laugardagur, maí 13, 2006

Fitandi...

að vera einn heima... og passa...
... og vera einn heima hjá frænku að passa!
Er búin að vera að passa 6 ára frænku mína síðan á föstudag. Mamma hennar og Jonas eru á kóramóti í Danmörku. Ég er búin að inbyrða fáránlega mikið af sælgæti síðan á föstudag sem náði svo hámarki í kvöld. Fórum heim til frænku og borðuðum kvöldmat þar. Strax fyrir kvöldmat var ég búin að skanna sælgætisskápinn og aðeins að smakka. Eftir kvöldmat héldu mér sko engin bönd ena er sælgætisskápurinn alltaf fullur af sælgæti og ólíkt heima hjá mömmu og pabba þá er hann ólæstur (ekki að að ég hafi ekki alltaf geta fundið lykil hjá mömmu og pabba... eða notað bréfaklemmu... eða bara losað botninn úr skápnum...). Svo bauðst frændi minn til að taka við (barnapössuninni, ekki sælgætisátinu!) og ég hélt ég væri laus úr viðjum sykursins... en nei, þurfti ekki búðin við lestarstöðina að vera opin og ég neyddist náttúrilega til að kaupa enn meira sælgæti og kók! Óþolandi! Það verður sko skokkað á morgun og helst lengur en í korter.

3 Comments:

Blogger Guðrún said...

ég borðaði nú bara afganginn í morgunmat! En það er allt Jonasi að kenna! Hann kláraði súrmjólkina! ;)

14 maí, 2006 11:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Hi! Just want to say what a nice site. Bye, see you soon.
»

12 júní, 2006 01:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»

21 júlí, 2006 10:12  

Skrifa ummæli

<< Home