mánudagur, mars 13, 2006

stærðfræði og súkkulaði

Ég afgreiddi skólann á hálftíma í dag. Það var leiðinlegt, hávaði, ég kunni ekki neitt, vissi ekki neitt og skildi ekki neitt svo það var best að fara bara heim í fýlu :( hér er ég búin að vera heima í fýlu í einn og hálfan tíma, horfa á King of Queens, lesa Metro, borða epli og súkkulaði (Edelschokolade aus original arriba Ecuador edelcacao 70%, mjög gott). Nú fer að styttast í að það komi tími til að hætta í fýlu og byrja að gera e-ð gáfulegt... súkkulaðið er hvort sem er búið...
Undur og stórmerki gerðust í gær! ég ákvað að taka Jonas mér til fyrirmyndar sem hefur byrjað á þeim óskiljanlega sið að vakna klukkan sex á mrgnana og er þá komin í vinnu um öleytið! Samstafsfólkið fékk sjokk fyrsta daginn: "bíddu nú við, klukkan er ekki orðin tíu, hvað ert þú að gera hér??" (n.b. þá var hann alls ekkert fyrstur, það er fullt af fólki sem mætir svona snemma!!). en alla vega, þá vaknaði ÉG vaknaði klukkan sex í gær og fór á fætur og borðaði morgunmat... skilaði honum svo stuttu seinna... þetta sannar bara það sem ég vissi nú alltaf, mér er ekki ætlað að vakna svona snemma! Enda stillti ég vekjaraklukkuna á sjög í morgun og "snúsaði" til 7:40 þó Jonas færi á fætur klukkan sex.
Á sunnudaginn Skoðaði ég lítið barn :) Mjög sæt lítil stelpa og bara mjög stillt og góð. Mamman líka algjör hetja að nenna að fá okkur í heimsókn, stelpan ekki nema 6 daga gömul!
Ég var nú ekkert að máta stelpuna enda eru þau allt of brothætt svona lítil, hausinn gæti einfaltlega dottið af! Mér finnst miklu skemmtilegra þegar þau eru orðin aðeins stærri og maður má kreisat þau og knúsa, tala nú ekki um þegar þau eru farin að hlæja af mér þegar ég reyni að vera sniðug :)
Oh, ég hlakka svo til að koma heim! Hlakka miklu meira til heldur en um jólin þó ég varla stoppi í þetta skiptið og hvað þá hafi tíma til að gera okkurn skapaðan hlut! Svo hlakka ég líka til að klára þennan terror kúrs :/ fékk það staðfest um daginn að þetta sé einn af leiðinlegri kúrsum á jarðríki og var ég fegin að heyra það því ég nenni ómögulega að taka marga svona kúrsa í viðbót, var meira að segja farin að hugleiða inntökupróf í kennaradeildina í tónlistarháskólanum andstætt öllu sem ég hef fullyrt hingað til...
En á föstudag fer ég í síðasta stærðfræðitímann í bili. Svo þarf ég bara að "rifja aðeins upp" um páskana (s.s. frumlesa helminginn og reyna að reikna e-ð. Fá panikk kast og setja Jonas í fulla vinnu við að reyna að skilja e-ð í þessu og troða svo inn í hausinn á mér).
Best að fara að æfa sig á básúnuna, finnst það miklu mikilvægara en stærðfræði í augnablikinu.

2 Comments:

Blogger Tinnuli said...

Skilaðirðu morgunmatnum?? Er barn í brók?

15 mars, 2006 16:07  
Blogger Guðrún said...

ónei, ekkert svoleiðis... alveg satt ;)
bara líkaminn engan veginn sáttur við að vera rifinn svo snemma á lappir...

15 mars, 2006 16:24  

Skrifa ummæli

<< Home