þriðjudagur, júlí 24, 2007

Jess!!

Búin með heimaprófið!
Á bara eftir að láta Jonas lesa yfir og lappa upp á enskuna mína :/ mérhefur víst lítið farið fram í ensku síðustu árin :Þ
Svo er það bara mála, mála og mála :)
Kláruðum fyrri umferð í gær um hálfellefu í rafmagnslausri íbúð að mestu... ég er ansi spennt að sjá árangurinn í dag, planið er að byrja í því herbergi sem við enduðum í gær ;)

mánudagur, júlí 23, 2007

Risa fiðrildi

Eftir að hafa hangið allt of lengi í tölvunni í gærkvöldi fór ég inn á klósett að bursta tennur og mætti þar risastóru næturfiðrildi! Ég, fiðrildamanneskjan hef bara sjaldan séð svona ljótt dúr :Þ og ekki bætti það úr skák þegar það KÚKAÐI á gólfið!! Ég varð svo hissa að ég vakti Jonas með látunum í mér og píni hann til að fara að skoða fiðrildið. Hann fylgdi því nú bara út.
Nú er ég búin að taka mynd af fínu veggfóðrunum okkar og ætla að lofa ykkur að njóta (og í þetta skipti var ég búin að snúa myndunum rétt! Blogger virðist bara ekki hafa náð því):

Þetta er veggfóðrið sem okkur langar til að hafa inni í svefnherbergi. Skynsemin hefur þó tekið yfirhöndina og við ætlum bara að mála í e-m töff lit.

Þetta er veggfóðrið sem við endum líklega á að taka inn í vinnuherbergi (bara á einn vegg, hina málum við). Ekki fyrsta val heldur annað val en samt mjög flott.
Bara ekki jafnflott og þetta veggfóður:

Mér finnst bara svo ótrúlega flott hvernig myndin breytist eftir hvernig ljósið fellur á.

Í dag ætlum við að fara í aðra veggfóðursbúð til að vera alveg viss um að finna ekkert betra og svo er það bara að velja endanlega og kaupa málningu í herbergin og byrja að mála! Við erum búin að mála öll loft og með ögn af bjartsýni vil ég vera búin að mála á morgun!
En núna er bara að klára fyrsta heimaprófið í kúrsinum mínum. Þetta er allt að koma, búin með 2 spurningar af 5.

sunnudagur, júlí 22, 2007

Lohoksins!

Er búið að pússa allt!! Jeiiii!!!
Pússuðum það allrallra síðasta í gær og svo tóku við þrif... ég veit ekki hvað ég er búin að skúra gólfin í nýju íbúðinni oft, líklegast álíka oft og á dvalarheimilinu í Mosó... þrátt fyrir ehendalaus þrif á fólfum og veggjum og öllum köntum og listum og þökum og jú neim itt! Væri nú synd að segja að það væri hreint hjá okkur :Þ
En loftið er alla vega ekki mettað af sparstlryki og það er yndislegt :)
Nú er loftið mettað af málningargufum :Þ
Máluðum fyrri umferð yfir loftin í gær og stendur til að mála þá seinni í dag svo stofuveggina
og jafnvel þrífa svo elfhússkápa og fara að fylla þá af diskum og glösum og þvílíku. Þetta er sko allt að koma :)
Erum reyndar í svolitlum vandræðum með liti í svefnherbergið og svo vinnuherbergið/gestaherbergið.
Vorum búin að ákveða að hafa "grunnvegg" í svefnherberginu dökkvínrauðan eða plómulitann eða e-ð í þá áttina með ljósum ramma í kring. Við erum löngu búin að ákveða að hafa veggfóður á einum vegg í gesta-vinnuherberginu einfaldlega vegna þess að veggurinn var svo illa farinn (þessi sem við vorum að spá í að lakka inn) og veggfóðrið þurfti náttúrulega að vera mjög flott! Ég er búin að fara í svona þúsund hringi, vildi fyrst hafa veggin brúnan með gylltum sólblómum og appelsínugul guggatjöld o.s.frv. svo vildi ég hafa herbergið gult og sumarlegt (Jonasi fannst það minna á páskaunga og það var ekki samþykkt) en svo féllum við fyrir einu veggfóðri (hér væri mynd 1 ef myndavélin væri ekki uppi í íbúð og veggfóðrið hér...) og vorum staðráðin í að fá það nema hvað, þetta er auðvitað "alvöru" veggfóður. Veit ekki hvað þið eruð vel að ykkur í veggfóðursbransanum þarna heima, en í dag eru s.s. til gamaldags veggfóður úr pappír sem er alls ekker fyrir venjulegt fólk að setja upp (s.s. "alvöru" veggfóður") það þarf að setja límið á sjálfa veggfóðursremsuna, láta það þorna og koma því svo á vegginn. Þar sem það er úr pappír, bólgnar það út við það að blotna en skreppur svo saman þegar það þornar... það er endalaust maus að fá hvern bita til að stemma við hinn...
Nú er hins vegar komið e-ð veggfóður ekki úr pappír. Það er þykkara og auðveldara að fást við. Maður límir á vegginn og það bólgnar ekkert út. Það getur nánast hvaða hálfviti sem er sett upp...
Hvert einasta veggfóður (eða svo gott sem) sem okkur heur fundist flott er af fyrri gerðinni!
Svo rákust við á geheggjað veggfóður inn í svefnherbergið! Held við sleppum því samt, passar örugglega betur inn í herbergið hjá unglingsstelpu... en það er samt geðveikt!
Já, þar hafið þið það, gegnsýrt blogg af framkvæmdum! Ég lofa að fjalla um nánast ekkert annað alla vega næstu vikuna.

mánudagur, júlí 16, 2007

Nivea for men

Undanfarna daga hef ég ilmað eins og karlmaður! Ástæða, jú, líkamssápan mín e rí nýju íbúðinni en sáðan hans Jonasar er hér. Mér finnst þetta svosem ágæt lykt og kommon, Jonas valdi þetta nú fyrir sig sjálfan svo varla get ég kvartað eða...
Annars er Jonas veikur í dag. Hann var e-ð svo "latur" í gæt í íbúðinni að ég þurfti að píska hann áfram. Svo þegar við fórum að sofa í gærkvöldi var hann alveg sjóðheitur og ekkert sérstaklega hress, úbs.

laugardagur, júlí 14, 2007

komin í náttföt fyrir níu

Ljúft :)
Við Jonas erum búin að vera að vesenast í íbúðinni í allan dag.
Ég hélt í einfeldni minni að við værum rétt að klára að pússa og kannski að sparstla í eitt eða tvö göt sem hefðu gleymst... allur dagurinn fór í að rífa niður meira veggfóður!
Það er reyndar ótrúlega gaman að pilla í þetta veggfóður! Gallinn er bara sá að nú veit ég, að þeim mun meira sem ég pilla í veggfóðrið, þeim mun meira þarf að sparstla. Það er svosem ekkert slæmt að spartla þannig séð, en þeimur meira spartsl sem maður kínir á veggina, þeim mun meira verður maður að pússa og ÞAÐ er leiðinlegt og rykugt og ógeðslegt :(
Besta lausnin er því augljós: pilla sem minst í veggfóðrið og halda spartslinu í lágmarki... eða hvað! Því miður er það þannig að ef maður pillar ekki í allar misfellur í blessuðu veggfóðrinu, þá bólgnar þetta allt saman upp og verður ómögulegt þegar maður mála :/
Þetta líf þetta líf!

miðvikudagur, júlí 11, 2007

Nýja íbúðin

Finnst ég varla vera búin að minnast á það en við er skoho búin að fá nýju íbúðina og erum á fullu í betrumbótum. Nokkrar myndir:
Eldhúsið. Ætlunin er að taka það í gegn... erum bara ekki búin að ákveða hvort við hendum öllu út, skiptum bara um framhlið á skápunum eða lökkum bara framhliðarnar og skiptum um haldföng. Ætlum að melta það í einhvern tíma þó það þýði að við verðum eldhúslaus í e-n tíma.
Annað af tveimur yndilsegum baðherbergjum :) Ég elska þau! Sérstaklega hitt með sturtunni, frábær sturta!
Sturtan góða... á hlið... verð að viðurkenna að þessi mynd er eiginlega algjörlega vonlaus!
Flottur veggur er það ekki? Vorum að pæla í að lakka hann bara og hafa eins og hann er... an þar sem þetta er gestaherbergið og ég er ekki viss um að mamma mín fýli vegginn, þá hefur hann verið sparslaður og er tilbúin fyrir málningu.
En Miss Marple var að byrja í sjónvarpinu og ég ætla að glápa og borða dæmköku með :)

föstudagur, júlí 06, 2007

Bara fyrir Þóru...

Fyrir:


...og eftir

Þess má til gamans geta að í dag, eftir allmarga hárþvotta, er allt á réttri leið! Liturinn farinn að minna á háralit föður míns :)

mánudagur, júlí 02, 2007

Hér kemur Lína Langsokk...

Komin heim úr ferðalaginu sem var stórfínt :)
Svolítil klikkun að fara til Vermlands yfir helgi. Það er svipað og að skella sér til Egilstaða. Gróa skemmtileg eins og venjulega og spilaði svona líka ljómandi vel :)
Varð samt svekkt með Jesicu Gustavson/Wiklund/Buzzbee súperbásúnuleikara, spilaði bara ekki jefnvel og ég hefði óskað! Hún bara hlýtur að geta betur!
Þess má til gamans geta að við fórum báðar í prufuspil hjá sinfó um hálfa stöðu... hún fékk hana... ekki ég ;Þ
Hún spilaði svosem alveg nógu vel til að "vinna" mig í prufuspili en fyrir 9 árum (þá var hún 25 ára) vann hún líka kennarann minn og finnskan snilling í básúnukeppni og hún spilaði sko ekki það vel... vona að þetta hafi bara verið slæmur dagur.
Er annars á leið í strætó að ná í bílinn okkar úr viðgerð.
Ætti í raun að skrifa meira um ferðalagið, rigningu og mýflugur en efast um að af því verði...