég er búin að vera svo óhótrúlega dugleg að læra undanfarið að það hálfa væri nóg! Ég hef nefninlega haft óteljandi ástæður fyrir duglegheitunum:
-Búið að vera frekar mikið að gera í "félgslífinu" (t.d. fullt af skemmtilegum heimóknum :)) og það á sko aldeilis ekkert eftir að minnka (fleiri heimsóknir, fara í heimsókn, undirbúa 2 böll, syngja á fullt af tónleikum...)
Ég er að halda áfram með fjarnámskúrsinn sem ég ætlaði að taka í sumar ehem :Þ
Ég er/var með endalaust samviskubit yfir að vera ekki komin með bókina í hendurnar fyrir kúrsinn sem ég er í núna (alla vega vika í hana ennþá!)
Enn meira samviskubit yfir að ætla að skrópa 3 daga í skólanum
og síðast en ekki síst keppnisskapið maður!
Bæði komst ég að því í síðasta kúrsi að ég gæti sko alveg verið "best" ef ég bara héldi mig við efnið og svo verð ég líka nauðsynlega að stinga öllu sem ég get ofan í stelpu sem er með mér í kúrsinum núna.
Eftir 2,5 ár í Svíþjóð er ég búin að greina "týpuna". Það er morandi af þessum stelpum hér í háskólanum, sérstaklega í efnafræðinn (því er nú verr og miður) en ég hef verið í fríi frá svona týpum síðan síðasta haust held ég. Þetta eru litlar sætar stelpur sem drekka nóg vatn og borða ávexti og grænmeti og virka mjög ljúfar á yfirborðinu. Þess vegna neitar maður eiginlega að trúa því að þær eru í rauninni óþolandi besservissara sem kalla sko ekkert allt ömmu sína! Þessar stelpur eru einmitt ástæðan fyrir því að ég hef lengi haldið því fram að Svíar séu allir fífl og ekki þess virði að reyna að vingast við þá.
Svo ég fari nú ekkert að æsa mig of mikið ætla ég bara að segja ykkur hvernig ég ætla troða niður í hálsinn á henni á morgun :) Við vorum að tala um malaríu og vorum að velta fyrir okkur lækningu og fyrirbyggjanlegum aðferðum. ég minnist á að ég hafi heyrt að í gamla daga hafi Englendingarnir drukkið gin og tónik því að það var efni í tónikinu sem átti að vinna á malaríu. ég meina hver hefur ekki heyrt þetta? Alla vega ekki hún og þvílík endemis vitleysa sem ég lét út úr mér fékk ég að heyra í þónokkurn tíma á eftir (ég bara trúi því ekki að engin annar í hópnum hafi heyrt þetta, þau hafa bara ekki þorað að segja neitt). Það var nú ekki minnst á tónik í bókinni okkar en nóg var talað um kínín. Og auðvitað er kínín í tóniki! Auk þess að ég skrifaði 4 blaðsíður fyrir næsta umræðuhóptíma prentaði ég út stutta grein fyrir hana úr wikipedia. Megi hún njóta!

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Beðið eftir Sigrúnu

Eini gallinn við að vakna alltaf á eftir Jonasi er að hann er mjög duglegur að klára morgunkornið/súrmjólkina/mjólkina. Það er ekkert spes að vakna kannski á síðustu stundu og uppgvötva að það er ekkert ætilegt í húsinu...
Annars bíð ég spent eftir Sgrúnu og allri fjölskyldunni. Þau ætla að vera hjá mér í allan dag :)