fimmtudagur, apríl 23, 2009

Ferðasagan

Ég var víst búin að lofa Afríkubloggi. Ég var meira að segja svo fyrirhyggjusöm að ég skrifaði dagbók í Afríku bara til að geta skrifað blogg þegar ég kæmi heim :)
Svo hér kemur ferðasagan í smáatriðum... eða alla vega fyrsu dagarnir

Letaba, 4. apríl.

Jæja, fyrsti dagurinn í Krügergarðinum búinn og svona líka ljómandi fínn :) Við byrjuðum á ávaxtaskál í blue cottages með jógúrti og hunangi og nýkreistum appelsínusafa, ekki slæmt það!
Við vorum að sjálfsögðu skeptísk á ávextina enda búin að fá að heyra að væru stórhættulegir ásamt fersku grænmeti. Vertinn okkar varð nú bara hneyksluð og sagði að þetta værinú einu sinni SUÐUR-afríka (það er nú suðusr-AFRÍKA í okkar eyrum).
Við vorm kominn í Krüger kl 11. Það voru ekki nema 50 km til Letaba sem var okkar fyrsti gististaður sem þýddi klukkustundarakstur þar sem hámarkshraðinn í garðinum er ýmist 40 eða 50. Okkur tókst nú samt að dreyfa akstrinum á 3,5 tíma  Á leiðinni sáum við impala sem er antilóputegund. Við sáum fullt af þeim sem er kannski ekki svo skrýtið þar sem það eru 125.000 stk í garðinum. Svo ráukumst við á stóran flokk af e.k. gömmum. Þeir voru með útbreidda vængi líklegast til að þurrka þá. Það komu tímabil þar sem við rákumst ekki á mörg dýr en allt í einu upp ár þurru spásseraði gíraffi yfir veginn beint fyrir framan okkur! Það var flott  Við sáum líka litla skjaldböku sem hafði nú e-ð illts af leið. Ég held það hafi verið ”hlébarðaskjaldbaka”.
Inni í sjálfum Letaba-búðunum voru svo bushboks sem er önnur antilóputegund. Þau höfðu vilst innog voru bara ða tjilla og forvitnast um okkur fólkið, algjör krútt ;)
Klukkan 16 fórum svið í sunset drive. Það vorum bara við og SA fjölskylda í ferðinni. Þau töluðu afrikaans. Það er sko heldur betur líkt hollesku.
Þetta var alveg frábær ferð og við sáum fullt af dýrum og fengum frábæra fræðslu. Við sáum að sjálfsögðu impala en líka waterbok og stenbok. Við sáu líka fullt af sebrahestum (þeir eru svo flottir!). Þeir eru minni en ”útlenskir hestar”, á milli hesta og asna í stærð sagði leiðsögumaðurin, kannski bara eins og sá íslenski? Þeir eru mjög ”feitir” en það er út af því að greyin eru með fullan maga af lofti :Þ
Við sáum líka flóðhesta úr fjarlægð, fílafjölskyld, nokkrar fluglategundir og héra. Það skemtilegasta var þó ljónafjölskyldan! Við sáum fjölskyldu með 4 ljónynjum, einu krlljóni og 7 litlum krúttleum ljónsungum, ca 4 mánaða. Það var mjög skemtilgt að fylgjast með hvernig þau höguðu sér og sérstaklega þar sem leiðsögumaðurinn gat útskýrt fyrir okkur hvað var að gerast. Hann var mjög spennur sjálfur nda ekki á hverjum degi sem maður sér heila ljónafjölskyldu með svon alitla unga. N’una erum við í búðunum að grilla kjöt og mismunandi tegundir af minikúrbítum 8fáránlega gott!). Svo er það bara beint í rúmið því við erum að fara í bushwalk kl 5:30 í fyrramálið takk fyrir!

J'burg-Blue cottages, 3. apríl.

Það er bara sljómandi fínt að keyra í Suður-Afríku ef maður lítur framhjá því að það er vintri umferð. reyndar mættu vegamerkingarnar líka vera betri. Við eydum fullöngum tíma í að finna matvörubúðina sem átti að vera neðar í götunni. Það var hins vegar mjög gaman að koma í búðina, úrvalið af grænmeti og ávöxtum var svo skemmtilegt. Að öðru leiti var búðin eins og hver önnur matvörubúð. Við splæstum í símakort í gemsan sem hefur núþegar komið sér að góðum notum.
Þá hófst ferðalagið.
Það tók okkur 7,5 tíma að koma okkur 450 km leið! Stærsti partur ferðarinnar (eða flestir kílómetrarnir) voru á greiðfærri hraðbraut en okkur tókst að villast nokkru sinnum á leiðinni og svo lentum við 3 sinnum í vegavinnu sem þýddi að það var bara umferð í aðra áttina í einu. Síðasta 1,5 tímann keyrðum við í myrkri. Það var nokkuð óhugnalegt því við lentum 2 sinnum í vegavinu á þessum tíma og vorum alveg stopp.
Loks komumst við þó á leiðarenda. Þar tók á móti okkur dýrindis 3 rétta máltíð, ég held sveimér þá sú besta í ferðinni. Við fengum líka fullt af nytsamlegum upplýsingum um hvernig maður á að hafa sér í Suður Afríku. blue cottages var fínasti gististaður. Þetta er alveg úti í ssveit og mjög fjölkskrúðugt dýralíf :/ það gerði það að verkum að ég var alveg á nálum yfir minnst hreyfingu. Það voru ekki ljónin eða flóðhestgarinr sem ég var hrædd við heldur skordýrin og skriðdýrin! reyndar var full ástæða til að vera á nálum yfir flóðhestunum því fyrir neðan koafana var fljót þar sem þeir héldu til! Á þurrkatímum leituðu þeir upp í garðinn eftir æti á nóttunni. Sem betur fer hafði ringt vel undanfarið!

Ferðadagur, 2. apríl

Fórum á fætur örlítið fyrr en venjulega eða um 4:30 leytið og drifum okkur út á völl. Heldur svefnlítil nótt og örlitlar áhyggjuraf því hvort allt væri með. Pökkunin fór nefninlega fram kvöldinu áður. 2 klst flug til Parísar, smá hlaup á Charles de Gaulle að redda ýmsum smáhlutum eins og moskítóvör, mat og drykk. Þá tók við 9 tíma flug til Jóhannesarborgar. Ég ætlaði nú heldr betur að nota tímann í lærdóm en sofnaði eftir að hafa lesið einn fyrirlestrur. Flugferðin gekk bar ljómmandi vel! risastór flugvél með ágætum sætum (þó það hafi verið viss svekkur að þurfa að labba gegnum 1. farrýmið) og fullt af bíómyndum og öðru skemmtiefni í boði. Þannig að í staðinn fyrir lærdóm horfði ég á tvær bíómyndir og fór í fullt af tölvuleikjum!
Á flugvellinum í J'burg biðum ið í vegabréfseftirliti í meira en klukkutíma. Þegar því var lokið tók mjög vinarlegur maður á móti okkur og fylgdi okkur að bílaleigunni og sendi vin sinn að kaupa vatn fyrir okkur. Fyrir þetta tóku þeir félagar inungis 100 rönd hvor eða um 1000 ísk hvor (en þeir heppnir að hitta á svona heimska túrista!)! Strákunum á bílaleigunni fannst við nú ekkert sérlega gæfuleg og sögðu okkur í framtíðinni að treysta engum nema lögreglunni og bensínafgreiðslufólki.
Þessi hálftíma bílferð frá flugvellinum og á svefnstað var nú ævintýri út f fyrir sig þar sem það er hægri umferð í Suður-Afríku...

mánudagur, apríl 20, 2009

Úps

ég var víst búin að lofa Suður-Afriku bloggi um helgina :/
Helgin hljóp bara alveg í burtu svo það verður að bíða betri tíma. En ég lofalofalofa bloggi í vikunni, síðasta lagi næstu helgi