mánudagur, mars 20, 2006

Bara búið

Þ.e.a.s. prófið mikla... úff, það var ekkert svo gaman... Voru bara 4 sem mættu og allir miklu stærri og klárari en ég...
Þess vegna var ég alls ekkert svekkt yfir því að komast ekki áfram en samt pínu svekkt yfir að hafa ekki gert mitt besta. Held ég verði nú bara að fara að sætta mig við það besta í performans verið aldrei nema u.þ.b. 60% af því besta í æfingarherberginu...
En ég er alla vega ánægð að hafa gert þetta, dustað rykið af básúnunni og komið í þetta stutta stopp hingað, alltaf gaman að koma til Íslands :)
Samt heldur súrt að hafa misst af lokaprófinu í stærðfræðinni og þurfa að reyna að böglast í gegnum það með næsta kúrsi... en þetta reddast, í versta falli tek ég það í haust ;)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já, það var gott hjá þér að slá til, reddar stærðfræðinni örugglega alveg þegar þar að kemur. Takk fyrir síðast, sjáumst næst :)

20 mars, 2006 21:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir jólakortið! Heldurðu að það sé ekki bara komið :)

22 mars, 2006 17:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja hérna er bara stanslaust partý þarna í Sverige;)

23 mars, 2006 14:54  

Skrifa ummæli

<< Home