sunnudagur, mars 12, 2006

aftur sunnudagsmorgun

og enn ligg ég uppi í rúmi með tölvuna. Það skal þó tekið fram að ég hef farið á fætur síðan síðasta sunnudag.
Á eftir er ég að fara að skoða litla stelpu :) hún er ekki einu sinni orðin vikugömul, fæddist síðasta sunnudag. Elín vinkona mín hér í Svíþjóð (maður er svo frumlegur, flytur til útlanda og vandar sig samt að kynnast bara Íslendingum) og Luca maðurinn hennar voru að eignast hana. Þu eru búin að nefna hana og allt, man reyndar ekki hvað en það voru alla vega 3 nöfn, fyrst eitt íslenskt svo Tosca (Luca er ítalskur) og svo annað íslenskt. Elín og Lucca giftu sig einmitt síðasta sumar nákvæmlega sama dag og við Jonas. Það var svolítið fyndið að geta sagt t.d. "já og manstu eftir rigningunni!"... örugglega ekki margir sem geta sagt að þeir muni að það hafi rignt eins og helt væri úr fötu fyrri part 25. júní árið 2005 og það hafi síðan stytt upp fjögurleytið...
og ég hef bara nákvæmlega ekkert að segja! Og ég sem er vön að geta blaðrað útí eitt!
glatað!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Jamm, og það er til fólk sem veit það (og var í útlöndum á meðan...) ;)

14 mars, 2006 19:18  

Skrifa ummæli

<< Home