sunnudagur, júní 04, 2006

Í fréttum er þetta helst:

Náði prófinu :)
veit ekkert hversu mörg stig en greinilega fleiri en 35 ;)
Við erum á leið stil Spánar og Frakklands á þriðjudaginn!! Pökkun í fullum gangi (samt förum við ekki fyrr en á þriðjudaginn!?!). Komum svo heim kvöldið 26. júní og ég flýg til Íslands 27 júní... svo pökkun fyrir Íslandsferð er líka í fullum gangi!! Ég er svo heppin að systir mín hefur fitnað alveg óeðlilega mikið um sig miðja síðasta hálfa árið og reiknar ekki með að grennast fyrr en um það leyti að ég er að yfirgefa landið svo ég fæ fataskápinn hennar lánaðan ;) Það passar mér bara mjög vel.
Bless í bili!

föstudagur, júní 02, 2006

Þvílíkt kjaftæði!!!

I am nerdier than 24% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!
Not nerdy, but definitely not hip.

Ég er VÍST hipp og kúl!!!

fimmtudagur, júní 01, 2006

Prófið búið

og það er vel
Útúrdúr: Litla frænka mín svarar alltaf þegar maður spyr hvað hún segi gott "vel". Hún er kannski svona lunkin í "forníslensku" eða hvað maður getur kallað það.
Prófið gekk bara alveg ágætlega... veit það samt ekki alveg nógu vel... reiknaðist til að ég gæti veirð með á bilinu 30- 70 af 80. Við skulum vona að það hafi verið rétt rúmlega 60 ;)
Skrifaði að vetnisgas væri framleitt með "elektrólýsu" af vatni þó ég hefði eiginelga vitað að það væri framleitt úr metani (CH4)... kunni bara ekki þá aðferð, er líka viss um að ef vetnisgas væri framleitt á íslandi væri þessi "elektrólýsa" notuð! Enda erum við ekkert sérstaklega að spara rafmagnið.
Ég er búin að hlakka til að taka til í rúma viku! Það að ég hef hlakkað til tiltektar lýsir víst best ástandinu á heimilinu... til að' tryggja tiltekt buðum við fólki í mat í kvöld. Nú er klukkan 17:00. Jonas er að sendast og ég sit við tölvuna. Það er enn ótiltekið og gestirnir koma eftir 2 tíma... ég sem var farin að undirbúa stórhreingerninguna ðí smáatriðunm í huganum sé bara fram á bráðabirgðahreingerningu í þetta skiptið :Þ
Best að drída sig í það svo að ég nái nú alla vega lámarksstandard...