þriðjudagur, maí 30, 2006

próf...

mér finnst ég búin að vera alveg rosa dugleg í þessum próflestri! Hef voðalega lítið hangið í tölvunni og bara horft á sjónvarp í "pásunum". Ég er búin að læra helling og þó prófið sé ekki fyrr en eftir 2 daga þá er ég búin að læra nóg til að ná bara sæmilega! Nú er ég að reyna að safna orku í smámetnað...
Málið er að þetta eru 8 spurniningar og 10 stig fyrir hverja. Ég þarf bara 35 stig til að ná (því ég náði prófinu sem var í miðjum kúrsinum) en 60 stig til að fá VG. Það eru s.s. tvær einkunnir í boði, godkänt og
välgodkänt. Þegar ég byrjaði í skólanum var ég búin að ákveða að vera metnaðarfyllst af öllum og fá alltaf 10. Þegar ég sá að það voru bara 2 einkunnir í boði hvarf metnaðurinn. Ég meina, ef ég læri eins og brjálæðingur og fæ allt rétt þá fæ ég sömu einkunn og e-r annar sem lærði miklu minna og var bara með 75% rétt! Það er akkúrat ENGIN skynsemi í því og þá er eins gott að nota bara lágmarksorku í þennan lærdóm!... er e-r skynsemi í því? Ég er að reyna að sannfæra sjálfa mig um það að það sé miklu meira kikk að fá alla vega 60 stig heldur en að fá akkúrat 35 stig...
Annars er ég snillingur í að læra akkúrat mátulega mikið til ða ná, er t.d. búin að greyna prófið: Fyrstu 2 spurningarnar eru "kjaftaspurningar". Til að vera viss um að fá fullt hús fyrir þær verð ég að lesa alla bókina og læra utanað fullt af ferlum. Glætan spætan að ég nenni því!! Er að klára að læra allar þær spurningar sem ég hef úr gömlum prófum og svo krossa ég bara fingur, ekkert mál!
Hinar spurningarnar eru svo allar "reiknispurningar" og það hentar mér sko mun betur!
Það er samt alveg slatti sem ég er ekkert mjög góð í, en það eru samt aldrei meira en 2 spurningar sem eru af þeirri erfiðleikagráðu. Það þýðir að með allri þeirri óheppni sem yfir mig getur hellst, fæ ég 0 fyrir fyrstu 2 spunringarnar, fullt fyrir næstu fjórar og núll fyrir tvær síðustu. Það gerir 40 stig sem gefur mér 5 stiga útrými fyrir klaufavillur ;)
Með smá heppni (þar alls ekkert að vera mikil heppni!) fæ ég alla vega 10 stig fyrir fyrstu 2 spurningarnar og það verður bara ein erfið spurning, gæti meira að segja klórað e-ð í hana og fengið nokkur stig þar... en þá er ég alla vega með u.þ.b. 60 stig.
Svo, ef ég færi í prófið í dag gæti ég fengið 60 stig með heppni... það hlýtur að þýða að með smá samviskusemi get ég bætt við örfáum stigum fremst og aftast og þá ætti ég að fá VG hvort sem ég er heppin eða óheppin?!? Annars vona ég að ég fái bara akkúrat 60 stig, ferlega súrt að vera með 95 stig og fá sömu einkunn og lúðinn með 60 stig, frekar vil ég vera lúðinn!!

4 Comments:

Blogger Guðrún said...

Það var pointið! Var að fatta það... hef líklegast ekki komið því til skila neitt mjög vel... röflaði bara e-ð och birti án þess að lesa yfir eða nokkuð í þá áttina...

30 maí, 2006 21:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður fær alltaf eitthvað í "kjaftaspurningum", bara spurning hversu mikið (eða lítið...). A.m.k. ef maður veit í hvaða prófi maður er ;)

01 júní, 2006 02:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»

21 júlí, 2006 10:12  
Anonymous Nafnlaus said...

Keep up the good work. thnx!
»

16 ágúst, 2006 15:05  

Skrifa ummæli

<< Home