mánudagur, apríl 30, 2007

Tónleikar

Eða e-ð í þá áttina...
Íslendingakórinn söng á fundi eða skemmtun eða tónleikum eða hvað það nú var, hjá sænsk-íslenska félaginu í Malmö-Lundi.
Það var svosem búið að gefa til kynna að þetta væri svolítið sérstakur félagsskaður, meðalaldurinn um 80 ár t.d. en það hefði nú samt átt að vara okkur við þessu!
Þetta var s.s. aðalfundur hjá félaginu og hápunktur starfsársins eins og þeir sjálfir sögðu (jábbs, allt saman karlar nema konan með vídjókameruna) og endaði með tónleikum. Við vorum síðust á dagsskrá... æ, veit ekki hvernig ég get líst þessu! Sjálfur fundurinn tók kannski 2 mínútur, mjög líðræðislegt alltsaman þar sem formaðurinn spurði spurninga um hver yrði næsti formaður og svo framvegis og að ég held ritarinn og gjaldkerinn svöruðu með eins atkvæðisorðum og negar breytingar urðu á félaginu... frekar en síðustu 50 árin...
Síðan var komið að tónleikunum sem ritarinn hélt utanum. Það vill nefninlega svo skemmtielg til að hann e píanóleikari og tónskáld líka.... og hefur gaman af því að tala... fram komu margir misefnilegir söngvarar á öllum aldri og sunu allt of mörg lög. einhverjir höfðu boðað forföll og í stað þess að fella þau atriði út ákvað píanóleikarinn snjalli að fylla bara upp í prógrammið með... EINHVERJU! Bara einhverju sem honum datt í hug! svo talaði hann minnst jafnmikið og hann spilaði (samt spilaði hann með öllum söngvurunum). Á meðan á þessu öllu stóð sátum við í ungliðahreyfingu kórsins aftast og létum eins og verstu gelgjur, sendum sms og grettum okkur og kvísluðumst á. Um skemmtiatriðin sáu hins vegar frænka mína (7 ára sem ég var nýbúin að fylla af laugardagssælgæti) og jafnaldra hennar. Svo kom að okkur og vorum við best þó ég segi sjáfl frá. Og þó (komið að kvarti og hneyksli) að úr fjölmennustu röddinni hefði bara ein manneskja séð sér fært að mæta, pælið í því! Þá vorum við þokkalega góð... nema kannski í síðasta laginu. Frænka mín byrjaði með að gefa kolrangt tempó, mér varð svo mikið um að mér svelgdist á og þurfti að einbeita mér að því að halda áfram að syngja svo ég söng vitlausan texta sem setti hina út af laginu og leiddi til almenntra falskheitra... en við vorum samt best...
Svo hélt ég bara áfram að haga mér illa... fórum og fengum okkur að borða og Sigrún yfirgelgja var farin að skammast sín og það áður en ég drakk síderinn. Hann hafði reyndar öfug áhrif á mig (svona eins og ofvirku börnin og amfeTamínið) þannig að ég var nokkuð stillt eftir það.
Annars er frí í skólum í dag (alla vega Háskólum) og samkvæmt textavarpinu verða 54% ungmenna full í dag. Ekki ég, fékk mér nefninlega einn síder í gær og það ætti nú að duga út mánuðinn... eða bara út af því að ég er félagsskítur...

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Ég verð að hætta þessu netráfi!

Þetta er náttúrulega algjör tímaþjófur og núna undanfarið hef ég verið að lenda inn á ýmsum "moggabloggum" með "póltískum áróðri". Ég sem nenni sko engan vegin að velta mér upp úr pólitík og les varla fréttir heldur fæ mínar "fréttir" gegnum blogg hjá kuunningjum, get orðið alveg brjál þegar fólk er að segja e-a vitleysu eða er ósanngjarnt.Eins og kjáninn sem var á móti banninu við reykingum. Það sem mér finnst kannski mest frústrerandi við það eþgar fólk er að segja e-a vitleysu er að ég er vonlaus í rökræðum!
Ég hætti í raun að pirrast yfir vitleysisgangnum í þeim sem skrifar og byrja að pirrast yfir því að ég geti ekki rökstutt af hverju hann er vitlaus og hafi vitlausar skoðanir... rakst t.d. á þessa grein áðan og ætlaði bara að láta ykkur vita að mér finnst þessi gaur asni.
En eftir að hafa lesið greinina og hverja einustu athugasemd rifjaðist upp fyrir mér "grein" sem ég samdi í huganum í haust held ég þegar var verið að ræða innflitjendamál á íslandi.
Ég er Íslendingur sem bý í útlöndum. Svíþjóð er kannski ekki mikil "útlönd" en útlönd engu að síður. Á Íslandi er mikið rætt um Pólverjana/Fipplippseyingana eða hverjir það nú eru sem hópa sig saman og umgangast bara samlanda sína, búa jafnvel öll í sama hverfinu og tala varla íslesku, pælið í því? Áður en ég flutti ingað til Lundar vissi ég að hér væri starfandi íslendinga félag og íslendingakór. Ég frétti líka af því að flestir Íslendingarnir væru búsettir á "Kjammanum" sem er nafn sem Íslendingar hafa gefið ákveðnu hverfi hér í Lundi. Ég ætlaði sko heldur betur að passa mig á þessari Íslendingamafíu, enda ekkert fáránlegra en að flytja úr landi til að "breikka sjóndeildarhringinn" og umgangast svo bara íslendinga! Í stuttu máli sagt, þá hef ég búið hér í tæp tvö ár. Ég er gift Svía og hitti fjölskyldu hans annað slagið. Skólafélagar mínir eru allir Svíar (í augnablikinu alla vega) en engu að síður umgengst ég bara Íslendinga! Ég er í saumaklúbb bara með íslendingum, ég stjórna kirkjuskóla bara með íslenskum börnum, ég er í kór bara með íslendingum ég horfði á íslensku júróvisjónútsláttarkeppnina með bara íslenskum vinum og íslensku sælgæti. Við vorum meira að segja að kaupa okkur íbúð sem er nær Íslendinganýlendunni!
Ég gæti haldið endalaust áfram og sagt ykkur frá því að margir af mínum kunningjum tala mjög lélega sænsku þó þeir hafi búið hér í þónokkurn tíma, þeir þurfa einfaldlega ekki á henni að halda, þeirra samskipti eru flest við íslendinga og ef ekki bjarga þeir sér á ensku (eða á einfaldri sænsku). Öllum finnst nú lífsnauðsynlegt að redda sér íslensku páskaeggi og helst páskalambi líka, ekki séns að maður kaupi sér sænskt páskaegg og sænski páskamaturinn er nú bara brandari. Látið mig nú ekki byrja að tala um jólamatinn og hefðirnar (það hátíðlegasta við aðfangadag er þegar allir setjast niður til að harfa á teiknimyndir í sjónvarpinu!!)... Mér finnst lífsnauðsynlegt að hitta íslendinga annað slagið til að geta "pústað" aðeins á íslensku (vinsælt umræðuefni er greyning á sænsku þjóðarsálinni, ekkert alltaf fallegt get ég sagt ykkur)og mér finnst ekkert athugavert við það að íslendingar í útlöndum reyni að halda í íslenskar hefðir enda erum við stolt af landi og þjóð þó við búum annars staðar. Er þá e-ð athugavert við það að útlendingar á Íslandi haldi hópinn og haldi í sínar hefðir og tungumál?

laugardagur, apríl 14, 2007

Gott á mig!

Tad er ekki buid ad vera neitt spes vedur núna í vikunni, eiginelga bara mjög kalt og leidinlegt! Ég er ad sama skapi búin ad vera mjög löt skólalega séd, sem er nú kannski ekki frásögu faerandi nema fyrir taer sakir ad i gaer akvad eg ad tad var kominn timi til ad taka sig á end tarf eg ad skila 2 verkefnum og skýrslu á mánudag og tridjudag. Svo ég sat eftir skóla á föstudaginn og laerdi í fyrsta skipti almennilega í tessum kúrsi. Í dag maetti ég upp í skóla um 11 og aetla ad sitja til alla vega 16 og klára tessa skýrslu. Og hver er svo kaldhaednin? Jú, í gaer, föstudag, var frábaert vedur, alveg struttbuxnavedur og ad sjálfsögdu aftur í dag! Hefdi ekki verid gáfulegra ad sitja alla vega nokkra klukkutíma i vikunni til ad vinna ad tessum verkefnum?? Ae, tetta er nú bara gott á mig held ég.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Gleðilega páska

... svona "í eftirskoti" eins og maður segir í Svíþjóð.
Páskarnir voru bara ljómandi fínir fyrir utan hræðlega kulda! Heimsóttum Móðursystur í Uppsala, hitti Svövu og heimsóttum vini í Stokkhólmi.
Jábbs, þetta var víst stutta ferðasagan.