fimmtudagur, maí 11, 2006

Brotin tá

alls ekki mín þó heldur hjá Emil. Emil spilar 1. básúnu hjá Akademiska kapellet (háskólasinfóníuhljómsveitin í Lundi) og var að hringja og biðja mig um að leysa af eftir 2 klukkutíma á æfingu. Nielsen 3. sinfónía... kannast rosalega við nafnið, hlýtur bara að vera eitt af þessum inntökuprófapörtum og ég man ekkert hvernig hann er og ég hef ekki snert básúnuna síðan í mars (ég þurfit sko heldur betur að dusta þykkt ryklag af básúnukssanum áðan). en ég veit að þetta reddast.
og svo nefndi hann það líka að hljómsveitin væri á leið til Ítalíu í byrjun júní(1.-6. hélt hann) og að þá vantaði e-n að leysa hann af þar. ég er í prófi til kl 13:00 þan fyrsta svo ef þau fara um kvöldið... og geta reddað mér til barcelona þann 6. því ég og Jonas erum víst á leið þangað þá...
...ég er ekkert rosalega leið yfir því að Emil sé tábrotinn ;Þ

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Get ímyndað mér það ;) Sláðu í gegn á æfingunni! Það er nú ekkert svo langt frá Ítalíu til Barcelona er það?

12 maí, 2006 17:21  

Skrifa ummæli

<< Home