fimmtudagur, apríl 23, 2009

J'burg-Blue cottages, 3. apríl.

Það er bara sljómandi fínt að keyra í Suður-Afríku ef maður lítur framhjá því að það er vintri umferð. reyndar mættu vegamerkingarnar líka vera betri. Við eydum fullöngum tíma í að finna matvörubúðina sem átti að vera neðar í götunni. Það var hins vegar mjög gaman að koma í búðina, úrvalið af grænmeti og ávöxtum var svo skemmtilegt. Að öðru leiti var búðin eins og hver önnur matvörubúð. Við splæstum í símakort í gemsan sem hefur núþegar komið sér að góðum notum.
Þá hófst ferðalagið.
Það tók okkur 7,5 tíma að koma okkur 450 km leið! Stærsti partur ferðarinnar (eða flestir kílómetrarnir) voru á greiðfærri hraðbraut en okkur tókst að villast nokkru sinnum á leiðinni og svo lentum við 3 sinnum í vegavinnu sem þýddi að það var bara umferð í aðra áttina í einu. Síðasta 1,5 tímann keyrðum við í myrkri. Það var nokkuð óhugnalegt því við lentum 2 sinnum í vegavinu á þessum tíma og vorum alveg stopp.
Loks komumst við þó á leiðarenda. Þar tók á móti okkur dýrindis 3 rétta máltíð, ég held sveimér þá sú besta í ferðinni. Við fengum líka fullt af nytsamlegum upplýsingum um hvernig maður á að hafa sér í Suður Afríku. blue cottages var fínasti gististaður. Þetta er alveg úti í ssveit og mjög fjölkskrúðugt dýralíf :/ það gerði það að verkum að ég var alveg á nálum yfir minnst hreyfingu. Það voru ekki ljónin eða flóðhestgarinr sem ég var hrædd við heldur skordýrin og skriðdýrin! reyndar var full ástæða til að vera á nálum yfir flóðhestunum því fyrir neðan koafana var fljót þar sem þeir héldu til! Á þurrkatímum leituðu þeir upp í garðinn eftir æti á nóttunni. Sem betur fer hafði ringt vel undanfarið!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home