þriðjudagur, maí 30, 2006

Það er nefninlega það

var að "zappa" á milli sjónvarpsstöðva og lenti á e-m þætti með "amazing videos" s.s. e-ð svakalegt sem hefur verið fest áfilmu, allt mjög dramatískt, þulurinn og tónlistinn. Nema hvað, af einhverri undarlegri tilviljun "zappaði" ég ekki strax áfram og hvað haldið þið, næsta myndband from Heimaey, Iceland. Þar var sagt frá Vestmannaeyjargosinu í heild sinni á 2-3 mínútum á einstaklega dramatíksan hátt, talað við mr Smari Hardarson sem ásamt fjölskyldu sinni varð að berjast fyrir lífi sínu! Allt mjög dramatískt en alveg hárrétt í þessum æsifréttastíl. Flottasta var samthvernig því var lýst þegar Vestmannaeyingar börðust við eldfjallið og unnu í baráttunni við að bjarga lífsæð eyjunnar, höfninni. "Þau gátu ekki bjargað húsununm, höfnin, lífsæð bæjarins... í frysta skipti sem mennirnir berjast við náttúruöflin og vinna!" oh, ég fylltist sko sönnu þjóðarstolti get ég sagt ykkur! Þetta var bara mjög satt og rétt allt saman. Mér fannst bara vanta inn í frásögnina þá örlagaþrung
nu tilviljun að allir bátar voru í höfninni þessa nótt, það hefði passað flott inn, ég er viss um að það hefur verið með en orðið að klippa það út svo þetta yrði ekki of langt.
varð bara að deila þessu með ykkur.
ein að rifna úr stolti.

ps: titillinn er úr ákveðnu ljóði sem er búið að vera að ásækja mig... eða réttara sagt er ég búin að vera að ásækja Jonas með því undanfarnar vikur. Ég hélt að ljóðið væri úr Sjálfstæði fólki og til vara úr Heimsljósi. Ég er búin að fletta í gegnum báðar bækur og fann ekkert. Fann reyndar ekki heldur Haldiðún Gróa en ég VEIT að það er í heimsljósi... er það ekki annars??

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hugmynd um Brekkukotsannál frá þessu heimili ;)
...því sá sem rær hjá Gúðmunsen þarf herskip...

01 júní, 2006 02:10  
Blogger Guðrún said...

Auðvitað!
Vissi að þetta var bók sem ég hefði lesið...

01 júní, 2006 17:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Here are some links that I believe will be interested

06 ágúst, 2006 17:51  
Anonymous Nafnlaus said...

I really enjoyed looking at your site, I found it very helpful indeed, keep up the good work.
»

11 ágúst, 2006 14:17  

Skrifa ummæli

<< Home