miðvikudagur, mars 15, 2006

Instalati professori...

Ég spilaði með sinfóníuhljómsveit háskólans síðasta föstudag. Gaman að spila þó það hafi svosem ekkert verið neitt merkileg tónlist og 3. básúna af 4 einstaklega óinteresant rödd :Þ
Þetta var svokölluð "professorinstalation" þar sem prófesorar sem byrjuðu þessa önn eru kynntir og boðnr velkomnir.
Nema hvað, Lundarháskóli er gamall og virðulegur háskóli með hefðir og virðuleg salarkynni... þetta var s.s. frekar formlegt allt saman... og langt (þurftum ða spila fyrst og síðast... að sjálfsögðu!) en þó alveg hægt að hafa gama af þessu. Prófessorarnir voru allir í svörtum skósíðum "skikkjum" og rektorinn í dumbrauðri flauelisskykkju með sróra gullkeðju um hásin ein sog kóngurinn. Þetta fór allt fram í Aulan sem er... hvað skal segja... Háskólabíó háskólans?? Líkist húsinu ekki á nein hátt en þarna fara flestar athafnir skólans fram. Þetta er stórt og virðulegt hús í gotneskum stíl myndi ég skjóta á. Sjálfur salurinn minnir nokkuð á kirkju finnst mér. Nenni ekki ða lýsa þessu húsi frekar en þetta er alla vega eitt af þessum húsum sem maður sér bara í útlöndum... Allt þetta minnt ískyggilega mikið á Harry Potter!
Herlegheitin hófust svo á lúðrablæstri og inngöngu prófessora ásamt fríðu föruneyti. Fremstir í flokki fóru fánaberar með stúdentshúfur og strákar með sem héldu á priki með stjörnu á! (minnti mig óþarflega mikið á Lúsíuna (stjärngossar/stjörnustákar)).
Leyninúmerið var svo að ég var með opna buxnaklauf mestallan tímann...

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Damn, góð first impression hjá þér s.s.;I
Þau vilja örugglega fá þig til að spila með aftur svo þau hafi eitthvað að hlæja að;)

17 mars, 2006 11:09  

Skrifa ummæli

<< Home